Fellahverfið er ekki gettó Viktoría Hermannsdóttir skrifar 30. apríl 2016 11:00 Nichole lærði íslensku í gegnum börnin á leikskólanum og síðan varð ekki aftur snúið. Vísir/Pjetur „Það besta við Breiðholt eru tækifærin,“ segir Nichole Leigh Mosty þar sem hún tekur skælbrosandi á móti blaðamanni á leikskólanum Ösp í Fellahverfi. Nichole hefur starfað hér í nokkur ár, fyrst sem aðstoðarleikskólastjóri en síðan leikskólastjóri. Leikskólinn er sá fjölmenningarlegasti á landinu, um 80% nemenda af erlendum uppruna. „Síðast þegar ég taldi voru hér börn frá 17 löndum,“ segir Nichole og býður blaðamanni sæti á skrifstofu sinni þar sem fullorðnir og börn eru velkomin. Hún tekur fram að á leikskólanum sé allt mjög heimilislegt.Heillaðist af landinu Nichole flutti til Íslands árið 2000 með íslenskum eiginmanni sínum. Hún er alin upp í Michigan, mitt á milli Detroit og Chicago. Eftir að hafa verið í háskóla í Colorado flutti hún til Boston þaðan sem leiðin lá til Íslands. „Ég segi alltaf að hann hafi dregið mig hingað,“ segir hún hlæjandi. „Ég var að læra að verða kokkur. Ég var á skrítnum stað í lífinu, missti bróður minn í bílslysi, hann var 21 árs og ég að verða tvítug. Þetta var áfall og fjölskyldan í rúst. Foreldrar eiga aldrei að þurfa að horfa á eftir börnunum sínum. Mín leið upp úr þessu var sálfræði og sjálfræði. Ég fór ein til Boston, naut þess að vera þar og kynntist manninum mínum.“ Í framhaldinu heimsótti hún Ísland. „Ég heillaðist strax af landinu og fegurð þess, líklega eins og flestir gera þegar þeir koma hingað í fyrsta skipti. Íslendingar voru svo klikkaðir og skemmtilegir.“ Í framhaldinu ákváðu þau að flytja hingað en hún viðurkennir að fyrst eftir flutningana hafi runnið á hana tvær grímur. „Við bjuggum í kjallaranum hjá tengdaforeldrum mínum. Ég talaði ekki tungumálið og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ef ég talaði ensku þá heyrði maður fólk snúa hausnum. Það hefur margt breyst. Fólk er miklu opnara gagnvart innflytjendum í dag.“Nichole vill að fólk láti sér annt um hverfið sitt og beri virðingu fyrir því.Vísir/PjéturLærði íslensku af börnunum Heillaspor Nichole var þegar hún fékk vinnu á leikskóla í Árbæ. Hún lærði á samfélagið í gegnum börnin. „Maður finnur svo mikla samkennd með börnum. Þau kenndu mér íslensku. Mín hugsun var, hvar er besti staðurinn til að læra. Maður er hræddur að tala nýtt tungumál fyrst. Ég byrjaði að lesa bækur með börnunum, náði ákveðnum orðaforða sem stækkaði svo,“ segir hún. Í framhaldinu fór hún í Kennaraháskólann og lærði leikskólakennarann. Hún útskrifaðist úr náminu með bestu einkunn. „Ég fann mig í þessu. Það er hægt að vera eldhugi í leikskólabransanum,“ segir hún. Í leikskóla þar sem svo margir menningarheimar koma saman eru stundum ólíkar áherslur. Nichole segir þó menningarlega árekstra sjaldgæfa. „Það kemur fyrir. Einfalt dæmi er útivera á leikskólanum. Fólk sem kemur frá heitari löndum vill ekki að börnin sín fari út þegar er kalt. Hérna er allt annað viðhorf, snýst um klæðnað en ekki veðrið. Annar menningarlegur munur er stundum hvernig við tölum við börnin. Í sumum löndum er borin rosalega mikil virðing fyrir kennurum og sumir foreldrar þora ekki að koma með athugasemdir ef þeim finnst eitthvað gott eða ekki gott. Því að ég er leikskólastjóri. Ég er bara Nichole. Við eigum alltaf að geta talað saman og ég vil það.“ Nichole býr í Hólahverfinu ásamt eiginmanni sínum og börnum. Það leist ekki öllum vel á þegar hún ákvað að sækja um starf á leikskólanum Ösp hinum megin í Breiðholti, í hjarta Fellanna. „Það var talað illa um þennan skóla. Það var sagt við mig að ég gæti ekki sótt um þarna, þetta væri ónýtt. Bara að einhver skyldi hafa sett þennan stimpil á skólann varð til þess að ég ákvað að fara að vinna þarna,“ segir Nichole og hristir hausinn yfir því að fólk skuli hafa talað svona um skólann. Hún segist hafa lært margt á starfinu. Fólk hafi mikla fordóma fyrir Fellahverfinu sem séu óþarfir. „Ég hef séð alvöru gettó, þetta er ekki gettó.“ segir hún hlæjandi. „Þó það séu stundum unnin skemmdarverk þá koma þau í bylgjum. Þetta er fjölmennt hverfi. Við þurfum að taka okkur á og fylgjast með. Tala við krakka. Útskýra að þetta sé hverfið okkar og við viljum hafa það fínt,“ segir hún. Þannig að það eru engir brjálæðingar í Fellunum? „Nei, ég er aðalbrjálæðingurinn,“ segir Nichole og skellihlær.Lært margt af starfinu Hún segist hafa lært margt af starfi sínu. „Ég hef lært mikið. Lært um fordóma sem ég vissi ekki að ég ætti til. Ég var með fordóma fyrir fátækt vegna þess að ég vissi ekki hvað þetta var. Ég hef kynnst fólki sem er andlega fátækt, því finnst það ekki hafa tækifæri því það er fætt í Fellahverfi, kláraði ekki nám, er einstætt. Þessi viðhorf, ég þekkti þetta ekki.“ Hún segir þetta miður, á Íslandi hafi bilið breikkað milli ríkra og fátækra. „Þegar ég flutti til Íslands heillaðist ég af því hvað var mikill jöfnuður. Við vitum að þetta hefur breyst. Það er meiri fátækt. Það er fáránlegt að þetta sé svona á landi eins og Íslandi þar sem við getum verið sjálfbær. Það á ekki að vera svona stéttaskipting.“ Nichole hefur látið til sín taka víða. Hún var á lista Bjartrar framtíðar í borgarstjórnarkosningunum. Hún er formaður hverfisráðs Breiðholts. Hún vill að fólk hætti að röfla á Facebook um hvað allt sé slæmt og láti til sín taka, með jákvæðnina að vopni. Þess vegna hefur hún stofnað síðuna Ég love Breiðholt þar sem hún hvetur fólk til þess að láta sér annt um hverfið. „Það hafa verið unnin skemmdarverk á leikskólanum. Rúður brotnar. Ég vil að fólk læri að bera virðingu fyrir umhverfi sínu. Þetta er okkar hverfi og við eigum öll að standa vaktina,“ segir Nichole og bendir á að allt í kring séu blokkir og einhverjir hljóti að hafa séð til skemmdarvarganna. Fólk sé hins vegar hrætt við að skipta sér af. „Það er ekkert mál að tala við fólk. “Jákvætt afl Hún hefur sjálf tekið upp á því að vera sýnilegri. „Ég var að keyra um daginn og þá voru strákar að kveikja í strætóskýli. Ég stoppaði og sagði: „Hvað eruð þið að gera? Þetta er ykkar hverfi og þið viljið ekki að það sé eyðilagt.“ Þeir voru mjög hissa og hlupu í burtu, hafa örugglega haldið að ég væri klikkuð,“ segir Nichole hlæjandi. „En það voru engin átök, þeir bara fóru og hafa örugglega hugsað sinn gang.“ Nichole segir mikilvægt að fólk sýni nágrenni sínu áhuga. „Það er t.d. kona í hverfinu sem hvatti fólk til þess að koma með sér að tína rusl. Það komu mjög margir. Ég held að svona jákvætt afl geti breytt miklu.“ Nichole segir Breiðholtið hafa mikla möguleika. Þar sé gott að búa. „Í Breiðholti búa jafn margir og á Akureyri. Ég vil sjá meiri atvinnu í hverfinu, kaffihús, veitingastaði og fatabúð líka. Matarmarkað. Svo þurfum við sem búum hérna að styðja við þau fyrirtæki sem eru í hverfinu. Það er svo margt skemmtilegt í gangi.“ Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Það besta við Breiðholt eru tækifærin,“ segir Nichole Leigh Mosty þar sem hún tekur skælbrosandi á móti blaðamanni á leikskólanum Ösp í Fellahverfi. Nichole hefur starfað hér í nokkur ár, fyrst sem aðstoðarleikskólastjóri en síðan leikskólastjóri. Leikskólinn er sá fjölmenningarlegasti á landinu, um 80% nemenda af erlendum uppruna. „Síðast þegar ég taldi voru hér börn frá 17 löndum,“ segir Nichole og býður blaðamanni sæti á skrifstofu sinni þar sem fullorðnir og börn eru velkomin. Hún tekur fram að á leikskólanum sé allt mjög heimilislegt.Heillaðist af landinu Nichole flutti til Íslands árið 2000 með íslenskum eiginmanni sínum. Hún er alin upp í Michigan, mitt á milli Detroit og Chicago. Eftir að hafa verið í háskóla í Colorado flutti hún til Boston þaðan sem leiðin lá til Íslands. „Ég segi alltaf að hann hafi dregið mig hingað,“ segir hún hlæjandi. „Ég var að læra að verða kokkur. Ég var á skrítnum stað í lífinu, missti bróður minn í bílslysi, hann var 21 árs og ég að verða tvítug. Þetta var áfall og fjölskyldan í rúst. Foreldrar eiga aldrei að þurfa að horfa á eftir börnunum sínum. Mín leið upp úr þessu var sálfræði og sjálfræði. Ég fór ein til Boston, naut þess að vera þar og kynntist manninum mínum.“ Í framhaldinu heimsótti hún Ísland. „Ég heillaðist strax af landinu og fegurð þess, líklega eins og flestir gera þegar þeir koma hingað í fyrsta skipti. Íslendingar voru svo klikkaðir og skemmtilegir.“ Í framhaldinu ákváðu þau að flytja hingað en hún viðurkennir að fyrst eftir flutningana hafi runnið á hana tvær grímur. „Við bjuggum í kjallaranum hjá tengdaforeldrum mínum. Ég talaði ekki tungumálið og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ef ég talaði ensku þá heyrði maður fólk snúa hausnum. Það hefur margt breyst. Fólk er miklu opnara gagnvart innflytjendum í dag.“Nichole vill að fólk láti sér annt um hverfið sitt og beri virðingu fyrir því.Vísir/PjéturLærði íslensku af börnunum Heillaspor Nichole var þegar hún fékk vinnu á leikskóla í Árbæ. Hún lærði á samfélagið í gegnum börnin. „Maður finnur svo mikla samkennd með börnum. Þau kenndu mér íslensku. Mín hugsun var, hvar er besti staðurinn til að læra. Maður er hræddur að tala nýtt tungumál fyrst. Ég byrjaði að lesa bækur með börnunum, náði ákveðnum orðaforða sem stækkaði svo,“ segir hún. Í framhaldinu fór hún í Kennaraháskólann og lærði leikskólakennarann. Hún útskrifaðist úr náminu með bestu einkunn. „Ég fann mig í þessu. Það er hægt að vera eldhugi í leikskólabransanum,“ segir hún. Í leikskóla þar sem svo margir menningarheimar koma saman eru stundum ólíkar áherslur. Nichole segir þó menningarlega árekstra sjaldgæfa. „Það kemur fyrir. Einfalt dæmi er útivera á leikskólanum. Fólk sem kemur frá heitari löndum vill ekki að börnin sín fari út þegar er kalt. Hérna er allt annað viðhorf, snýst um klæðnað en ekki veðrið. Annar menningarlegur munur er stundum hvernig við tölum við börnin. Í sumum löndum er borin rosalega mikil virðing fyrir kennurum og sumir foreldrar þora ekki að koma með athugasemdir ef þeim finnst eitthvað gott eða ekki gott. Því að ég er leikskólastjóri. Ég er bara Nichole. Við eigum alltaf að geta talað saman og ég vil það.“ Nichole býr í Hólahverfinu ásamt eiginmanni sínum og börnum. Það leist ekki öllum vel á þegar hún ákvað að sækja um starf á leikskólanum Ösp hinum megin í Breiðholti, í hjarta Fellanna. „Það var talað illa um þennan skóla. Það var sagt við mig að ég gæti ekki sótt um þarna, þetta væri ónýtt. Bara að einhver skyldi hafa sett þennan stimpil á skólann varð til þess að ég ákvað að fara að vinna þarna,“ segir Nichole og hristir hausinn yfir því að fólk skuli hafa talað svona um skólann. Hún segist hafa lært margt á starfinu. Fólk hafi mikla fordóma fyrir Fellahverfinu sem séu óþarfir. „Ég hef séð alvöru gettó, þetta er ekki gettó.“ segir hún hlæjandi. „Þó það séu stundum unnin skemmdarverk þá koma þau í bylgjum. Þetta er fjölmennt hverfi. Við þurfum að taka okkur á og fylgjast með. Tala við krakka. Útskýra að þetta sé hverfið okkar og við viljum hafa það fínt,“ segir hún. Þannig að það eru engir brjálæðingar í Fellunum? „Nei, ég er aðalbrjálæðingurinn,“ segir Nichole og skellihlær.Lært margt af starfinu Hún segist hafa lært margt af starfi sínu. „Ég hef lært mikið. Lært um fordóma sem ég vissi ekki að ég ætti til. Ég var með fordóma fyrir fátækt vegna þess að ég vissi ekki hvað þetta var. Ég hef kynnst fólki sem er andlega fátækt, því finnst það ekki hafa tækifæri því það er fætt í Fellahverfi, kláraði ekki nám, er einstætt. Þessi viðhorf, ég þekkti þetta ekki.“ Hún segir þetta miður, á Íslandi hafi bilið breikkað milli ríkra og fátækra. „Þegar ég flutti til Íslands heillaðist ég af því hvað var mikill jöfnuður. Við vitum að þetta hefur breyst. Það er meiri fátækt. Það er fáránlegt að þetta sé svona á landi eins og Íslandi þar sem við getum verið sjálfbær. Það á ekki að vera svona stéttaskipting.“ Nichole hefur látið til sín taka víða. Hún var á lista Bjartrar framtíðar í borgarstjórnarkosningunum. Hún er formaður hverfisráðs Breiðholts. Hún vill að fólk hætti að röfla á Facebook um hvað allt sé slæmt og láti til sín taka, með jákvæðnina að vopni. Þess vegna hefur hún stofnað síðuna Ég love Breiðholt þar sem hún hvetur fólk til þess að láta sér annt um hverfið. „Það hafa verið unnin skemmdarverk á leikskólanum. Rúður brotnar. Ég vil að fólk læri að bera virðingu fyrir umhverfi sínu. Þetta er okkar hverfi og við eigum öll að standa vaktina,“ segir Nichole og bendir á að allt í kring séu blokkir og einhverjir hljóti að hafa séð til skemmdarvarganna. Fólk sé hins vegar hrætt við að skipta sér af. „Það er ekkert mál að tala við fólk. “Jákvætt afl Hún hefur sjálf tekið upp á því að vera sýnilegri. „Ég var að keyra um daginn og þá voru strákar að kveikja í strætóskýli. Ég stoppaði og sagði: „Hvað eruð þið að gera? Þetta er ykkar hverfi og þið viljið ekki að það sé eyðilagt.“ Þeir voru mjög hissa og hlupu í burtu, hafa örugglega haldið að ég væri klikkuð,“ segir Nichole hlæjandi. „En það voru engin átök, þeir bara fóru og hafa örugglega hugsað sinn gang.“ Nichole segir mikilvægt að fólk sýni nágrenni sínu áhuga. „Það er t.d. kona í hverfinu sem hvatti fólk til þess að koma með sér að tína rusl. Það komu mjög margir. Ég held að svona jákvætt afl geti breytt miklu.“ Nichole segir Breiðholtið hafa mikla möguleika. Þar sé gott að búa. „Í Breiðholti búa jafn margir og á Akureyri. Ég vil sjá meiri atvinnu í hverfinu, kaffihús, veitingastaði og fatabúð líka. Matarmarkað. Svo þurfum við sem búum hérna að styðja við þau fyrirtæki sem eru í hverfinu. Það er svo margt skemmtilegt í gangi.“
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira