Norðurlandamótið í áhaldafimleikum fer fram í Laugarbóli um helgina en þetta er stærsti viðburður ársins hjá Fimleikasambandinu.
Keppni unglinga hefst á morgun, 7. maí, klukkan 10.00. Keppni fullorðinna hefst síðan klukkan 15.00 en þar er líka keppt í liðakeppni og fjölþraut eins og hjá unglingunum.
Landsliðsþjálfarar kvenna hafa valið landsliðshópa sína fyrir NM. Keppt er á heimavelli Ármenninga en fjórir Ármenningar eru í íslenska landsliðinu og því á algjörum heimavelli á NM þetta árið.
Ein af þeim er Irina Sazonova sem vann sér sæti á Ólympíuleikunum á dögunum, fyrst íslenskra fimleikakvenna. Þetta hefur verið flott og sögulegt fimleikaár til þessa og það er von á fimleikaveislu um helgina.
Landsliðshópur kvenna á NM 2016:
Agnes Suto - Gerpla
Dominiqua Alma Belányi - Ármann
Irina Sazonova - Ármann
Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir - Björk
Tinna Óðinsdóttir - Björk
Til vara:
Andrea Ingibjörg Orradóttir - Björk
Norma Dögg Róbertsdóttir - Björk
Landsliðshópur karla á NM 2016:
Arnþór Daði Jónasson - Gerpla
Guðjón Bjarkir Hildarsson - Gerpla
Hrannar Jónsson - Gerpla
Hróbjartur Pálmar Hilmarsson - Gerpla
Jón Sigurður Gunnarsson - Ármann
Sigurður Andrés Sigurðarson - Ármann
Valgað Reinhardsson - Gerpla
NM í fimleikum haldið á Íslandi um helgina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn