John Malkovich kynnir mynd sem verður frumsýnd eftir 100 ár Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. maí 2016 13:29 Leikarinn John Malkovich er á leið til Frakklands til þess að vera viðstaddur kvikmyndahátíðina í Cannes sem hefst í næstu viku. Það eitt og sér er auðvitað ekki mjög fréttnæmt en erindi hans í ár er vissulega forvitnilegt. Malkovich er nefnilega að kynna kvikmynd sem ekki verður sýnd fólki fyrr en að 100 árum liðnum. Það þýðir þá líklega að allir sem að myndinni koma og allir sem kynna á verkefnið fyrir á Cannes muni aldrei fá tækifæri til þess að sjá myndina. Hér fyrir ofan má sjá stutta kynningu á verkefninu. Það er áfengisframleiðandinn Louis XIII sem framleiðir myndina en henni er leikstýrt af Robert Rodriguez sem gerði meðan annars myndirnar Sin City og Grindhouse. Um er að ræða vísindaskáldsögu þar sem kvikmyndagerðarmennirnir reyna að spá fyrir hvernig heimurinn verði eftir eina öld. Myndin verður geymd í læstum öryggisskáp sem ómögulegt verður að opna fyrr en árið 2115. Reiknað er með að hún verði sýnd í kvikmyndahúsum í nóvember það árið... verði kvikmyndahús ennþá til yfir höfuð. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarinn John Malkovich er á leið til Frakklands til þess að vera viðstaddur kvikmyndahátíðina í Cannes sem hefst í næstu viku. Það eitt og sér er auðvitað ekki mjög fréttnæmt en erindi hans í ár er vissulega forvitnilegt. Malkovich er nefnilega að kynna kvikmynd sem ekki verður sýnd fólki fyrr en að 100 árum liðnum. Það þýðir þá líklega að allir sem að myndinni koma og allir sem kynna á verkefnið fyrir á Cannes muni aldrei fá tækifæri til þess að sjá myndina. Hér fyrir ofan má sjá stutta kynningu á verkefninu. Það er áfengisframleiðandinn Louis XIII sem framleiðir myndina en henni er leikstýrt af Robert Rodriguez sem gerði meðan annars myndirnar Sin City og Grindhouse. Um er að ræða vísindaskáldsögu þar sem kvikmyndagerðarmennirnir reyna að spá fyrir hvernig heimurinn verði eftir eina öld. Myndin verður geymd í læstum öryggisskáp sem ómögulegt verður að opna fyrr en árið 2115. Reiknað er með að hún verði sýnd í kvikmyndahúsum í nóvember það árið... verði kvikmyndahús ennþá til yfir höfuð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira