Handbolti

Eyjamenn stórhuga: Sigurbergur gerir tveggja ára samning við ÍBV

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Eyjamenn.
Gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Eyjamenn. vísir/valli
ÍBV og Sigurbergur Sveinsson hafa náð samkomulagi um að Sigurbergur muni leika með liðinu næstu 2 keppnistímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV en þar segir að um gífurlegan hvalreka sér að ræða fyrir félagið.

Sigurbergur leikur núna í dönsku úrvalsdeildinni með Team Tvis Holsterbro. Team Tvis Holsterbro sigraði dönsku deildina og er búið að tryggja sig inn í undanúrslit um danska meistaratitilinn. Sigurbergur hefur leikið 56 leiki með A landsliði Íslands og skorað í þeim 65 mörk.

Eins og ávallt verða breytingar á leikmannahópi ÍBV frá einu tímabili til annars.

„Leikmenn fara frá eyjum til að mennta sig og nú þegar hafa þeir Nökkvi Dan Elliðason, Aron Gauti Óskarsson og Svanur Páll Vilhjálmsson ákveðið að flytja sig yfir á höfuðborgarsvæðið til frekari menntunar. Einar Sverrisson hefur samið við uppeldislið sitt Selfoss og þá hefur Andri Heimir Friðriksson rift samningi sínum við félagið til að reyna fyrir sér erlendis,“ segir í yfirlýsingunni.

Á dögunum samdi ÍBV við Róbert Aron Hostert og gerði hann þriggja ára samning við félagið. Eyjamenn ætla sér greinilega stóra hluti á næsta tímabili.


Tengdar fréttir

Róbert Aron samdi við ÍBV

Stórskyttan á heimleið og spilar með ÍBV í Olís-deild karla á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×