Lífið

Önnur æfing Gretu Salóme sögð hafa gengið eins og í sögu

Birgir Olgeirsson skrifar
Greta Salóme á sviðinu í Globen í gær.
Greta Salóme á sviðinu í Globen í gær. Vísir/YouTube
Önnur æfing Gretu Salóme fyrir Eurovision-söngvakeppnina gekk vel í gær að sögn sérfræðingi Vísis, Laufeyju Helgu Guðmundsdóttir. Hún var stödd í Globen í Stokkhólmi í Svíþjóð, hvar Eurovision-keppnin fer fram eftir nokkra daga, þegar Greta Salóme taldi í lagið sitt Hear Them Calling sem verður framlag okkar Íslendinga í keppninni í ár.

Áður hafði Vísir sagt fréttir af því að fyrsta æfing Gretu Salóme hefði gengið illa en sú æfing virðist hafa komið að góðum notum því allt virðist hafa gengið eins og í sögu í gær, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.