Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2016 10:44 Um 1300 gistirými er að finna í Mýrdalshreppi. vísir/heiða Meirihluti sveitastjórnarfólks í Mýrdalshreppi eru aðilar í ferðaþjónustu. Sveitarstjórnin ákvað á dögunum að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort vandamálið og fólk vilji búa í hefðbundnu samfélagi. Sveitarstjórnarmenn séu ekki vanhæfir vegna eiginhagsmuna til ákvörðunartöku sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi er skipuð þeim Elínu Einarsdóttur oddvita, Evu Dögg Þorsteinsdóttur, Þráni Sigurðssyni og Eiríki Tryggva Ástþórssyni og Inga Má Björnssyni. Oddvitinn Elín rekur Sólheimahjáleigu sem býður upp á gistingu fyrir tugi manns og Eva Dögg gistingu í Garðakoti. Báðir staðir eru utan þess svæðis sem bann á útleigu nær til. Þá býður Þráinn Sigurðsson einnig upp á gistingu innan þéttbýlisins.Ákvörðun hefur ekkert með samkeppni að gera Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir engan hafa vikið af fundi þegar ákveðið var að gera breytingarnar, enda engin ástæða verið til. Ákvörðunin hafi ekkert með samkeppni að gera. Mikill skortur sé á íbúðarhúsnæði í bænum sem sé samfélagslegt vandamál og þá sé töluvert ónæði sem hljótist af skammtímaleigunni. Væri fólk að gæta sinna hagsmuna hefði verið auðveldast að takmarka lóðaframboð. Betra væri að útvega fólki lóðum fyrir rekstur gistiheimila en að troða þeim inn í íbúðarhverfi. Hann segir ferðamenn sem sæki í íbúðirnar koma á öllum tímum sólarhringsins og séu að leita að íbúðunum sem valdi ónæði fyrir íbúa bæjarins. Íbúar í Vík vilji búa í hefðbundnu samfélagi þar sem fólk býr í húsunum sínum og greiði sína skatta.Sjá einnig:Breytingar í Berlín vegna Airbnb Hér eftir mun því sveitarstjórnin veita neikvæða umsögn þegar eigendur íbúðahúsnæðis óska eftir leyfi til að leigja út húsnæði til skammtímaleigu. Þeir sem þegar hafa tilskyld leyfi geta haldið þeim til ársins 2022. Um 540 manns búa í Mýrdalshreppi en gistirými í hreppnum eru um 1300 samkvæmt upplýsingum úr Morgunblaðinu í vikunni. Það gera rúmlega tvö rými á hvern íbúa í hreppnum. Hins vegar þarf að hafa í huga að fjölmargir sem koma að rýmunum eru ekki íbúar í hreppnum.Uppfært klukkan 13:59Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Eiríkur Tryggvi Ástþórsson biði einnig upp á gistingu. Hið rétta er að hann leigir hús í sinni eigu til pars sem í framhaldinu rekur heimagistingu. Beðist er velvirðingar á þessu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22 Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Meirihluti sveitastjórnarfólks í Mýrdalshreppi eru aðilar í ferðaþjónustu. Sveitarstjórnin ákvað á dögunum að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort vandamálið og fólk vilji búa í hefðbundnu samfélagi. Sveitarstjórnarmenn séu ekki vanhæfir vegna eiginhagsmuna til ákvörðunartöku sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi er skipuð þeim Elínu Einarsdóttur oddvita, Evu Dögg Þorsteinsdóttur, Þráni Sigurðssyni og Eiríki Tryggva Ástþórssyni og Inga Má Björnssyni. Oddvitinn Elín rekur Sólheimahjáleigu sem býður upp á gistingu fyrir tugi manns og Eva Dögg gistingu í Garðakoti. Báðir staðir eru utan þess svæðis sem bann á útleigu nær til. Þá býður Þráinn Sigurðsson einnig upp á gistingu innan þéttbýlisins.Ákvörðun hefur ekkert með samkeppni að gera Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir engan hafa vikið af fundi þegar ákveðið var að gera breytingarnar, enda engin ástæða verið til. Ákvörðunin hafi ekkert með samkeppni að gera. Mikill skortur sé á íbúðarhúsnæði í bænum sem sé samfélagslegt vandamál og þá sé töluvert ónæði sem hljótist af skammtímaleigunni. Væri fólk að gæta sinna hagsmuna hefði verið auðveldast að takmarka lóðaframboð. Betra væri að útvega fólki lóðum fyrir rekstur gistiheimila en að troða þeim inn í íbúðarhverfi. Hann segir ferðamenn sem sæki í íbúðirnar koma á öllum tímum sólarhringsins og séu að leita að íbúðunum sem valdi ónæði fyrir íbúa bæjarins. Íbúar í Vík vilji búa í hefðbundnu samfélagi þar sem fólk býr í húsunum sínum og greiði sína skatta.Sjá einnig:Breytingar í Berlín vegna Airbnb Hér eftir mun því sveitarstjórnin veita neikvæða umsögn þegar eigendur íbúðahúsnæðis óska eftir leyfi til að leigja út húsnæði til skammtímaleigu. Þeir sem þegar hafa tilskyld leyfi geta haldið þeim til ársins 2022. Um 540 manns búa í Mýrdalshreppi en gistirými í hreppnum eru um 1300 samkvæmt upplýsingum úr Morgunblaðinu í vikunni. Það gera rúmlega tvö rými á hvern íbúa í hreppnum. Hins vegar þarf að hafa í huga að fjölmargir sem koma að rýmunum eru ekki íbúar í hreppnum.Uppfært klukkan 13:59Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Eiríkur Tryggvi Ástþórsson biði einnig upp á gistingu. Hið rétta er að hann leigir hús í sinni eigu til pars sem í framhaldinu rekur heimagistingu. Beðist er velvirðingar á þessu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22 Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22
Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01