Erlent

Strax rýnt í næstu varaforseta

Sæunn Gísladóttir skrifar
Donald Trump þykir líklegasta forsetaefni repúblikana.
Donald Trump þykir líklegasta forsetaefni repúblikana. Vísir/Getty
Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí.

Talið er að forsetaslagurinn verði á milli Hillary Clinton og Donalds Trump. Hvorugu hefur þó tekist að heilla Bandaríkjamenn upp úr skónum og því getur gott varaforsetaefni skipt sköpum.

Hagsmunahópar Bandaríkjamanna sem eiga ættir að rekja til Rómönsku Ameríku vilja að Clint­on velji varaforseta úr þeirra hópi. Nefndir eru Julian Castro, húsnæðis- og þéttbýlisþróunarráðherra, og atvinnumálaráðherrann Tom Perez. Tengsl Clinton við fjármálaheiminn hafa sætt gagnrýni og því telja sérfræðingar að hún gæti valið sér Sherr­od Brown, öldungadeildarþingmann frá Ohio, sem varaforsetaefni en hún hefur beitt sér gegn alþjóðaviðskiptasamningum. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren frá Massachusetts, hefur einnig verið nefnd, þar sem hún hefur gagnrýnt bankakerfið í Bandaríkjunum harðlega.

Hvað Trump varðar hafa verið nefndir öldungadeildarþingmennirnr Tim Kaine frá Virginíu og Cory Brooker frá New Jersey, sem tengist fjármálageiranum. Trump hefur nefnt að hann vilji varaforseta með reynslu í stjórnmálum, ólíkt honum, og hefur þar nefnt nokkra sem tóku þátt í forvalinu, svo sem Scott Walker, ríkisstjóra Wisconsin, og öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×