Erlent

Obama hvetur Breta til að yfirgefa ekki ESB

Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti kom í opinbera heimsókn til Bretlands í morgun og var varla lentur þegar hann var búinn að hrista verulega upp í deilunni um það hvort Bretar eigi að vera áfram í ESB eður ei. Obama skrifaði grein í Daily Telegraph sem birtist í morgun þar sem hann fer yfir málefni líðandi stundar og samskipti Breta og Bandaríkjamanna.

Þar hvetur hann til þess að Bretar hverfi ekki úr Evrópusamstarfinu. Hann segir Bandaríkjamenn hafa ákveðinn rétt til að hafa skoðun á málinu í ljósi þeirra fórna sem þeir hafi fært í Seinni Heimstyrjöldinni. Þannig væri ESB mikilvægt tæki til að koma í veg fyrir frekari stríðsátök í álfunni.

Hann bætti því við að sterk sameinuð Evrópu dragi ekki úr vægi Breta á alþjóðasviðinu, þvert á móti auki hún væri þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×