Eyjakonur urðu í dag Lengjubikarmeistarar í A-deild eftir 3-2 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik á Hásteinsvelli.
ÍBV, sem endaði í 5. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra, lagði grunninn að sigrinum með frábærri byrjun en eftir 25 mínútur var staðan orðin 3-0, Eyjakonum í vil.
Clore Lacasse, Lisa-Marie Woods og Rebekah Bass skoruðu mörk ÍBV á þessum magnaða upphafskafla.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir minnkaði muninn í 3-1 á 27. mínútu og hún skoraði svo sitt annað mark fimm mínútum fyrir leikslok. Nær komust Blikar ekki og Eyjakonur fögnuðu 3-2 sigri.
Pepsi-deild kvenna hefst með fjórum leikjum 11. maí. ÍBV fær þá Selfyssinga í heimsókn á meðan Blikar taka á móti KR.
Dúndurbyrjun ÍBV gerði útslagið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn





Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn