Lífið

Vandræðalegasta myndband internetsins?

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónarnir sýndu danshæfileika á öðru stigi en flestar manneskjur þekkja.
Lögregluþjónarnir sýndu danshæfileika á öðru stigi en flestar manneskjur þekkja.
Lögreglan í Nova Scotia í Kanada birti í dag myndband sem mögulega er það vandræðalegasta sem sést hefur á internetinu frá því að Star Wars Kid var og hét. Nokkrir lögregluþjónar tóku sig til og breyttu laginu Hotline Bling eftir Drake. Í laginu biðla þau til ökumanna að hægja á sér þegar ekið er fram hjá lögreglubíl sem er út í kanti.

Hér er dæmi af texta lagsins: 

Ever since May 2010, you...

Can be fined if you don’t move,

To the lane farthest from red and blue,

If it’s safe for you to do.

Í tilkynningu frá embættinu segir að myndbandið hafi verið gert til að vekja athygli á svokölluðum Move over lögum frá 2010. Samkvæmt þeim eiga ökumenn að hægja á sér í 60 kílómetra hraða þegar ekið er fram hjá lögreglubílum, slökkviliðsbílum og sjúkrabílum með blikkandi ljós. Margir ökumenn fylgi lögunum ekki og það skapi hættu fyrir lögregluþjóna, sjúkraflutningamenn og fleiri.

Endilega berið saman myndböndin tvo hér að neðan. Ef þið hafið hugmynd af vandræðalegra myndbandi er um að gera að birta það í kommenti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×