Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2016 11:12 Drekinn Haraldur hárfagri við Færeyjar. Mynd/Peder Jacobsson, Expedition America 2016. Norska víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. Skipið var í morgun statt á Selvogsbanka vestan Vestmannaeyja og gæti náð inn á Faxaflóa og ytri höfnina í Reykjavík í kvöld eða nótt. Það siglir fyrir vindi og því eru tímasetningar óvissar því byr ræður en ákveðið er að móttökuathöfn verði í Reykjavíkurhöfn klukkan 14 á morgun, við Sjóminjasafnið. Þetta er stærsta víkingaskip sem smíðað hefur verið í nútíma frá því víkingaöld lauk, 35 metra langskip, og krefst 30 manna áhafnar. Það lagði upp frá Ögvaldsnesi við Haugasund í Noregi þann 23. apríl. Til Íslands kemur skipið frá Þórshöfn í Færeyjum þar sem áhöfnin þurfti að bíða í viku eftir hagstæðum byr. Áður hafði skipið lent í óvæntu viðgerðarstoppi í Leirvík á Hjaltlandseyjum. Eftir mótttökuathöfnina verður skipið verður fært yfir á Austurbugt, sem er bryggjusvæðið við ráðstefnu- og tónlistarhúsið Hörpu. Skipið mun hafa viðdvöl á Íslandi í 2-3 daga. Á þessu tímabíli mun skipið vera opið almenningi milli 16:00-18:00. Leiðangurinn er til að minnast siglingaafreka Leifs Eiríkssonar og félaga fyrir þúsund árum. Frá Reykjavík liggur leiðin áleiðis til Eystribyggðar á Grænlandi, þar sem Eiríkur rauði nam land, en áfangastaðurinn þar er bærinn Qaqortoq við mynni Eiríksfjarðar hins forna. Þaðan er áformað að sigla til Nýfundnalands, til L‘anse aux Meadows, en þar eru einu staðfestu rústir sem fundist hafa í Kanada eftir siglingar norrænna manna, eins og þeim er lýst í fornsögum. Drekinn Haraldur hárfagri siglir síðan inn Saint Lawrence-flóa til Quebec-borgar, þaðan áfram inn á Vötnin miklu og verður meðal annars komið við í Toronto og Chicago. Áætlað er að siglingunni ljúki í Duluth í Minnesota í Bandaríkjunum þann 18. ágúst. Hér má sjá heimasíðu leiðangursins Expedition America 2016. Tengdar fréttir Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Norska víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. Skipið var í morgun statt á Selvogsbanka vestan Vestmannaeyja og gæti náð inn á Faxaflóa og ytri höfnina í Reykjavík í kvöld eða nótt. Það siglir fyrir vindi og því eru tímasetningar óvissar því byr ræður en ákveðið er að móttökuathöfn verði í Reykjavíkurhöfn klukkan 14 á morgun, við Sjóminjasafnið. Þetta er stærsta víkingaskip sem smíðað hefur verið í nútíma frá því víkingaöld lauk, 35 metra langskip, og krefst 30 manna áhafnar. Það lagði upp frá Ögvaldsnesi við Haugasund í Noregi þann 23. apríl. Til Íslands kemur skipið frá Þórshöfn í Færeyjum þar sem áhöfnin þurfti að bíða í viku eftir hagstæðum byr. Áður hafði skipið lent í óvæntu viðgerðarstoppi í Leirvík á Hjaltlandseyjum. Eftir mótttökuathöfnina verður skipið verður fært yfir á Austurbugt, sem er bryggjusvæðið við ráðstefnu- og tónlistarhúsið Hörpu. Skipið mun hafa viðdvöl á Íslandi í 2-3 daga. Á þessu tímabíli mun skipið vera opið almenningi milli 16:00-18:00. Leiðangurinn er til að minnast siglingaafreka Leifs Eiríkssonar og félaga fyrir þúsund árum. Frá Reykjavík liggur leiðin áleiðis til Eystribyggðar á Grænlandi, þar sem Eiríkur rauði nam land, en áfangastaðurinn þar er bærinn Qaqortoq við mynni Eiríksfjarðar hins forna. Þaðan er áformað að sigla til Nýfundnalands, til L‘anse aux Meadows, en þar eru einu staðfestu rústir sem fundist hafa í Kanada eftir siglingar norrænna manna, eins og þeim er lýst í fornsögum. Drekinn Haraldur hárfagri siglir síðan inn Saint Lawrence-flóa til Quebec-borgar, þaðan áfram inn á Vötnin miklu og verður meðal annars komið við í Toronto og Chicago. Áætlað er að siglingunni ljúki í Duluth í Minnesota í Bandaríkjunum þann 18. ágúst. Hér má sjá heimasíðu leiðangursins Expedition America 2016.
Tengdar fréttir Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45
Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30