Heldur hlustunarpartí og frumsýnir myndband sama kvöldið Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. apríl 2016 10:30 Aron Can ætlar að gefa út myndband og plötu á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Aron Can Gultekin er ungur og efnilegur rappari úr Grafarvoginum sem hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna. Aron er fæddur árið 1999 og er því ekki mjög gamall en hann hefur þó verið að semja texta og rappa í 6 ár eða síðan hann var 10 ára. Lögin hans Þekkir stráginn og Enginn mórall hafa fengið ágætis viðtökur á YouTube, bæði komin með hátt í 20 þúsund áhorf, og á Prikinu í kvöld ætlar hann að halda hlustunarpartí með nýtt mixteip og frumsýna myndband við tvö lög af plötunni. „Þetta er myndband við lögin Enginn mórall og Grunaður, tvö lög í einu, 9 mínútur. Við vorum ógeðslega heppnir með að fá hann Ágúst Elí, sem er að taka upp myndbandið og vinna í því „as we speak“, með okkur. Við tókum þetta upp hérna heima, ég útskýrði bara fyrir honum hvernig þetta ætti að vera, þetta er allt „one take“, við náðum þessu í fyrstu tilraun og búmm - komið.“Aron Can.Vísir/VilhelmHér er um frumraun Arons að ræða en hann hefur þó verið nokkuð duglegur við að koma fram á tónleikum hingað til, kom m.a. fram á AK Extreme snjóbrettahátíðinni á Akureyri, hefur verið tíður gestur á Prikinu og verður að spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar. „Þetta er átta laga teip, engin „features“ – bara ég. Síðan eru Aron Rafn og Jón Bjarni á öllu öðru, bæði mixi og pródúseringu. Ég ákvað að vera bara einn á þessu teipi, þetta er bara ég að gera mína tónlist. En síðan verð ég í lagi með Emmsjé Gauta á plötunni hans. Mig langar svo mikið að vinna bara með nýjum tónlistarmönnum, allavegana í mínum lögum. Mér finnst geggjað „sweet“ að vera „featured“ í lögum með öðrum af því að ég er nýr að vera í lögum með þessum gæjum, en þegar kemur að mínum lögum vil ég halda mig í mínum hring. Ég og pródúserarnir erum eiginlega hljómsveit, þetta erum bara við strákarnir á þessum teipum,“ segir Aron spurður út í mixteipið. Hann stefnir á að gefa það út á miðvikudaginn og síðan ætti myndbandið að koma út fljótlega á næstu dögum eftir það. Tónlist Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Aron Can Gultekin er ungur og efnilegur rappari úr Grafarvoginum sem hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna. Aron er fæddur árið 1999 og er því ekki mjög gamall en hann hefur þó verið að semja texta og rappa í 6 ár eða síðan hann var 10 ára. Lögin hans Þekkir stráginn og Enginn mórall hafa fengið ágætis viðtökur á YouTube, bæði komin með hátt í 20 þúsund áhorf, og á Prikinu í kvöld ætlar hann að halda hlustunarpartí með nýtt mixteip og frumsýna myndband við tvö lög af plötunni. „Þetta er myndband við lögin Enginn mórall og Grunaður, tvö lög í einu, 9 mínútur. Við vorum ógeðslega heppnir með að fá hann Ágúst Elí, sem er að taka upp myndbandið og vinna í því „as we speak“, með okkur. Við tókum þetta upp hérna heima, ég útskýrði bara fyrir honum hvernig þetta ætti að vera, þetta er allt „one take“, við náðum þessu í fyrstu tilraun og búmm - komið.“Aron Can.Vísir/VilhelmHér er um frumraun Arons að ræða en hann hefur þó verið nokkuð duglegur við að koma fram á tónleikum hingað til, kom m.a. fram á AK Extreme snjóbrettahátíðinni á Akureyri, hefur verið tíður gestur á Prikinu og verður að spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar. „Þetta er átta laga teip, engin „features“ – bara ég. Síðan eru Aron Rafn og Jón Bjarni á öllu öðru, bæði mixi og pródúseringu. Ég ákvað að vera bara einn á þessu teipi, þetta er bara ég að gera mína tónlist. En síðan verð ég í lagi með Emmsjé Gauta á plötunni hans. Mig langar svo mikið að vinna bara með nýjum tónlistarmönnum, allavegana í mínum lögum. Mér finnst geggjað „sweet“ að vera „featured“ í lögum með öðrum af því að ég er nýr að vera í lögum með þessum gæjum, en þegar kemur að mínum lögum vil ég halda mig í mínum hring. Ég og pródúserarnir erum eiginlega hljómsveit, þetta erum bara við strákarnir á þessum teipum,“ segir Aron spurður út í mixteipið. Hann stefnir á að gefa það út á miðvikudaginn og síðan ætti myndbandið að koma út fljótlega á næstu dögum eftir það.
Tónlist Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira