Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 26-18 | Deildarmeistarnir í vígahug Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. apríl 2016 14:19 Úr leik liðanna fyrr í vetur. vísir/stefán Haukar unnu Stjörnuna 26-18 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta. Staðan í hálfleik var 14-10. Haukar eru 1-0 yfir í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Næst mætast liðin á sunnudaginn í Garðabæ. Haukar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn eins og tölurnar gefa til kynna öruggur og verðskuldaður. Stjarnan átti þó möguleika á að komast inn í leikinn í byrjun seinni hálfleiks en liðin skoruðu sitt hvort markið á tíu mínútum. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Haukar byrjuðu hálfleikinn og enduðu hálfleikinn betur sem tryggði liðinu forskot í hálfleik. Stjarnan náði að minnka muninn í þrjú mörk í seinni hálfleik en nær komst liðið aldrei og Haukar stungu svo af þegar Ramune Pekarskyte hrökk í gang. Ramune byrjaði leikinn með látum en svo leið hálftími þar til hún fann markið aftur en þegar það gerðist raðaði hún inn mörkum og um leið opnaðist fyrir samherja hennar. Stjarnan náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og þarf hann að vera mun betri til að liðið eigi möguleika gegn þessu sterka liðið Hauka sem vann fjórtán síðustu leiki sína í deildinni og er búið að vinna alla þrjá til þessa í úrslitakeppninni. Ramune og Maria Ines voru að vanda atkvæðamestar hjá Haukum en Elín Jóna Þorsteinsdóttir var besti leikmaður liðsins með 22 varin skot í markinu. Florentina Stanciu átti í vandræðum fyrir aftan slaka vörn Stjörnunnar en mikil vinna bíður gestanna í kvöld fyrir heimaleikinn á sunnudaginn. Karen: Það er mikið eftir„Þetta er mjög góð byrjun,“ sagði Karen Helga Díönudóttir leikstjórnandi Hauka eftir sigurinn örugga í kvöld. „Í fyrri hálfleik var ekki nógu mikil orka í okkur og við gáfum eftir varnarlega. Við hleyptum þeim í skot á miðsvæðinu sem við ætluðum ekki að gera. Það þéttist í lok fyrri hálfleiks og þá small þetta.“ Karen var óneitanlega ánægð með öruggan sigurinn en hún var samt meðvituð að stærð sigursins skiptir engu máli þegar litið er á heildarstöðu einvígisins. „Það er fínt að byrja þetta svona en það er mikið eftir. Staðan er bara 1-0 þó sigurinn hafi verið stór. „Það skiptir ekki máli hvað þú vinnur með mörgum. Við erum búnar að standa okkur mjög vel eftir áramót og það er ekkert í kortunum segir að við eigum að fara að slaka á,“ sagði Karen en Haukar unnu 14 síðustu leiki sína í deildinni og hefur nú unnið alla þrjá í úrslitakeppninni til þessa. Eina tapið kom í undanúrslitum bikars, í tvíframlengdum leik gegn Gróttu sem tapaði svo fyrir Stjörnunni í úrslitaleiknum. „Við erum fyrir löngu búnar að gleyma honum. Við erum að reyna að búa til ákveðna hefð en ég ætla ekki að segja að það sé að takast fyrr en þetta mót er búið.“ Halldór Harri: Var möguleiki að setja pressu á þær„Mér finnst við leggja þetta ágætlega upp. Við vitum að Ramune (Pekarskyte) er erfið og hún mun skora mörkin,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar. „Við ætluðum að halda hinum í skefjum en sóknarlega náum við ekki fótfestu. Sérstaklega fyrri part seinni hálfleiks þegar við áttum færi á að komast inn í leikinn. „Það var 1-1 eftir níu mínútur í seinni hálfleik. Þar fannst mér möguleikinn okkar vera að brúa þetta bil og setja pressu á þær. Svo kemur kafli þar sem við klikkum og fáum nokkur hraðaupphlaup á okkur,“ sagði Halldór Harri. Stjarnan reyndi að brjóta leikinn upp og taka úr umferð og bakka til baka til skiptis. „Þegar þú ert sex mörkum undir og það er lítið eftir þá þarftu að reyna eitthvað til að sjá hvað gerist. Svo þarf líka að hafa í huga að þetta er sería. Það eru fleiri leikir. Við þurfum að athuga hvað við sjáum úr þessu.“ Halldór Harri lét átta marka tap ekki slá sig út á laginu. Það skipti hann ekki máli hvort liðið tapaði stórt eða naumt. „Eitt mark eða 19 mörk, það skiptir engu. Það er 1-0 og við förum í leikinn á heimavelli. Okkur líður vel þar,“ sagði Halldór Harri sem var alls ekki sáttur við leiktímann í kvöld en leikurinn hófst klukkan 20:50 vegna úrslitaleiks Hauka og KR í Dominos deildinni í körfubolta fyrr um kvöldið í þessu sama húsi. „Mér finnst leiðinlegt að yngri iðkenndur handboltans geti ekki horft á úrslitakeppni kvenna hérna og eru flestir heima sofandi. Mér finnst það asnalegt.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Haukar unnu Stjörnuna 26-18 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta. Staðan í hálfleik var 14-10. Haukar eru 1-0 yfir í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Næst mætast liðin á sunnudaginn í Garðabæ. Haukar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn eins og tölurnar gefa til kynna öruggur og verðskuldaður. Stjarnan átti þó möguleika á að komast inn í leikinn í byrjun seinni hálfleiks en liðin skoruðu sitt hvort markið á tíu mínútum. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Haukar byrjuðu hálfleikinn og enduðu hálfleikinn betur sem tryggði liðinu forskot í hálfleik. Stjarnan náði að minnka muninn í þrjú mörk í seinni hálfleik en nær komst liðið aldrei og Haukar stungu svo af þegar Ramune Pekarskyte hrökk í gang. Ramune byrjaði leikinn með látum en svo leið hálftími þar til hún fann markið aftur en þegar það gerðist raðaði hún inn mörkum og um leið opnaðist fyrir samherja hennar. Stjarnan náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og þarf hann að vera mun betri til að liðið eigi möguleika gegn þessu sterka liðið Hauka sem vann fjórtán síðustu leiki sína í deildinni og er búið að vinna alla þrjá til þessa í úrslitakeppninni. Ramune og Maria Ines voru að vanda atkvæðamestar hjá Haukum en Elín Jóna Þorsteinsdóttir var besti leikmaður liðsins með 22 varin skot í markinu. Florentina Stanciu átti í vandræðum fyrir aftan slaka vörn Stjörnunnar en mikil vinna bíður gestanna í kvöld fyrir heimaleikinn á sunnudaginn. Karen: Það er mikið eftir„Þetta er mjög góð byrjun,“ sagði Karen Helga Díönudóttir leikstjórnandi Hauka eftir sigurinn örugga í kvöld. „Í fyrri hálfleik var ekki nógu mikil orka í okkur og við gáfum eftir varnarlega. Við hleyptum þeim í skot á miðsvæðinu sem við ætluðum ekki að gera. Það þéttist í lok fyrri hálfleiks og þá small þetta.“ Karen var óneitanlega ánægð með öruggan sigurinn en hún var samt meðvituð að stærð sigursins skiptir engu máli þegar litið er á heildarstöðu einvígisins. „Það er fínt að byrja þetta svona en það er mikið eftir. Staðan er bara 1-0 þó sigurinn hafi verið stór. „Það skiptir ekki máli hvað þú vinnur með mörgum. Við erum búnar að standa okkur mjög vel eftir áramót og það er ekkert í kortunum segir að við eigum að fara að slaka á,“ sagði Karen en Haukar unnu 14 síðustu leiki sína í deildinni og hefur nú unnið alla þrjá í úrslitakeppninni til þessa. Eina tapið kom í undanúrslitum bikars, í tvíframlengdum leik gegn Gróttu sem tapaði svo fyrir Stjörnunni í úrslitaleiknum. „Við erum fyrir löngu búnar að gleyma honum. Við erum að reyna að búa til ákveðna hefð en ég ætla ekki að segja að það sé að takast fyrr en þetta mót er búið.“ Halldór Harri: Var möguleiki að setja pressu á þær„Mér finnst við leggja þetta ágætlega upp. Við vitum að Ramune (Pekarskyte) er erfið og hún mun skora mörkin,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar. „Við ætluðum að halda hinum í skefjum en sóknarlega náum við ekki fótfestu. Sérstaklega fyrri part seinni hálfleiks þegar við áttum færi á að komast inn í leikinn. „Það var 1-1 eftir níu mínútur í seinni hálfleik. Þar fannst mér möguleikinn okkar vera að brúa þetta bil og setja pressu á þær. Svo kemur kafli þar sem við klikkum og fáum nokkur hraðaupphlaup á okkur,“ sagði Halldór Harri. Stjarnan reyndi að brjóta leikinn upp og taka úr umferð og bakka til baka til skiptis. „Þegar þú ert sex mörkum undir og það er lítið eftir þá þarftu að reyna eitthvað til að sjá hvað gerist. Svo þarf líka að hafa í huga að þetta er sería. Það eru fleiri leikir. Við þurfum að athuga hvað við sjáum úr þessu.“ Halldór Harri lét átta marka tap ekki slá sig út á laginu. Það skipti hann ekki máli hvort liðið tapaði stórt eða naumt. „Eitt mark eða 19 mörk, það skiptir engu. Það er 1-0 og við förum í leikinn á heimavelli. Okkur líður vel þar,“ sagði Halldór Harri sem var alls ekki sáttur við leiktímann í kvöld en leikurinn hófst klukkan 20:50 vegna úrslitaleiks Hauka og KR í Dominos deildinni í körfubolta fyrr um kvöldið í þessu sama húsi. „Mér finnst leiðinlegt að yngri iðkenndur handboltans geti ekki horft á úrslitakeppni kvenna hérna og eru flestir heima sofandi. Mér finnst það asnalegt.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira