Innlent

Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, átti félag sem skráð var á Tortóla. Stundin og Reykjavík Medía greina frá þessu í dag en umfjöllunin byggir á gögnum úr Panama-lekanum. Þar kemur fram að Benedikt hafi stofnað félagið Greenlight Holdind Luxembourg árið 2000 og að lögmannsstofan Mossac Fonseca hafi séð um umsýslu þess. Félagið var skráð úr fyrirtækjaskrá Tortólu árið 2010 eða um það leyti er lög tóku gildi hér á landi sem gerðu eigendur aflandsfélaga skattskylda vegna tekna á erlendri grundu.

Í gögnunum kemur hvergi fram hvað þetta félag sýslaði með en Benedikt og Guðríður Jónsdóttir kona hans sátu í stjórn félagsins og höfðu prókúru fyrir það. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg sáu um að stofna félagið og færðu það síðan yfir á hjónin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×