Lífið

Rúmenía rekin úr Eurovision

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ovidiu Anton í forkeppninni í Rúmeníu.
Ovidiu Anton í forkeppninni í Rúmeníu. vísir/epa
Rúmenía hefur verið rekin úr Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þar sem rúmenska ríkissjónvarpið hefur ekki borgað skuldir sínar við Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) sem ná aftur til ársins 2007. Er þetta í fyrsta skipti sem þáttökuríki er vísað úr keppninni.

Samkvæmt yfirlýsingu frá EBU skuldar rúmenska ríkissjónvarpið yfir 16 milljónir svissneskra franka. Í yfirlýsingunni segir að það sé með eftirsjá sem EBU reki Rúmeníu úr Eurovision en samtökin höfðu sagt að ríkisstjórn landsins þyrftu að borga skuldirnar fyrir 20. apríl síðastliðinn.

Rúmenía hefur aldrei unnið Eurovision en náði sínum besta árangri árið 2010 þegar lagið Playing with Fire endaði í þriðja sæti. Rúmenía tók fyrst þátt í Eurovision árið 1994 og hefur tekið þátt í öllum úrslitum keppninnar síðan undanúrslitafyrirkomulaginu var komið á árið 2004.

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu EBU:

Ovidiu Anton átti að keppa fyrir hönd Rúmeníu í ár í seinni undanúrslitunum þann 12. maí. Í yfirlýsingu segir Ovidiu að honum þyki þetta ósanngjarnt. Hann reyni þó að brosa og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. Hann segist enn vera sami heiðarlegi listamaðurinn sem vann forkeppnina í Rúmeníu en hann þurfi þó að játa sig sigraðan.

„Hver hefur sigrað mig og af hverju? Sanngjarnt? Ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta á fínlegan hátt svo ég sleppi því...“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.