Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. apríl 2016 07:00 Hillary Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum að kvöldi forkosningadags í New York, þar sem hún sigraði með yfirburðum. Fréttablaðið/EPA Hillary Clinton og Donald Trump virðast nú nokkuð örugg orðin með útnefningu eftir úrslit forkosninganna í New York á þriðjudag. Donald Trump ber nú höfuð og herðar yfir aðra repúblikana og Sanders þyrfti að takast hið ómögulega ef hann ætti að komast fram úr Clinton úr því sem komið er. „Kapphlaupið um útnefningu er komið á lokasprettinn og sigur er í sjónmáli,“ sagði Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum. Hún sagði líka við stuðningsmenn Sanders að miklu meira sameini þau en sundraði. Sanders ætlar að hugsa sig eitthvað um, í ljósi niðurstöðunnar frá New York, áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram baráttu sinni. Sigur er vart í sjónmáli lengur en hann hefur ítrekað sagt að hann sé ekki bara að berjast fyrir því að verða forseti heldur til að koma málstað sínum á framfæri, um að bylting þurfi að verða í bandarískum stjórnmálum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem CNN birti í gær, hefur bilið á milli Clinton og Sanders minnkað. Hún mælist þar með 50 prósenta fylgi en hann með 48 prósent. Enn eiga þó eftir að líða þó nokkrar vikur áður en forkosningunum lýkur, og strangt til tekið er enginn enn búinn að tryggja sér meirihluta á landsþingum flokkanna í júlí. Síðasti forkosningadagurinn er 7. júní og þar ganga kjósendur í hinu fjölmenna ríki Kaliforníu til atkvæða. Ekki er víst að niðurstaðan ráðist fyrr en þá, og jafnvel mögulegt að enginn hafi tryggt sér öruggan sigur á landsþingi. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton myndi sigra Trump í forsetakosningum, verði þau forsetaefni flokka sinna. Samkvæmt samantekt RealClearPolitics.com á könnunum síðustu vikurnar er Clinton spáð 48,8 prósenta fylgi en Trump 39,5 prósentum. Trump sló hins vegar að nokkru nýjan tón í sigurræðu sinni eftir forkosningarnar í New York. Aldrei þessu vant þótti hann frekar hófsamur í tali, og andstæðingum hans þykir það ekki góðs viti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Hillary Clinton og Donald Trump virðast nú nokkuð örugg orðin með útnefningu eftir úrslit forkosninganna í New York á þriðjudag. Donald Trump ber nú höfuð og herðar yfir aðra repúblikana og Sanders þyrfti að takast hið ómögulega ef hann ætti að komast fram úr Clinton úr því sem komið er. „Kapphlaupið um útnefningu er komið á lokasprettinn og sigur er í sjónmáli,“ sagði Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum. Hún sagði líka við stuðningsmenn Sanders að miklu meira sameini þau en sundraði. Sanders ætlar að hugsa sig eitthvað um, í ljósi niðurstöðunnar frá New York, áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram baráttu sinni. Sigur er vart í sjónmáli lengur en hann hefur ítrekað sagt að hann sé ekki bara að berjast fyrir því að verða forseti heldur til að koma málstað sínum á framfæri, um að bylting þurfi að verða í bandarískum stjórnmálum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem CNN birti í gær, hefur bilið á milli Clinton og Sanders minnkað. Hún mælist þar með 50 prósenta fylgi en hann með 48 prósent. Enn eiga þó eftir að líða þó nokkrar vikur áður en forkosningunum lýkur, og strangt til tekið er enginn enn búinn að tryggja sér meirihluta á landsþingum flokkanna í júlí. Síðasti forkosningadagurinn er 7. júní og þar ganga kjósendur í hinu fjölmenna ríki Kaliforníu til atkvæða. Ekki er víst að niðurstaðan ráðist fyrr en þá, og jafnvel mögulegt að enginn hafi tryggt sér öruggan sigur á landsþingi. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton myndi sigra Trump í forsetakosningum, verði þau forsetaefni flokka sinna. Samkvæmt samantekt RealClearPolitics.com á könnunum síðustu vikurnar er Clinton spáð 48,8 prósenta fylgi en Trump 39,5 prósentum. Trump sló hins vegar að nokkru nýjan tón í sigurræðu sinni eftir forkosningarnar í New York. Aldrei þessu vant þótti hann frekar hófsamur í tali, og andstæðingum hans þykir það ekki góðs viti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira