John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2016 08:45 Blaðamaðurinn og höfundurinn John Carlin verður í hópi þeirra sem flytja erindi og taka þátt í umræðum á ráðstefnunni Að skapa vinningslið í Hörpu á morgun. Carlin er hvað þekktastur fyrir að vera höfundur bókarinnar Playing the Enemy sem fjallaði um hvernig Nelson Mandela notaði rúgbýlandslið Suður-Afríku til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann er mikill Íslandsvinur og var staddur hér á landi vegna Food and Fun hátíðarinnar fyrr á þessu ári þegar hann hitti Ramon Calderon, fyrrum forseta Real Madrid. Sjá einnig: Ramon Calderon: Kalla þetta íslenska kraftaverkið „Við fengum okkur drykk saman á hótelinu. Ég hitti svo Arnar Reynisson og þeir stungu upp á því að ég myndi koma að ráðstefnunni,“ sagði Carlin. Hann mun koma að ráðstefnunni með ýmsum hætti og enda daginn á að taka þátt í umræðum um uppgang litlu landsliðanna í knattspyrnunni. „Ég mun taka þátt í þeim umræðum með Kevin Keegan, einum besta knattspyrnumanni sem uppi hefur verið.“Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: Margt sem má læra af Íslandi Ráðstefnan gengur út á hvað atvinnulífið geti lært af knattspyrnunni en Carlin telur reyndar að knattspyrnan eigi heilmargt ólært af heimi viðskiptanna. „Knattspyrnufélögum um allan heim hefur mistekist að nýta sér stærð íþróttarinnar um allan heim.“ „Ég er til dæmis að tala um félög í Englandi sem eru stór því þau eru með ofurríka einstaklinga á bak við sig. Aðila sem kaupa félög eins og dýra bíla eða hús.“ „Þetta eru menn sem vilja vera stórir og kaupa þess vegna dýra leikmenn, í stað þess að félögin sjálf njóti velgengni á sínum forsendum.“ „Mér finnst það í raun aumkunarvert hversu illa félögunum hefur gengið að nýta sér þessar gríðarlegu vinsældir knattspyrnunnar um allan heim.“Eitthvað er að breytast í heiminum Ísland er ein af mörgum nýlegum dæmum um óvænta velgengni knattspyrnuliða. En Carlin segir að það sé hluti af enn stærri heild sem nái langt út fyrir íþróttina. „Mér virðist að það sé eitthvað sem er skrifað í stjörnurnar - að það sé eitthvað sem er að breytast í jafnvægi alheimsins. Það hefur leitt af sér velgengni ólíklegustu einstaklinga og hópa,“ segir Calrin. „Við erum með sem dæmi Donald Trump í Bandaríkjunum og múslima [Sadiq Khan] sem tók við embætti borgarstjóra í London. Það er svo Leicester City sem varð Englandsmeistari.“ „Í þessu samhengi sé afrek þessa lands sem á ekki nema rúmlega 300 þúsund íbúa og komst í úrslitakeppni EM. Ísland komst þar að auki verðskuldað áfram og er lið sem ekkert annað land mun vanmeta.“ „Það mun enginn halda að það verði létt verk að spila gegn Íslandi. Þegar ég var ungur hefði það verið lágmarkskrafa að England myndi vinna 12-0 sigur á Íslandi. Ég er ekki viss um hver úrslitin yrðu ef þau myndu mætast í dag.“ „Ég myndi jafnvel veðja nokkrum krónum á íslenskan sigur. Það gæti leitt góðan ávinning af sér,“ segir Carlin og bætir við að hann gæti vel ímyndað sér að það sé þess virði að setja einhverja aura á að Ísland verði Evrópumeistari. Miðasala á ráðstefnuna fer fram á tix.is. Donald Trump EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Blaðamaðurinn og höfundurinn John Carlin verður í hópi þeirra sem flytja erindi og taka þátt í umræðum á ráðstefnunni Að skapa vinningslið í Hörpu á morgun. Carlin er hvað þekktastur fyrir að vera höfundur bókarinnar Playing the Enemy sem fjallaði um hvernig Nelson Mandela notaði rúgbýlandslið Suður-Afríku til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann er mikill Íslandsvinur og var staddur hér á landi vegna Food and Fun hátíðarinnar fyrr á þessu ári þegar hann hitti Ramon Calderon, fyrrum forseta Real Madrid. Sjá einnig: Ramon Calderon: Kalla þetta íslenska kraftaverkið „Við fengum okkur drykk saman á hótelinu. Ég hitti svo Arnar Reynisson og þeir stungu upp á því að ég myndi koma að ráðstefnunni,“ sagði Carlin. Hann mun koma að ráðstefnunni með ýmsum hætti og enda daginn á að taka þátt í umræðum um uppgang litlu landsliðanna í knattspyrnunni. „Ég mun taka þátt í þeim umræðum með Kevin Keegan, einum besta knattspyrnumanni sem uppi hefur verið.“Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: Margt sem má læra af Íslandi Ráðstefnan gengur út á hvað atvinnulífið geti lært af knattspyrnunni en Carlin telur reyndar að knattspyrnan eigi heilmargt ólært af heimi viðskiptanna. „Knattspyrnufélögum um allan heim hefur mistekist að nýta sér stærð íþróttarinnar um allan heim.“ „Ég er til dæmis að tala um félög í Englandi sem eru stór því þau eru með ofurríka einstaklinga á bak við sig. Aðila sem kaupa félög eins og dýra bíla eða hús.“ „Þetta eru menn sem vilja vera stórir og kaupa þess vegna dýra leikmenn, í stað þess að félögin sjálf njóti velgengni á sínum forsendum.“ „Mér finnst það í raun aumkunarvert hversu illa félögunum hefur gengið að nýta sér þessar gríðarlegu vinsældir knattspyrnunnar um allan heim.“Eitthvað er að breytast í heiminum Ísland er ein af mörgum nýlegum dæmum um óvænta velgengni knattspyrnuliða. En Carlin segir að það sé hluti af enn stærri heild sem nái langt út fyrir íþróttina. „Mér virðist að það sé eitthvað sem er skrifað í stjörnurnar - að það sé eitthvað sem er að breytast í jafnvægi alheimsins. Það hefur leitt af sér velgengni ólíklegustu einstaklinga og hópa,“ segir Calrin. „Við erum með sem dæmi Donald Trump í Bandaríkjunum og múslima [Sadiq Khan] sem tók við embætti borgarstjóra í London. Það er svo Leicester City sem varð Englandsmeistari.“ „Í þessu samhengi sé afrek þessa lands sem á ekki nema rúmlega 300 þúsund íbúa og komst í úrslitakeppni EM. Ísland komst þar að auki verðskuldað áfram og er lið sem ekkert annað land mun vanmeta.“ „Það mun enginn halda að það verði létt verk að spila gegn Íslandi. Þegar ég var ungur hefði það verið lágmarkskrafa að England myndi vinna 12-0 sigur á Íslandi. Ég er ekki viss um hver úrslitin yrðu ef þau myndu mætast í dag.“ „Ég myndi jafnvel veðja nokkrum krónum á íslenskan sigur. Það gæti leitt góðan ávinning af sér,“ segir Carlin og bætir við að hann gæti vel ímyndað sér að það sé þess virði að setja einhverja aura á að Ísland verði Evrópumeistari. Miðasala á ráðstefnuna fer fram á tix.is.
Donald Trump EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira