Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2016 13:34 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram í komandi forsetakosningum. Guðni hafði lofað þeim sem hvatt hafa hann til framboðs að íhuga málið og hafði gefið út að hann myndi koma undan feldi sínum í sumarbyrjun. Nú á sumardeginum fyrsta birtir hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá því að það fyrsta sem hann sá þegar hann gægðist undan feldi sínum var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Ólafur Ragnar boðaði eftirminnilega til blaðamannafundar á Bessastöðum síðastliðinn mánudag þar sem hann tilkynnti þjóðinni að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Nái Ólafur Ragnar kjöri verður það hans sjötta kjörtímabil í embætti forseta Íslands. Ef hann situr út kjörtímabilið hefur hann verið í embætti forseta Íslands í 24 ár. Guðni hefur þó ekki útilokað framboð og segist á Facebook-síðu sinni ætla að hugsa málið aðeins lengur.Í viðtali við DV í dag segist Guðni haf kosið Ólaf Ragnar árið 1996 en segir að forsetinn fengi ekki atkvæði frá sér í dag. „Forsetinn þarf að segja satt,“ segir Guðni og nefnir þar að Ólafur Ragnar sagði við upphaf ferils síns að átta til tólf ár séu nægur tími í embætti en stefnir nú á aldarfjórðungssetu. „Hér er ekki aðalatriðið að forseti vilji sitja áfram en ég kann ekki við þessi klækjabrögð þótt sumum finnist þau eflaust tær snilld,“ segir Guðni við DV. Tengdar fréttir Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar Tveir hafa hætt við forsetaframboð eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um endurkjör. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að framboð Ólafs gerbreyti landslaginu. Guðni Th. Jóhannesson, sem hugleitt hefur framboð, kynnir ákvörðun sína síðar í vikunni. 20. apríl 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram í komandi forsetakosningum. Guðni hafði lofað þeim sem hvatt hafa hann til framboðs að íhuga málið og hafði gefið út að hann myndi koma undan feldi sínum í sumarbyrjun. Nú á sumardeginum fyrsta birtir hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá því að það fyrsta sem hann sá þegar hann gægðist undan feldi sínum var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Ólafur Ragnar boðaði eftirminnilega til blaðamannafundar á Bessastöðum síðastliðinn mánudag þar sem hann tilkynnti þjóðinni að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Nái Ólafur Ragnar kjöri verður það hans sjötta kjörtímabil í embætti forseta Íslands. Ef hann situr út kjörtímabilið hefur hann verið í embætti forseta Íslands í 24 ár. Guðni hefur þó ekki útilokað framboð og segist á Facebook-síðu sinni ætla að hugsa málið aðeins lengur.Í viðtali við DV í dag segist Guðni haf kosið Ólaf Ragnar árið 1996 en segir að forsetinn fengi ekki atkvæði frá sér í dag. „Forsetinn þarf að segja satt,“ segir Guðni og nefnir þar að Ólafur Ragnar sagði við upphaf ferils síns að átta til tólf ár séu nægur tími í embætti en stefnir nú á aldarfjórðungssetu. „Hér er ekki aðalatriðið að forseti vilji sitja áfram en ég kann ekki við þessi klækjabrögð þótt sumum finnist þau eflaust tær snilld,“ segir Guðni við DV.
Tengdar fréttir Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar Tveir hafa hætt við forsetaframboð eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um endurkjör. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að framboð Ólafs gerbreyti landslaginu. Guðni Th. Jóhannesson, sem hugleitt hefur framboð, kynnir ákvörðun sína síðar í vikunni. 20. apríl 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00
„Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46
20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30
Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar Tveir hafa hætt við forsetaframboð eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um endurkjör. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að framboð Ólafs gerbreyti landslaginu. Guðni Th. Jóhannesson, sem hugleitt hefur framboð, kynnir ákvörðun sína síðar í vikunni. 20. apríl 2016 07:00