Ólafur Arnalds um einelti í æsku: „Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2016 13:14 Ólafur Arnalds, tónlistarmaður Vísir/Valli Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær en með færslunni deildi hann frétt RÚV frá því í gærkvöldi um líkamsárás gegn unglingsstúlku sem tengist einelti. Ólafur segist hafa tárast við að horfa á fréttina og segist ekki geta stillt sig um að tjá sig: „Ég hef svosem ekki oft talað um það en á nokkrum árum á minni grunnskólagöngu varð ég sjálfur fyrir alvarlegu einelti. Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur. Sérstaklega minnisstætt er þegar ég faldi mig grátandi undir borði inní skólastofu í frímínútum á meðan krakkarnir börðu á gluggana að reyna að hræða mig út. Þetta gekk svo langt að eitt sinn labbaði ég heim, fann beittan hníf í skúffu og ætlaði mér út að stinga fólk,“ segir Ólafur í Facebook-færslunni. Tónlistarmaðurinn kveðst hafa verið um 12 ára þegar þetta gerðist. Mamma hans hafi komið að honum og stoppað hann og segir Ólafur að hann hefði líklega aldreið farið mjög langt með þessa hugmynd. Hann gruni hins vegar að þetta hafi verið hans leið til að fá athygli og vera tekinn alvarlega. „Daginn eftir komst ég að því að krakkarnir höfðu þá legið á gluggunum heima. “Af hverju varstu að grenja við mömmu þína í gærkvöldi?”. Þarna var ég farinn að fá regluleg kvíðaköst við tilhugsunina um að mæta þessum krökkum í skólanum. Fyrst þarna var mér tekið alvarlega, en aldrei af skólayfirvöldum. Það var einungis mínum yndislegu foreldrum og skilningsríkum foreldrum nokkurra gerendanna að þakka að þetta var stoppað á endanum. Samheldnin jókst og ég fann mér minn stað í lífinu. En viti menn, það fannst nýtt fórnarlamb og ég skammast mín fyrir að segja að þá stóð ég hjá og gerði lítið til að hjálpa.“ Ólafur segir síðan að það sé auðvelt að detta í hefndargír og óska gerendum alls ills. Hann vill þó að fólk muni að þarna er um börn að ræða og ábyrgðin er 100 prósent hjá skólayfirvöldum og foreldrum. „Gerendurnir eru nefnilega líka fórnarlömb í svona málum. Það gerir enginn svona hluti nema eitthvað sé að og það þarf að hjálpa gerendunum alveg jafn mikið og fórnarlömbunum. Hrós dagsins fær pabbi fórnarlambsins fyrir að gefa RÚV leyfi til að sýna myndbandið. Einelti þarf að stoppa með öllum tiltækum ráðum og last dagsins fá menntamálayfirvöld fyrir að geta ekki tekið á þessu betur. Vonandi verður þessi frétt til þess að einhverjir fara að hugsa sinn gang.“ Færslu Ólafs má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Foreldrar fá engin svör í eineltismáli Foreldrar stúlku sem lenti í líkamsárás af hendi jafnaldra sinna fyrir utan Langholtsskóla á þriðjudagskvöld hafa ekki fengið nein svör um hver viðbrögð skólans verða við einelti sem stúlkan hafi orðið fyrir. 6. maí 2016 07:00 Myndband af árás á unglingsstúlku við Langholtsskóla gengur um samfélagsmiðla Fjórar stúlkur réðust að unglingsstúlku á þriðjudag. Málið tengist grófu einelti. 5. maí 2016 19:20 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær en með færslunni deildi hann frétt RÚV frá því í gærkvöldi um líkamsárás gegn unglingsstúlku sem tengist einelti. Ólafur segist hafa tárast við að horfa á fréttina og segist ekki geta stillt sig um að tjá sig: „Ég hef svosem ekki oft talað um það en á nokkrum árum á minni grunnskólagöngu varð ég sjálfur fyrir alvarlegu einelti. Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur. Sérstaklega minnisstætt er þegar ég faldi mig grátandi undir borði inní skólastofu í frímínútum á meðan krakkarnir börðu á gluggana að reyna að hræða mig út. Þetta gekk svo langt að eitt sinn labbaði ég heim, fann beittan hníf í skúffu og ætlaði mér út að stinga fólk,“ segir Ólafur í Facebook-færslunni. Tónlistarmaðurinn kveðst hafa verið um 12 ára þegar þetta gerðist. Mamma hans hafi komið að honum og stoppað hann og segir Ólafur að hann hefði líklega aldreið farið mjög langt með þessa hugmynd. Hann gruni hins vegar að þetta hafi verið hans leið til að fá athygli og vera tekinn alvarlega. „Daginn eftir komst ég að því að krakkarnir höfðu þá legið á gluggunum heima. “Af hverju varstu að grenja við mömmu þína í gærkvöldi?”. Þarna var ég farinn að fá regluleg kvíðaköst við tilhugsunina um að mæta þessum krökkum í skólanum. Fyrst þarna var mér tekið alvarlega, en aldrei af skólayfirvöldum. Það var einungis mínum yndislegu foreldrum og skilningsríkum foreldrum nokkurra gerendanna að þakka að þetta var stoppað á endanum. Samheldnin jókst og ég fann mér minn stað í lífinu. En viti menn, það fannst nýtt fórnarlamb og ég skammast mín fyrir að segja að þá stóð ég hjá og gerði lítið til að hjálpa.“ Ólafur segir síðan að það sé auðvelt að detta í hefndargír og óska gerendum alls ills. Hann vill þó að fólk muni að þarna er um börn að ræða og ábyrgðin er 100 prósent hjá skólayfirvöldum og foreldrum. „Gerendurnir eru nefnilega líka fórnarlömb í svona málum. Það gerir enginn svona hluti nema eitthvað sé að og það þarf að hjálpa gerendunum alveg jafn mikið og fórnarlömbunum. Hrós dagsins fær pabbi fórnarlambsins fyrir að gefa RÚV leyfi til að sýna myndbandið. Einelti þarf að stoppa með öllum tiltækum ráðum og last dagsins fá menntamálayfirvöld fyrir að geta ekki tekið á þessu betur. Vonandi verður þessi frétt til þess að einhverjir fara að hugsa sinn gang.“ Færslu Ólafs má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Foreldrar fá engin svör í eineltismáli Foreldrar stúlku sem lenti í líkamsárás af hendi jafnaldra sinna fyrir utan Langholtsskóla á þriðjudagskvöld hafa ekki fengið nein svör um hver viðbrögð skólans verða við einelti sem stúlkan hafi orðið fyrir. 6. maí 2016 07:00 Myndband af árás á unglingsstúlku við Langholtsskóla gengur um samfélagsmiðla Fjórar stúlkur réðust að unglingsstúlku á þriðjudag. Málið tengist grófu einelti. 5. maí 2016 19:20 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Foreldrar fá engin svör í eineltismáli Foreldrar stúlku sem lenti í líkamsárás af hendi jafnaldra sinna fyrir utan Langholtsskóla á þriðjudagskvöld hafa ekki fengið nein svör um hver viðbrögð skólans verða við einelti sem stúlkan hafi orðið fyrir. 6. maí 2016 07:00
Myndband af árás á unglingsstúlku við Langholtsskóla gengur um samfélagsmiðla Fjórar stúlkur réðust að unglingsstúlku á þriðjudag. Málið tengist grófu einelti. 5. maí 2016 19:20