"Fór á móti straumnum og gerði það sem hann vildi gera“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2016 23:38 Prince er látinn, 57 ára að aldri. Vísir/Getty „Snillingur er útjaskað orð en Prince var það svo sannarlega. Var. Það er hrikalegt að þurfa að nota þetta orð,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen poppfræðingur um tónlistarmanninn Prince sem lést í dag öllum að óvörum.Dánarorsök eru ókunn en samkvæmt fregnum ytra fannst hann látinn í lyftu á heimili sínu og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Því er einn mesti listamaður síðustu áratuga fallinn frá og skilur hann eftir sig gríðarlegt safn tónlistar og minninga. Prince fæddist árið 1958 og var 57 ára þegar hann lést. Hann byrjaði snemma að semja tónlist en sagt er að hann hafi samið sitt fyrsta lag sjö ára gamall. Hann var gríðarlega iðinn og virðist hafa verið einhverskonar tónlistarleg vél en eftir hann liggja tæplega 40 plötur, þar af fjórar á síðustu 18 mánuðum. Signs of the times, the many faces of #Prince. pic.twitter.com/CneyJuF8wV— AP Interactive (@AP_Interactive) April 21, 2016 Með útgáfu plötunnar Purple Rain sló Prince rækilega í gegn en út kom einnig samnefnd mynd sem að hluta til var byggð á ævi tónlistarmannsins. Hann hlaut m.a Óskarsverðlaunin árið 1985 fyrir tónlistina í þeirri mynd. Stjarna hans ræst á níunda áratug síðustu aldar og var hann oft á tíðum borinn saman við Michael Jackson. Arnar Eggert segir að þó líkja megi þeim saman hafi Prince ákveðna sérstöðu. „Það er merkilegt að hann er þeldökkur listamaður og vinnur úr þeim arfi sem kom fram á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann fer með hann í meginstrauminn, ekkert ólíkt Michael Jackson og því sem hann var að gera,“ segir Arnar. „Michael Jackson var hinsvegar með lagasmiði og pródúsenta. Prince gerði þetta allt sjálfur. Hann útsetti, hann samdi, stýrði upptökum og öll hljóðfæri léku í höndum hans. Þetta var algjört undrabarn á öllum sviðum.“Arnar Eggert Thoroddsen.Ruddi brautina fyrir Kendrick Lamar og Kanye West Arnar segir að Prince hafi verið algjörlega óhræddur við að fara sína eigin leiðir en hafi samt tekist að synda í meginstraumnum og gera vinsæla tónlist. „Hann bjó yfir gríðarlegri orku. Hann byrjaði að búa til tónlist þegar hann var lítill og síðan er hann á milljón fram í rauðan dauðann. Menn eiga oft tímabil þar sem menn detta niður í tónlistarsköpun sinni, svo var aldrei um að ræða hjá Prince.“ „Hann fór á móti straumnum og gerði það sem hann vildi gera. Það gat verið tilraunakennt og öðruvísi og hann sveigði frá þegar hentaði,“ segir Arnar. „Engu að síður var hann einn vinsælasti tónlistarmaður heims á níunda áratugnum með rosalega útvarpssmelli en var líka meistari í allskonar tónlist. Hann gat gert þetta allt saman.“ Prince var áhrifamikill tónlistarmaður og telur Arnar að tónlistarmenn á borð við Kendrick Lamar og Kanye West sem báðir njóta gríðarlegra vinsælda hafi orðið fyrir miklum áhrifum af Prince. „Hann hefur verið innblástur fyrir þessa menn, sérstaklega Kanye West. Að menn geti gert það sem þeir vilja gera innan meginstraumsins þó að það sé einhver djöflasýra. Það er það sem Prince var alltaf að gera.“ „Í tónlistarsögulegu tilliti er risi fallinn frá, það er ekki spurning,“ segir Arnar Eggert en tónlistarheimurinn virðist hreinlega vera í losti yfir andláti Prince ef marka má viðbrögðin í kvöld. „Það var enginn aðdragandi þannig að þetta er algjört áfall, þetta er maður á besta aldri og fellur frá. Þetta er bara sjokk,“ segir Arnar Eggert. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Snillingur er útjaskað orð en Prince var það svo sannarlega. Var. Það er hrikalegt að þurfa að nota þetta orð,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen poppfræðingur um tónlistarmanninn Prince sem lést í dag öllum að óvörum.Dánarorsök eru ókunn en samkvæmt fregnum ytra fannst hann látinn í lyftu á heimili sínu og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Því er einn mesti listamaður síðustu áratuga fallinn frá og skilur hann eftir sig gríðarlegt safn tónlistar og minninga. Prince fæddist árið 1958 og var 57 ára þegar hann lést. Hann byrjaði snemma að semja tónlist en sagt er að hann hafi samið sitt fyrsta lag sjö ára gamall. Hann var gríðarlega iðinn og virðist hafa verið einhverskonar tónlistarleg vél en eftir hann liggja tæplega 40 plötur, þar af fjórar á síðustu 18 mánuðum. Signs of the times, the many faces of #Prince. pic.twitter.com/CneyJuF8wV— AP Interactive (@AP_Interactive) April 21, 2016 Með útgáfu plötunnar Purple Rain sló Prince rækilega í gegn en út kom einnig samnefnd mynd sem að hluta til var byggð á ævi tónlistarmannsins. Hann hlaut m.a Óskarsverðlaunin árið 1985 fyrir tónlistina í þeirri mynd. Stjarna hans ræst á níunda áratug síðustu aldar og var hann oft á tíðum borinn saman við Michael Jackson. Arnar Eggert segir að þó líkja megi þeim saman hafi Prince ákveðna sérstöðu. „Það er merkilegt að hann er þeldökkur listamaður og vinnur úr þeim arfi sem kom fram á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann fer með hann í meginstrauminn, ekkert ólíkt Michael Jackson og því sem hann var að gera,“ segir Arnar. „Michael Jackson var hinsvegar með lagasmiði og pródúsenta. Prince gerði þetta allt sjálfur. Hann útsetti, hann samdi, stýrði upptökum og öll hljóðfæri léku í höndum hans. Þetta var algjört undrabarn á öllum sviðum.“Arnar Eggert Thoroddsen.Ruddi brautina fyrir Kendrick Lamar og Kanye West Arnar segir að Prince hafi verið algjörlega óhræddur við að fara sína eigin leiðir en hafi samt tekist að synda í meginstraumnum og gera vinsæla tónlist. „Hann bjó yfir gríðarlegri orku. Hann byrjaði að búa til tónlist þegar hann var lítill og síðan er hann á milljón fram í rauðan dauðann. Menn eiga oft tímabil þar sem menn detta niður í tónlistarsköpun sinni, svo var aldrei um að ræða hjá Prince.“ „Hann fór á móti straumnum og gerði það sem hann vildi gera. Það gat verið tilraunakennt og öðruvísi og hann sveigði frá þegar hentaði,“ segir Arnar. „Engu að síður var hann einn vinsælasti tónlistarmaður heims á níunda áratugnum með rosalega útvarpssmelli en var líka meistari í allskonar tónlist. Hann gat gert þetta allt saman.“ Prince var áhrifamikill tónlistarmaður og telur Arnar að tónlistarmenn á borð við Kendrick Lamar og Kanye West sem báðir njóta gríðarlegra vinsælda hafi orðið fyrir miklum áhrifum af Prince. „Hann hefur verið innblástur fyrir þessa menn, sérstaklega Kanye West. Að menn geti gert það sem þeir vilja gera innan meginstraumsins þó að það sé einhver djöflasýra. Það er það sem Prince var alltaf að gera.“ „Í tónlistarsögulegu tilliti er risi fallinn frá, það er ekki spurning,“ segir Arnar Eggert en tónlistarheimurinn virðist hreinlega vera í losti yfir andláti Prince ef marka má viðbrögðin í kvöld. „Það var enginn aðdragandi þannig að þetta er algjört áfall, þetta er maður á besta aldri og fellur frá. Þetta er bara sjokk,“ segir Arnar Eggert.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira