Farseðladagur hjá Lars og Heimi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. maí 2016 06:00 Sposkir. Þjálfararnir hafa eflaust legið vel og lengi yfir leikmannamálunum síðustu daga en þurfa að velja 23 í dag. fréttablaðið/pjetur Það verða einhver brostin hjörtu hjá landsliðsmönnum í knattspyrnu í dag þegar landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynna EM-hópinn sinn. Blaðamannafundur þeirra Lars og Heimis er klukkan 13.15 í dag. Þeir munu velja 23 leikmanna hóp og svo verða einhverjir leikmenn beðnir um að vera í biðstöðu út mánuðinn. Einhverjir í hópnum gætu meiðst og þá þarf að skipta öðrum inn í hópinn. Landsliðið er búið að spila fimm vináttulandsleiki á þessu ári þar sem margir leikmenn hafa fengið tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Sumir hafa nýtt það tækifæri vel en aðrir síður vel. Það er ljóst að baráttan um farseðlana 23 er afar hörð á milli nokkurra leikmanna og ekki munu allir komast til Frakklands sem telja sig eiga erindi þangað. Einnig má búast við því að Lars Lagerbäck gefi það út á þessum fundi hvort hann hafi í hyggju að stýra íslenska landsliðinu áfram eður ei. Samningur Lars við KSÍ rennur út eftir EM í sumar og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur ekki farið leynt með þann vilja sinn að Lars og Heimir haldi áfram með liðið í næstu undankeppni. „Ég verð að ákveða mig áður en EM byrjar og ég þarf að svara því í byrjun maí, í allra síðasta lagi,“ sagði Lars á blaðamannafundi um miðjan mars. Búið var að ganga frá því að Heimir Hallgrímsson haldi áfram sem aðalþjálfari liðsins eftir EM og Heimir hefur tekið ágætlega í það að halda áfram með Lars verði það vilji Svíans að halda áfram starfi sínu fyrir KSÍ. Innlendar Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Það verða einhver brostin hjörtu hjá landsliðsmönnum í knattspyrnu í dag þegar landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynna EM-hópinn sinn. Blaðamannafundur þeirra Lars og Heimis er klukkan 13.15 í dag. Þeir munu velja 23 leikmanna hóp og svo verða einhverjir leikmenn beðnir um að vera í biðstöðu út mánuðinn. Einhverjir í hópnum gætu meiðst og þá þarf að skipta öðrum inn í hópinn. Landsliðið er búið að spila fimm vináttulandsleiki á þessu ári þar sem margir leikmenn hafa fengið tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Sumir hafa nýtt það tækifæri vel en aðrir síður vel. Það er ljóst að baráttan um farseðlana 23 er afar hörð á milli nokkurra leikmanna og ekki munu allir komast til Frakklands sem telja sig eiga erindi þangað. Einnig má búast við því að Lars Lagerbäck gefi það út á þessum fundi hvort hann hafi í hyggju að stýra íslenska landsliðinu áfram eður ei. Samningur Lars við KSÍ rennur út eftir EM í sumar og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur ekki farið leynt með þann vilja sinn að Lars og Heimir haldi áfram með liðið í næstu undankeppni. „Ég verð að ákveða mig áður en EM byrjar og ég þarf að svara því í byrjun maí, í allra síðasta lagi,“ sagði Lars á blaðamannafundi um miðjan mars. Búið var að ganga frá því að Heimir Hallgrímsson haldi áfram sem aðalþjálfari liðsins eftir EM og Heimir hefur tekið ágætlega í það að halda áfram með Lars verði það vilji Svíans að halda áfram starfi sínu fyrir KSÍ.
Innlendar Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira