Bíó og sjónvarp

Þetta er nýi Han Solo

Birgir Olgeirsson skrifar
Alden Ehrenreich mun leika ungan Han Solo.
Alden Ehrenreich mun leika ungan Han Solo. Vísir/EPA
Bandaríski leikarinn Alden Ehrenreich er sagður eiga að fara með hlutverk Han Solo í kvikmynd sem á að segja frá lífi smyglarans mikla áður en hann gekk til liðs við bandalag uppreisnarmanna í Stjörnustríðsmyndunum margfrægu.

Ehrenreich  hefur leikið í myndum á borð við Hail Cesar, Blue Jasmine og Beautiful Creatures. Lítið er vitað um innihald þessarar forsögu Hans Solo en leikstjórar hennar verða Christopher Miller og Phil Lord sem eiga að baki 21 Jump Street-endurgerðina. Handritsskrif verða í höndum Lawrence Kasdan og sonar hans Jon Kasdan.

Fjölmargir ungir menn komu til greina í hlutverk Han Solo, þar á meðal Miles Teller, Logan Lerman, Dave Franco, Ansel Elgort, Ed Westwick, Rami MAlek og Aaron Taylor-Johnson.

Það var Harrison Ford sem gerði Han Solo ódauðlegan í Stjörnustríðsmyndunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.