Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2016 16:46 Vísir/GVA Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að grípa þegar til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár. Samtökin hafa sent bréf á ríkisstjórn Íslands vegna bráðrar hættu sem stafar af lífríki vatnsins vegna næringarefnaauðgunar. „Ofauðgunin hefur leitt til mikils vaxtar blágerla, svokallaðs leirloss, í vatninu sem dregur úr birtuskilyrðum í vatnsbol og á botni og þar með vexti þörunga, undirstöðufæðu vatnsins. Kúluskíturinn er horfinn af botni, hornsílastofninn hefur aldrei verið minni og bleikjan er svipur hjá sjón miðað við það sem áður var,“ segir í bréfinu. Enn fremur segir þar að Landvernd meti það afar mikilvægt að sameina krafta sveitarstjórnar, ríkisvalds og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Grípa eigi til allra mögulegra aðgerða sem dragi úr áhrifum mannsins á lífríki svæðisins, ekki síst vegna skólplosunar. „Skútustaðahreppur hefur lýst því yfir að hann, einn og sér, hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum svo draga megi úr mengun frá ferðaþjónustu og annarri starfsemi. Landvernd skorar því á ríkisstjórnina að hlaupa undir bagga með sveitarfélaginu í þeim efnum og enn fremur að tryggja fjármagn til frekari rannsókna. Aðkoma ríkisvaldsins er bráðnauðsynleg til að vernda lífríki Mývatns og Laxár.“ Þá segir einnig að forðast eigi alla röskun af mannavöldum á næringarefnaflæðis til vatnsins. Til dæmis fylgi frekari jarðvarmanýtingu í Bjarnarflagi og á Kröflusvæðinu mikil óvissa. Tengdar fréttir Ímynd um ósnortið hálendi þrátt fyrir stíflur, lón og háspennulínur Ef þið haldið að hálendi Íslands sé ósnortið, þá ættuð þið að sjá þessa frétt. 21. apríl 2016 20:00 Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni Veiðifélag Laxár og Krákár segir ástand lífríkis alvarlegt. 1. maí 2016 16:32 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að grípa þegar til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár. Samtökin hafa sent bréf á ríkisstjórn Íslands vegna bráðrar hættu sem stafar af lífríki vatnsins vegna næringarefnaauðgunar. „Ofauðgunin hefur leitt til mikils vaxtar blágerla, svokallaðs leirloss, í vatninu sem dregur úr birtuskilyrðum í vatnsbol og á botni og þar með vexti þörunga, undirstöðufæðu vatnsins. Kúluskíturinn er horfinn af botni, hornsílastofninn hefur aldrei verið minni og bleikjan er svipur hjá sjón miðað við það sem áður var,“ segir í bréfinu. Enn fremur segir þar að Landvernd meti það afar mikilvægt að sameina krafta sveitarstjórnar, ríkisvalds og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Grípa eigi til allra mögulegra aðgerða sem dragi úr áhrifum mannsins á lífríki svæðisins, ekki síst vegna skólplosunar. „Skútustaðahreppur hefur lýst því yfir að hann, einn og sér, hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum svo draga megi úr mengun frá ferðaþjónustu og annarri starfsemi. Landvernd skorar því á ríkisstjórnina að hlaupa undir bagga með sveitarfélaginu í þeim efnum og enn fremur að tryggja fjármagn til frekari rannsókna. Aðkoma ríkisvaldsins er bráðnauðsynleg til að vernda lífríki Mývatns og Laxár.“ Þá segir einnig að forðast eigi alla röskun af mannavöldum á næringarefnaflæðis til vatnsins. Til dæmis fylgi frekari jarðvarmanýtingu í Bjarnarflagi og á Kröflusvæðinu mikil óvissa.
Tengdar fréttir Ímynd um ósnortið hálendi þrátt fyrir stíflur, lón og háspennulínur Ef þið haldið að hálendi Íslands sé ósnortið, þá ættuð þið að sjá þessa frétt. 21. apríl 2016 20:00 Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni Veiðifélag Laxár og Krákár segir ástand lífríkis alvarlegt. 1. maí 2016 16:32 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ímynd um ósnortið hálendi þrátt fyrir stíflur, lón og háspennulínur Ef þið haldið að hálendi Íslands sé ósnortið, þá ættuð þið að sjá þessa frétt. 21. apríl 2016 20:00
Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni Veiðifélag Laxár og Krákár segir ástand lífríkis alvarlegt. 1. maí 2016 16:32