Innlent

Myndband af árás á unglingsstúlku við Langholtsskóla gengur um samfélagsmiðla

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Árásin átti sér stað við Langholtsskóla.
Árásin átti sér stað við Langholtsskóla. Vísir/Anton
Myndband af líkamsárás sem unglingsstúlka varð fyrir um kvöldmatarleytið á þriðjudagskvöld hefur verið dreift á samfélagsmiðlum. RÚV greindi frá málinu í kvöldfréttum sínum.

Stúlkan er fjórtán ára og hefur sætt grófu einelti í Austurbæjarskóla um nokkurt skeið. Faðir stúlkunnar gagnrýndi úrræðaleysi skólayfirvalda í samtali við fréttastofu RÚV en enginn skólastjórnanda né yfirmaður skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg vildi tjá sig við fréttastofu um málið.

Myndbandið var sýnt í fréttatímanum með leyfi föður stúlkunnar og sýnir það hvernig stúlkunni er haldið niðri, hún öskrar á meðan togað er í hárið á henni og höggin dynja á henni. Fjórar stúlkur áttu upptökin að átökunum en aðeins ein þeirra er sakhæf.

Málið er grafalvarlegt og er í algjörum forgangi hjá lögreglunni.

Í samtali við Vísi í gær staðfesti lögregla að Barnaverndarnefnd hefði verið fengin inn í málið eins og vaninn er. Árásin hefur verið kærð.

Stúlkan var slösuð eftir árásina og flutt á slysadeild.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×