Skoðun

Davíð og Golíat Grímsson

Ívar Halldórsson skrifar
Hinn pólitíski sunnudagaskóli var á Sprengisandi á Bylgjunni þennan fallega sunnudagsmorgun, og kom boðskapur dagsins mörgum á óvart.

Í stað teygjubyssu var Davíð vopnaður míkrafóni sem varpaði vel miðuðum orðum hans í átt að hinum ófellda risa, sem gnæft hefur hátt yfir þá mörgu andstæðinga sem hann hafa viljað fella. Engum hefur reynst auðvelt að tækla tröllið en svo steig ólíkleg hetja skyndilega inn á völlinn...

Hvernig barátta Davíðs við risann endar er engum ljóst að svo stöddu. En nú horfa allir á slönguna sveiflast hring eftir hring. Hvort um rothögg verði að ræða í þetta skiptið, eins og það sem nafni hans veitti sínum risa forðum daga, er enn á huldu. En þó er víst að samræður á kaffistofum landsins verða líflegar á komandi dögum og vikum.

Í hugann læðist sígildur sunnudagasálmur og hann er einhvern veginn ekki á þessa leið:

Davíð og risinn á Bessastöðum

Hann Davíð var reyndur drengur

Á Sprengisandinn hann gekk

Hann fór til að fella risann

þar tækifærið hann fékk

Eitt lítið orð í belginn hann lét

og staðan öll snérist í hring

Eitt lítið orð í belginn hann lét

og frétt flaug um þjóð alla og þing

Hring eftir hring

og hring eftir hring

Sú frétt flaug um þjóð alla og þing

Uppkomandi kosningar í bobba settu risamann

Uppkomandi kosningar í bobba settu forsetann




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×