Volkswagen samþykkir að kaupa til baka fimm hundruð þúsund bíla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2016 21:55 Volkswagen-svindlið hefur haft mikil áhrif á fyrirtækið. Vísir/getty Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen mun greiða umtalsverðar skaðabætur og bjóðast til þess að kaupa aftur bíla frá viðskiptavinum í Bandaríkjunum vegna stórfellds svindls í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Volkswagen hefur gert samkomulag við yfirvöld í Bandaríkjunum vegna málsins en fyrirtækið mun bjóðast til þess að kaupa til baka allt að fimm hundruð þúsund bíla sem útbúnir voru þeim búnaði sem notaður var til þess að svindla á útblástursmælingum. Ekki er gefið upp hversu háar skaðabætur Volkswagen mun þurfa að greiða viðskiptavinum sínum en upphæðin er sögð vera umtalsverð. Volkswagen lagði til hliðar um 7.3 milljarða dollara til þess að mæta mögulegum sektargreiðslum vegna málsins. Sérfræðingar telja að svindl bílaframleiðendans muni að öllum líkindi kosta fyrirtækið um 32,3 milljarða dollara þegar uppi er staðið en talið er að allt að 11 milljón bílar hafi verið útbúnir búnaðinum sem um ræðir. Hlutabréf Volkswagen hríðféllu eftir að upp var ljóstrað um svindlið en hafa þau hækkað að einhverju leyti eftir að tilkynnt var um samkomulagið við bandarísk yfirvöld. En í hverju fólst svindlið?Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen mun greiða umtalsverðar skaðabætur og bjóðast til þess að kaupa aftur bíla frá viðskiptavinum í Bandaríkjunum vegna stórfellds svindls í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Volkswagen hefur gert samkomulag við yfirvöld í Bandaríkjunum vegna málsins en fyrirtækið mun bjóðast til þess að kaupa til baka allt að fimm hundruð þúsund bíla sem útbúnir voru þeim búnaði sem notaður var til þess að svindla á útblástursmælingum. Ekki er gefið upp hversu háar skaðabætur Volkswagen mun þurfa að greiða viðskiptavinum sínum en upphæðin er sögð vera umtalsverð. Volkswagen lagði til hliðar um 7.3 milljarða dollara til þess að mæta mögulegum sektargreiðslum vegna málsins. Sérfræðingar telja að svindl bílaframleiðendans muni að öllum líkindi kosta fyrirtækið um 32,3 milljarða dollara þegar uppi er staðið en talið er að allt að 11 milljón bílar hafi verið útbúnir búnaðinum sem um ræðir. Hlutabréf Volkswagen hríðféllu eftir að upp var ljóstrað um svindlið en hafa þau hækkað að einhverju leyti eftir að tilkynnt var um samkomulagið við bandarísk yfirvöld. En í hverju fólst svindlið?Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira