Greta mun þar flytja lag sitt Hear Them Calling sem bar sigur úr býtum í undankeppni sjónvarpsins í febrúar. Þar vakti hún mikla athygli fyrir sviðsframkomu og samspil sitt við grafík sem varpað var upp á tjaldið í Háskólabíó þar sem keppnin fór fram.
Söngkonan brá sér í búninginn í dag og sýndi aðdáendum sýnum á Snapchat nú í hádeginu. Búninginn má sjá hér að neðan. Greta hannaði kjólinn ásamt Elmu Bjarney og Flippíu Elísdóttur.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi. Fyrri undanriðillinn fer fram 10. maí en sá seinni 12.maí. Úrslitin verða laugardaginn 14. maí og verður spennandi að sjá hvort Íslendingar munu eiga fulltrúa þar.
