Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 23-19 | Öruggur Stjörnusigur og staðan jöfn Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 24. apríl 2016 15:45 Stjörnuvörnin var sterk í dag. Vísir/Stefán Stjarnan jafnaði metin í einvíginu við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna með öruggum 23-19 sigri í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Haukar unnu fyrsta leikinn á föstudaginn örugglega, 26-18, en það var allt annað að sjá til Stjörnuliðsins í dag. Garðbæingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og gáfu strax tóninn með því að komast í 4-0. Haukar komust aldrei yfir í leiknum og aðeins einu sinni var staðan jöfn (4-4). Þremur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 12-9, en Stjarnan skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náði sex marka forskoti sem Haukum tókst ekki að vinna upp. Varnarleikur Stjörnunnar var mjög öflugur og fyrir aftan vörnina var Florentina Stanciu vel með á nótunum. Landsliðsmarkvörðurinn átti ekki sinn besta leik á föstudaginn en Florentina var frábær í leiknum í dag og varði 21 skot, eða 53% þeirra skota sem hún fékk á sig. Sóknarleikur Hauka var einhæfur en til marks um það skoraði útilínan 15 af 19 mörkum liðsins í dag. Þá náði Elín Jóna Þorsteinsdóttir sér ekki nógu vel á strik í markinu. Stjörnukonur mættu ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Tvö þeirra komu eftir hraðaupphlaup en alls skoruðu heimakonur fjögur hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Florentina byrjaði frábærlega í marki Stjörnunnar og það tók Hauka sex mínútur að finna leiðina framhjá henni. Eftir þessa kröftugu byrjun lentu Stjörnukonur í vandræðum í sókninni en liðið skoraði ekki í sex mínútur. Á meðan gerðu gestirnir fjögur mörk í röð og jöfnuðu metin, 4-4. Þá var Halldóri Harra Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og tók leikhlé. Það bar árangur því Stjörnukonur skoruðu næstu fjögur mörk leiksins og komust aftur fjórum mörkum yfir, 8-4. Stjarnan leiddi með 2-4 mörkum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en vörn liðsins var mjög sterk og Florentina í góðum gír í markinu. Staðan í hálfleik var 12-9, Stjörnunni í vil og Garðbæingar byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Og eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin 18-11 og útlitið gott fyrir Stjörnukonur. Haukar voru í stórkostlegum vandræðum í sókninni lengst af. Eins og áður sagði mæddi mikið á leikmönnunum fyrir utan, Ramune Pekarskyte, Mariu Ines De Silve Pereira og Karenu Helgu Díönudóttur. Boltinn gekk nánast aldrei út í hornin og línuspilið var fátæklegt. Maria og Karen gerðu sitt besta til að halda Haukum inni í leiknum í seinni hálfleik en alltaf þegar gestirnir virtust vera að nálgast heimakonur kom Florentina til bjargar. Haukar náðu aldrei að minnka muninn í meira en fjögur mörk í seinni hálfleik og Stjarnan sigldi sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 23-19, Stjörnunni í vil. Þórhildur Gunnarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk en Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með fimm mörk. Hornamennirnir Hanna G. Stefánsdóttir og Arna Dýrfjörð stóðu einnig fyrir sínu og skiluðu samtals sjö mörkum. Maria skoraði sjö mörk fyrir Hauka en tapaði boltanum fulloft. Karen og Ramune komu næstar með fjögur mörk hvor.Halldór Harri: Lið með marga markaskorara er heilbrigt lið Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum kátur eftir öruggan sigur hans stelpna á Haukum í dag. Stjarnan tapaði fyrsta leiknum illa en spilaði miklu betur í dag og vann öruggan sigur. „Það var kraftur í okkur í dag. Vörnin var góð og Flora sömuleiðis og við fengum sjálfstraust við það. Við fengum líka svolítið af einföldum mörkum og mér fannst bara allt annar bragur á leik okkar,“ sagði Harri eftir leik. Stjörnukonur byrjuðu báða hálfleikina af krafti; skoruðu fjögur fyrstu mörkin í fyrri hálfleik og fyrstu þrjú í þeim seinni. „Maður sá það í augunum á stelpunum að þær ætluðu að sýna sig í dag. Þær voru þreyttar á þessu tali um að við ættum ekki séns í Haukana og værum búnar að tapa stórt fyrir þeim hingað til í vetur,“ sagði Harri en hvað þurfa Stjörnukonur að gera til að ná að framkalla svona frammistöðu aftur í leik þrjú? „Stemmningin skapaði þetta svolítið í dag. Svo er auðvitað fullt sem við getum lagað. Mér fannst við t.d. ekki vera nógu ákveðnar í seinni bylgjunni í dag. „Mér finnst við eiga marga möguleika þar og við hefðum getað klárað þetta fyrr. Við klúðruðum líka full mikið af dauðafærum í þessum leik.“ Markaskorið dreifðist vel hjá Stjörnunni í dag og mun betur en hjá Haukum. Harri var skiljanlega sáttur með það. „Lið sem er með marga markaskorara er heilbrigt lið,“ sagði þjálfarinn að lokum.Óskar: Spiluðum mjög illa ígrundaðan sóknarleik Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með sóknarleik Hafnfirðinga gegn Stjörnunni í dag. „Við spiluðum mjög illa ígrundaðan sóknarleik, tókum slæmar ákvarðanir og slæm skot. Það fylgir því þegar þú ert að skjóta of snemma og nærð ekki að spila sóknirnar nægjanlega vel út,“ sagði Óskar. Útilínan hjá Haukum skoraði 15 af 19 mörkum liðsins í dag en horna- og línuspilið var í lamasessi. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða betur því við þurfum að spila betur upp á hornin og annað. Það er rétt, þetta var full einhæft í dag,“ sagði Óskar. Hans stelpur byrjuðu báða hálfleikina illa og voru fyrir mikið alltaf í eltingarleik. „Við erum að spila slakan sóknarleik og fyrir vikið skorum við ekki nóg. Stjarnan setti eitt og eitt, 23 mörk er ekkert hátt skor en við erum bara með 19 þannig að tölurnar tala ljúga ekki,“ sagði Óskar en hvað breytingar þarf hann að gera fyrir þriðja leikinn? „Við þurfum að bæta varnarleikinn pínkulítið, mér fannst við eilítið of passívar á köflum, og svo þurfum við að spila sóknirnar betur og vanda skotin.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira
Stjarnan jafnaði metin í einvíginu við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna með öruggum 23-19 sigri í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Haukar unnu fyrsta leikinn á föstudaginn örugglega, 26-18, en það var allt annað að sjá til Stjörnuliðsins í dag. Garðbæingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og gáfu strax tóninn með því að komast í 4-0. Haukar komust aldrei yfir í leiknum og aðeins einu sinni var staðan jöfn (4-4). Þremur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 12-9, en Stjarnan skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náði sex marka forskoti sem Haukum tókst ekki að vinna upp. Varnarleikur Stjörnunnar var mjög öflugur og fyrir aftan vörnina var Florentina Stanciu vel með á nótunum. Landsliðsmarkvörðurinn átti ekki sinn besta leik á föstudaginn en Florentina var frábær í leiknum í dag og varði 21 skot, eða 53% þeirra skota sem hún fékk á sig. Sóknarleikur Hauka var einhæfur en til marks um það skoraði útilínan 15 af 19 mörkum liðsins í dag. Þá náði Elín Jóna Þorsteinsdóttir sér ekki nógu vel á strik í markinu. Stjörnukonur mættu ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Tvö þeirra komu eftir hraðaupphlaup en alls skoruðu heimakonur fjögur hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Florentina byrjaði frábærlega í marki Stjörnunnar og það tók Hauka sex mínútur að finna leiðina framhjá henni. Eftir þessa kröftugu byrjun lentu Stjörnukonur í vandræðum í sókninni en liðið skoraði ekki í sex mínútur. Á meðan gerðu gestirnir fjögur mörk í röð og jöfnuðu metin, 4-4. Þá var Halldóri Harra Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og tók leikhlé. Það bar árangur því Stjörnukonur skoruðu næstu fjögur mörk leiksins og komust aftur fjórum mörkum yfir, 8-4. Stjarnan leiddi með 2-4 mörkum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en vörn liðsins var mjög sterk og Florentina í góðum gír í markinu. Staðan í hálfleik var 12-9, Stjörnunni í vil og Garðbæingar byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Og eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin 18-11 og útlitið gott fyrir Stjörnukonur. Haukar voru í stórkostlegum vandræðum í sókninni lengst af. Eins og áður sagði mæddi mikið á leikmönnunum fyrir utan, Ramune Pekarskyte, Mariu Ines De Silve Pereira og Karenu Helgu Díönudóttur. Boltinn gekk nánast aldrei út í hornin og línuspilið var fátæklegt. Maria og Karen gerðu sitt besta til að halda Haukum inni í leiknum í seinni hálfleik en alltaf þegar gestirnir virtust vera að nálgast heimakonur kom Florentina til bjargar. Haukar náðu aldrei að minnka muninn í meira en fjögur mörk í seinni hálfleik og Stjarnan sigldi sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 23-19, Stjörnunni í vil. Þórhildur Gunnarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk en Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með fimm mörk. Hornamennirnir Hanna G. Stefánsdóttir og Arna Dýrfjörð stóðu einnig fyrir sínu og skiluðu samtals sjö mörkum. Maria skoraði sjö mörk fyrir Hauka en tapaði boltanum fulloft. Karen og Ramune komu næstar með fjögur mörk hvor.Halldór Harri: Lið með marga markaskorara er heilbrigt lið Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum kátur eftir öruggan sigur hans stelpna á Haukum í dag. Stjarnan tapaði fyrsta leiknum illa en spilaði miklu betur í dag og vann öruggan sigur. „Það var kraftur í okkur í dag. Vörnin var góð og Flora sömuleiðis og við fengum sjálfstraust við það. Við fengum líka svolítið af einföldum mörkum og mér fannst bara allt annar bragur á leik okkar,“ sagði Harri eftir leik. Stjörnukonur byrjuðu báða hálfleikina af krafti; skoruðu fjögur fyrstu mörkin í fyrri hálfleik og fyrstu þrjú í þeim seinni. „Maður sá það í augunum á stelpunum að þær ætluðu að sýna sig í dag. Þær voru þreyttar á þessu tali um að við ættum ekki séns í Haukana og værum búnar að tapa stórt fyrir þeim hingað til í vetur,“ sagði Harri en hvað þurfa Stjörnukonur að gera til að ná að framkalla svona frammistöðu aftur í leik þrjú? „Stemmningin skapaði þetta svolítið í dag. Svo er auðvitað fullt sem við getum lagað. Mér fannst við t.d. ekki vera nógu ákveðnar í seinni bylgjunni í dag. „Mér finnst við eiga marga möguleika þar og við hefðum getað klárað þetta fyrr. Við klúðruðum líka full mikið af dauðafærum í þessum leik.“ Markaskorið dreifðist vel hjá Stjörnunni í dag og mun betur en hjá Haukum. Harri var skiljanlega sáttur með það. „Lið sem er með marga markaskorara er heilbrigt lið,“ sagði þjálfarinn að lokum.Óskar: Spiluðum mjög illa ígrundaðan sóknarleik Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með sóknarleik Hafnfirðinga gegn Stjörnunni í dag. „Við spiluðum mjög illa ígrundaðan sóknarleik, tókum slæmar ákvarðanir og slæm skot. Það fylgir því þegar þú ert að skjóta of snemma og nærð ekki að spila sóknirnar nægjanlega vel út,“ sagði Óskar. Útilínan hjá Haukum skoraði 15 af 19 mörkum liðsins í dag en horna- og línuspilið var í lamasessi. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða betur því við þurfum að spila betur upp á hornin og annað. Það er rétt, þetta var full einhæft í dag,“ sagði Óskar. Hans stelpur byrjuðu báða hálfleikina illa og voru fyrir mikið alltaf í eltingarleik. „Við erum að spila slakan sóknarleik og fyrir vikið skorum við ekki nóg. Stjarnan setti eitt og eitt, 23 mörk er ekkert hátt skor en við erum bara með 19 þannig að tölurnar tala ljúga ekki,“ sagði Óskar en hvað breytingar þarf hann að gera fyrir þriðja leikinn? „Við þurfum að bæta varnarleikinn pínkulítið, mér fannst við eilítið of passívar á köflum, og svo þurfum við að spila sóknirnar betur og vanda skotin.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira