Brexit: Ætti ég að vera eða fara? Lars Christensen skrifar 4. maí 2016 11:10 Should I stay or should I go?“ var titillinn á frægu pönklagi The Clash 1981. En þetta er líka spurningin sem breskir kjósendur þurfa bráð- um að svara – ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða fara – einnig kallað Brexit. Skoðanakannanir gefa til kynna að mjög mjótt verði á mununum á milli stríðandi fylkinga – „vera“ og „fara“. En ef við lítum á hina svokölluðu spámarkaði og hlutföllin hjá veðmöngurum virðast líkur á að Bretar velji að fara úr ESB vera einn þriðji og þar af leiðandi er líklegast – þrátt fyrir jafnar skoðanakannanir – að Bretar velji að vera áfram á ESB. En ekkert er gefið og útganga Breta úr Evrópusambandinu myndi að sjálfsögðu hafa afleiðingar fyrir Bretland, bæði pólitískar og efnahagslegar, en það myndi að sama skapi hafa afleiðingar fyrir hin Evr- ópusambandslöndin og auðvitað fyrir evrópska hagkerfið. Ef við einbeitum okkur að efnahagslegum afleiðingum fyrir Evrópu þá fara þær algerlega eftir ákvörðunum stjórnvalda í Brussel (og sennilega sérstaklega í Berlín og París), en ekkert virðist „góð“ útkoma. Eða eins og Clash söng: „If I go there will be trouble, and if I stay it will be double.“ Við töpum hvernig sem fer – eða öllu heldur, spurningin er ekki bara um það hvort Bretland segi skilið við ESB. Hún er frekar um það hvaða stefnu við munum sjá bæði í Bretlandi og Evrópusambandinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einn möguleikinn er að Evrópusambandið segi: „Heimsku Bretar – nú standið þið einir og við viljum ekkert með ykkur hafa og þið eruð ekki velkomnir á innri markaðnum.“ Hinn möguleikinn gæti verið mun skynsamlegri og betur ígrundaður valkostur – valkostur þar sem leiðtogar Evrópusambandsins viðurkenna að ekki sé allt eins og það ætti að vera í Evrópu, og að kannski sé kominn tími til að staldra við og styrkja það sem raunverulega virkar í Evrópu – innri markaðinn – og gleyma draumnum (martröðinni?) um frekari pólitískan samruna í Evrópu. Það er augljós ástæða til að óttast að við fáum útgáfu af „heimsku Bretar“ valkostinum og í versta falli gætum við séð gripið til verndartolla hjá Evrópusambandinu gegn Bretum. Hvað þetta varðar þarf að hafa í huga að umbótasinnuðu löndin munu missa mikilvægan bandamann ef Bretland fer. Þannig gæti maður óttast að ESB án Bretlands yrði ESB sem stjórnaðist meira af franskri hagfræðihugsun með meira regluverki og ríkisafskiptum af efnahagslífinu, frekar en umbótastefnu frjálsa markaðarins, sem Bretar hafa yfirleitt stutt. Evrópusamband sem stjórnast af „franskri“ hagfræðihugsun væri sannarlega ekki góðar fréttir fyrir evrópska hagkerfið, sem þjáist nú þegar af meiriháttar kerfisvandamálum. En það þarf ekki endilega að vera þannig. Evrópusambandsríkin gætu einnig valið vel ígrundaða kostinn og viðurkennt loksins að fáir Evrópubúar vilja Evrópska ofurríkið og að svarið við vanda Evrópu er einmitt umbætur úr smiðju Breta og minni miðstýring. Ef Evrópa velur þá leið ætti kostnaðurinn við Brexit að verða viðráðanlegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Should I stay or should I go?“ var titillinn á frægu pönklagi The Clash 1981. En þetta er líka spurningin sem breskir kjósendur þurfa bráð- um að svara – ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða fara – einnig kallað Brexit. Skoðanakannanir gefa til kynna að mjög mjótt verði á mununum á milli stríðandi fylkinga – „vera“ og „fara“. En ef við lítum á hina svokölluðu spámarkaði og hlutföllin hjá veðmöngurum virðast líkur á að Bretar velji að fara úr ESB vera einn þriðji og þar af leiðandi er líklegast – þrátt fyrir jafnar skoðanakannanir – að Bretar velji að vera áfram á ESB. En ekkert er gefið og útganga Breta úr Evrópusambandinu myndi að sjálfsögðu hafa afleiðingar fyrir Bretland, bæði pólitískar og efnahagslegar, en það myndi að sama skapi hafa afleiðingar fyrir hin Evr- ópusambandslöndin og auðvitað fyrir evrópska hagkerfið. Ef við einbeitum okkur að efnahagslegum afleiðingum fyrir Evrópu þá fara þær algerlega eftir ákvörðunum stjórnvalda í Brussel (og sennilega sérstaklega í Berlín og París), en ekkert virðist „góð“ útkoma. Eða eins og Clash söng: „If I go there will be trouble, and if I stay it will be double.“ Við töpum hvernig sem fer – eða öllu heldur, spurningin er ekki bara um það hvort Bretland segi skilið við ESB. Hún er frekar um það hvaða stefnu við munum sjá bæði í Bretlandi og Evrópusambandinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einn möguleikinn er að Evrópusambandið segi: „Heimsku Bretar – nú standið þið einir og við viljum ekkert með ykkur hafa og þið eruð ekki velkomnir á innri markaðnum.“ Hinn möguleikinn gæti verið mun skynsamlegri og betur ígrundaður valkostur – valkostur þar sem leiðtogar Evrópusambandsins viðurkenna að ekki sé allt eins og það ætti að vera í Evrópu, og að kannski sé kominn tími til að staldra við og styrkja það sem raunverulega virkar í Evrópu – innri markaðinn – og gleyma draumnum (martröðinni?) um frekari pólitískan samruna í Evrópu. Það er augljós ástæða til að óttast að við fáum útgáfu af „heimsku Bretar“ valkostinum og í versta falli gætum við séð gripið til verndartolla hjá Evrópusambandinu gegn Bretum. Hvað þetta varðar þarf að hafa í huga að umbótasinnuðu löndin munu missa mikilvægan bandamann ef Bretland fer. Þannig gæti maður óttast að ESB án Bretlands yrði ESB sem stjórnaðist meira af franskri hagfræðihugsun með meira regluverki og ríkisafskiptum af efnahagslífinu, frekar en umbótastefnu frjálsa markaðarins, sem Bretar hafa yfirleitt stutt. Evrópusamband sem stjórnast af „franskri“ hagfræðihugsun væri sannarlega ekki góðar fréttir fyrir evrópska hagkerfið, sem þjáist nú þegar af meiriháttar kerfisvandamálum. En það þarf ekki endilega að vera þannig. Evrópusambandsríkin gætu einnig valið vel ígrundaða kostinn og viðurkennt loksins að fáir Evrópubúar vilja Evrópska ofurríkið og að svarið við vanda Evrópu er einmitt umbætur úr smiðju Breta og minni miðstýring. Ef Evrópa velur þá leið ætti kostnaðurinn við Brexit að verða viðráðanlegur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun