Innlent

Foreldrar fá engin svör í eineltismáli

Snærós Sindradóttir skrifar
Krakkarnir sem um ræðir eru í Austurbæjarskóla.
Krakkarnir sem um ræðir eru í Austurbæjarskóla. vísir/e. ól.
Foreldrar stúlku sem lenti í líkamsárás af hendi jafnaldra sinna fyrir utan Langholtsskóla á þriðjudagskvöld hafa ekki fengið nein svör um hver viðbrögð skólans verða við einelti sem stúlkan hafi orðið fyrir.

Í samtali við fréttastofu staðfestir móðir stúlkunnar, sem ekki vill láta nafns síns getið, að hún hafi spurt skólann hvernig brugðist verði við eineltinu en fengið þau svör að skólinn beri við trúnaði og að öðru leyti sé vísað til verklagsreglna. Ekki fáist gefið upp hverjar þær reglur séu.

Í fréttum RÚV í gær kom fram að stúlkan hafi orðið fyrir grófu einelti í Austurbæjarskóla í margar vikur.

Sjálf greinir stúlkan frá því á Facebook að hótanir meintra gerenda í málinu haldi áfram þrátt fyrir fréttaflutning af málinu.

Guðlaug Sturlaugsdóttir skrifstofustjóri grunnskólasviðs Reykjavíkurborgar segir að fundað verði í Austurbæjarskóla snemma dags í dag og farið yfir málið.

„Svona mál eru alltaf alveg ofboðslega viðkvæm. Við förum að sjálfsögðu alltaf strax inn í þetta. Ég kem inn í þetta núna.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×