Aukið fjármagn til Háskóla Íslands: Hlutfall nemenda á hvern kennara of hátt Baldur Helgi Þorkelsson og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir skrifar 14. maí 2016 09:00 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi á nýuppfærðum lista Times Higher Education. Listinn tekur tillit til nokkurra þátta: Rannsóknarstarfs, áhrifa á alþjóðlegum vettvangi, kennsluhátta og námsumhverfis. Af þessum fjórum þáttum er HÍ með lægstu einkunn í kennsluþættinum sem er meðal annars metinn út frá hlutfalli nemenda á hvern kennara. Ef litið er til iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar eru þar um 800 nemendur og 22 fastráðnir kennarar. Virkir nemendur eru um 480 talsins. Því er hlutfall virkra nemenda á kennara 21:1. Í stefnu HÍ 2006-2011 var stefnt á að bæta þetta hlutfall úr 21:1 í 17:1. Staðan er sú að þetta hefur ekki enn tekist og má skýra það að hluta vegna takmarkaðs fjármagns frá ríkinu. Nú er búið að setja fram stefnu HÍ fyrir tímabilið 2016-2021. Í námi og kennsluháttum eru sett fram þau markmið að lækka hlutfall nemanda á hvern kennara til að auka gæði náms og kennslu, og draga þar með úr vinnuálagi kennara. Tvenns konar aðgerðir eru nefndar til að fylgja þessum áætlunum eftir. Annars vegar að fjölga kennurum og hins vegar að breyta fyrirkomulagi við inntöku nemenda. Á Times Higher Education listanum er HÍ í 13. sæti yfir háskóla á Norðurlöndunum. Ef fjármagn til HÍ er borið saman við fjármagn til háskóla á Norðurlöndunum er hann mjög undirfjármagnaður. Miðað við það er í raun ótrúlegt að við séum á listanum.Á myndinni hér fyrir ofan sést að HÍ er fyrir neðan meðaltal OECD ríkjanna og með 30-40% minna fjármagn en Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Þetta er alvarlegt mál og lýsir sér einna helst í því að kennarar eru með fleiri nemendur en æskilegt væri. Þetta fyrirkomulag kemur beint niður á gæðum kennslu. Nú þegar hefur verið sett í stefnu Vísinda- og tækniráðs að fjárframlög til HÍ muni ná svokölluðu Norðurlandameðaltali á hvern nemenda árið 2020. Stefnt var þó að því að ná OECD meðaltalinu í ár en það hefur ekki gengið eftir. Ef HÍ ætlar sér að halda áfram að vera á meðal bestu háskóla heims og klífa lista Times Higher Education enn frekar verður að gera átak í að betrumbæta þátt kennsluhátta í skólanum. Það skilar sér einna best til nemenda og til samfélagsins með betur menntaðra fólki. Það er lykilatriði að ríkisstjórnin leggi áherslu á að láta þessar áætlanir standast. Gæði náms er í hættu ef haldið verður áfram á sömu braut.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Hvernig væri skóli án kennara? 12. maí 2016 09:00 Fjármögnun kennslu heilbrigðisstétta þarf að bæta til muna 13. maí 2016 09:00 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi á nýuppfærðum lista Times Higher Education. Listinn tekur tillit til nokkurra þátta: Rannsóknarstarfs, áhrifa á alþjóðlegum vettvangi, kennsluhátta og námsumhverfis. Af þessum fjórum þáttum er HÍ með lægstu einkunn í kennsluþættinum sem er meðal annars metinn út frá hlutfalli nemenda á hvern kennara. Ef litið er til iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar eru þar um 800 nemendur og 22 fastráðnir kennarar. Virkir nemendur eru um 480 talsins. Því er hlutfall virkra nemenda á kennara 21:1. Í stefnu HÍ 2006-2011 var stefnt á að bæta þetta hlutfall úr 21:1 í 17:1. Staðan er sú að þetta hefur ekki enn tekist og má skýra það að hluta vegna takmarkaðs fjármagns frá ríkinu. Nú er búið að setja fram stefnu HÍ fyrir tímabilið 2016-2021. Í námi og kennsluháttum eru sett fram þau markmið að lækka hlutfall nemanda á hvern kennara til að auka gæði náms og kennslu, og draga þar með úr vinnuálagi kennara. Tvenns konar aðgerðir eru nefndar til að fylgja þessum áætlunum eftir. Annars vegar að fjölga kennurum og hins vegar að breyta fyrirkomulagi við inntöku nemenda. Á Times Higher Education listanum er HÍ í 13. sæti yfir háskóla á Norðurlöndunum. Ef fjármagn til HÍ er borið saman við fjármagn til háskóla á Norðurlöndunum er hann mjög undirfjármagnaður. Miðað við það er í raun ótrúlegt að við séum á listanum.Á myndinni hér fyrir ofan sést að HÍ er fyrir neðan meðaltal OECD ríkjanna og með 30-40% minna fjármagn en Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Þetta er alvarlegt mál og lýsir sér einna helst í því að kennarar eru með fleiri nemendur en æskilegt væri. Þetta fyrirkomulag kemur beint niður á gæðum kennslu. Nú þegar hefur verið sett í stefnu Vísinda- og tækniráðs að fjárframlög til HÍ muni ná svokölluðu Norðurlandameðaltali á hvern nemenda árið 2020. Stefnt var þó að því að ná OECD meðaltalinu í ár en það hefur ekki gengið eftir. Ef HÍ ætlar sér að halda áfram að vera á meðal bestu háskóla heims og klífa lista Times Higher Education enn frekar verður að gera átak í að betrumbæta þátt kennsluhátta í skólanum. Það skilar sér einna best til nemenda og til samfélagsins með betur menntaðra fólki. Það er lykilatriði að ríkisstjórnin leggi áherslu á að láta þessar áætlanir standast. Gæði náms er í hættu ef haldið verður áfram á sömu braut.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun