Smellpassa saman í plötusnúðabúrinu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2016 10:30 Biggi Veira og Addi Exos lofa góðri stemningu í kvöld. Fréttablaðið/Pjetur Félagarnir og tónlistarmennirnir Arnviður Snorrason, betur þekktur sem Addi Exos, og Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, sameina krafta sína á skemmtistaðnum Paloma í kvöld og efna til tónleika. Í gegnum tíðina hafa þeir nokkrum sinnum leitt hesta sína saman, nú síðast á Akureyri fyrir rúmum tveimur vikum. Báðir hafa þeir verið viðloðandi tónlistarbransann um talsvert skeið. Addi Exos hefur verið starfandi frá árinu 1997 og gefið út þrjár breiðskífur á þeim tíma. Í fyrra hóf hann samstarf með plötusnúðnum Ninu Kraviz og tók saman við plötuútgáfu hennar, ????. Biggi Veira er einna þekktastur fyrir störf sín með hljómsveitinni GusGus og einnig eru dj-sett hans vinsæl. Addi segir þá félaga smellpassa saman í plötusnúðabúrinu og því von á góðu fyrir tónlistarþyrsta á laugardagskvöld. „Við erum gott kombó þegar við spilum saman. Svona yin og yang og byggjum kvöldin vel upp. Við höfum tekið eitt og eitt skipti saman í gegnum árin og smellpössum saman í dj-búrinu,“ segir Addi léttur í bragði. Það er líka nóg um að vera hjá þeim félögum en eftir rúmar þrjár vikur gefur Addi út sína fyrstu plötu í tólf ár. Um EP-plötu er að ræða og ber hún nafnið Down Garden. „Þetta er bara dub techno eins og það gerist best," segir Addi þegar hann er beðinn um að lýsa tónlistinni. „Ég endurútgaf tvær af plötunum mínum í fyrra og þær seldust báðar upp. Svo er ég búinn að fá mikið af beiðnum og skilaboðum um að gefa út nýja plötu eftir þessa tólf ára bið. Eftir það er bara búið að pressa á mig úr ýmsum heimshornum og ég ákvað að keyra þetta í gang.“ Eingöngu er um vínylútgáfu að ræða, í það minnsta fyrst um sinn og segir Addi þann háttinn yfirleitt hafðan á þegar kemur að útgáfu dub techno-platna. „Það eru eiginlega svona fundamental trúarbrögð innan dub technosins að gefa bara út á vínyl. Hún kemur örugglega út á netinu líka eftir rúmlega ár en ég hef í gegnum tíðina selt betur á vínyl.“ Einnig er ný GusGus-plata á leiðinni – hún kemur út í byrjun næsta árs og Biggi vinnur nú að henni. Í lokin bætir Addi svo við að þeir félagar hyggi á frekara samstarf í framtíðinni og muni jafnvel skella í plötu saman. Frítt verður inn á tónleikana sem hefjast klukkan 23.00 á skemmtistaðnum Paloma í kvöld. Tónlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Félagarnir og tónlistarmennirnir Arnviður Snorrason, betur þekktur sem Addi Exos, og Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, sameina krafta sína á skemmtistaðnum Paloma í kvöld og efna til tónleika. Í gegnum tíðina hafa þeir nokkrum sinnum leitt hesta sína saman, nú síðast á Akureyri fyrir rúmum tveimur vikum. Báðir hafa þeir verið viðloðandi tónlistarbransann um talsvert skeið. Addi Exos hefur verið starfandi frá árinu 1997 og gefið út þrjár breiðskífur á þeim tíma. Í fyrra hóf hann samstarf með plötusnúðnum Ninu Kraviz og tók saman við plötuútgáfu hennar, ????. Biggi Veira er einna þekktastur fyrir störf sín með hljómsveitinni GusGus og einnig eru dj-sett hans vinsæl. Addi segir þá félaga smellpassa saman í plötusnúðabúrinu og því von á góðu fyrir tónlistarþyrsta á laugardagskvöld. „Við erum gott kombó þegar við spilum saman. Svona yin og yang og byggjum kvöldin vel upp. Við höfum tekið eitt og eitt skipti saman í gegnum árin og smellpössum saman í dj-búrinu,“ segir Addi léttur í bragði. Það er líka nóg um að vera hjá þeim félögum en eftir rúmar þrjár vikur gefur Addi út sína fyrstu plötu í tólf ár. Um EP-plötu er að ræða og ber hún nafnið Down Garden. „Þetta er bara dub techno eins og það gerist best," segir Addi þegar hann er beðinn um að lýsa tónlistinni. „Ég endurútgaf tvær af plötunum mínum í fyrra og þær seldust báðar upp. Svo er ég búinn að fá mikið af beiðnum og skilaboðum um að gefa út nýja plötu eftir þessa tólf ára bið. Eftir það er bara búið að pressa á mig úr ýmsum heimshornum og ég ákvað að keyra þetta í gang.“ Eingöngu er um vínylútgáfu að ræða, í það minnsta fyrst um sinn og segir Addi þann háttinn yfirleitt hafðan á þegar kemur að útgáfu dub techno-platna. „Það eru eiginlega svona fundamental trúarbrögð innan dub technosins að gefa bara út á vínyl. Hún kemur örugglega út á netinu líka eftir rúmlega ár en ég hef í gegnum tíðina selt betur á vínyl.“ Einnig er ný GusGus-plata á leiðinni – hún kemur út í byrjun næsta árs og Biggi vinnur nú að henni. Í lokin bætir Addi svo við að þeir félagar hyggi á frekara samstarf í framtíðinni og muni jafnvel skella í plötu saman. Frítt verður inn á tónleikana sem hefjast klukkan 23.00 á skemmtistaðnum Paloma í kvöld.
Tónlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira