Fjárpökkun eða verðmætasköpun? Árni Páll Árnason skrifar 20. apríl 2016 07:00 Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „financialisation“ í atvinnulífinu. Hugtakið er ekki auðþýðanlegt en lýsir því þegar til verður peningaafurð sem auðgar þá sem yfir hana komast, án þess að hún skapi nein ný samfélagsleg verðmæti. Það mætti kalla þetta „fjárpökkun“ því búnir eru til vafningar en það má líka hugsa hugtakið „ónytjafjársýsla“, því um er að ræða fjársýslu sem þjónar ekki neinum hagsmunum raunhagkerfisins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með tryggingu í annarra manna fé eða almannafé. Íslenskt efnahagslíf hefur alla tíð einkennst af því að menn auðgast á að komast yfir aðstöðu eða eignir ríkisins, án þess að eiga fyrir þeim. Marshall-aðstoðin, verktaka fyrir Varnarliðið, lóðaúthlutun í Reykjavík í gamla daga, kvótakerfið og einkavæðing ríkiseigna: Allt hefur verið frátekið fyrir útvalda, sem síðan hafa auðgast á selja það sem þeim var gefið. Allar almenningseignir hafa verið hrifsaðar í valdabaráttu – sumum beinlínis rænt eins og stofnfé sparisjóðanna en öðrum eignum skákað til og frá, eins og við höfum séð þegar valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hafa um árabil þvingað undir sig afl lífeyrissjóða almennings. Þessu verður að breyta með nýjum grundvallarreglum í viðskiptalífinu. Við eigum að setja framleiðniaukningu en ekki bólugróða í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar og koma í veg fyrir að einstaklingar auðgist fyrir annarra manna fé. Hagvöxtur og hagvöxtur er ekki það sama. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, lyftir þeim allra ríkustu og skaðar almenna velsæld. Vegna þessa hefur Samfylkingin boðið hingað til lands hinum heimsfræga hagfræðingi John Kay, sem skrifaði nýverið bókina „Other people‘s money“ sem fengið hefur verðskuldað lof. Hann mun tala á opnum fundi á Grand Hótel kl. 11, sunnudaginn 24. apríl nk. Ég hvet allt áhugafólk um nýjar leikreglur í atvinnulífinu og heilbrigðara fjármálakerfi að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „financialisation“ í atvinnulífinu. Hugtakið er ekki auðþýðanlegt en lýsir því þegar til verður peningaafurð sem auðgar þá sem yfir hana komast, án þess að hún skapi nein ný samfélagsleg verðmæti. Það mætti kalla þetta „fjárpökkun“ því búnir eru til vafningar en það má líka hugsa hugtakið „ónytjafjársýsla“, því um er að ræða fjársýslu sem þjónar ekki neinum hagsmunum raunhagkerfisins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með tryggingu í annarra manna fé eða almannafé. Íslenskt efnahagslíf hefur alla tíð einkennst af því að menn auðgast á að komast yfir aðstöðu eða eignir ríkisins, án þess að eiga fyrir þeim. Marshall-aðstoðin, verktaka fyrir Varnarliðið, lóðaúthlutun í Reykjavík í gamla daga, kvótakerfið og einkavæðing ríkiseigna: Allt hefur verið frátekið fyrir útvalda, sem síðan hafa auðgast á selja það sem þeim var gefið. Allar almenningseignir hafa verið hrifsaðar í valdabaráttu – sumum beinlínis rænt eins og stofnfé sparisjóðanna en öðrum eignum skákað til og frá, eins og við höfum séð þegar valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hafa um árabil þvingað undir sig afl lífeyrissjóða almennings. Þessu verður að breyta með nýjum grundvallarreglum í viðskiptalífinu. Við eigum að setja framleiðniaukningu en ekki bólugróða í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar og koma í veg fyrir að einstaklingar auðgist fyrir annarra manna fé. Hagvöxtur og hagvöxtur er ekki það sama. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, lyftir þeim allra ríkustu og skaðar almenna velsæld. Vegna þessa hefur Samfylkingin boðið hingað til lands hinum heimsfræga hagfræðingi John Kay, sem skrifaði nýverið bókina „Other people‘s money“ sem fengið hefur verðskuldað lof. Hann mun tala á opnum fundi á Grand Hótel kl. 11, sunnudaginn 24. apríl nk. Ég hvet allt áhugafólk um nýjar leikreglur í atvinnulífinu og heilbrigðara fjármálakerfi að mæta.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar