Ríður eyðslutöluskandall Mitsubishi að fullu? Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 11:45 Mitsubishi Outlander PHEV. Stutt er síðan að Mitsubishi viðurkenndi að hafa falsað eyðslutölur sínar síðan árið 1991 og rannsókn er hafin innanhúss á því hvernig þetta atvikaðist. Forstjóri bíladeildar Mitsubishi hefur látið hafa eftir sér að þessi skandall gæti riðið bílafyrirtækinu að fullu og að stórfyrirtækið Mitsubishi, sem framleiðir margt annað en bíla, gefist einfaldlega uppá framleiðslu þeirra. Mitsubishi framleiddi tvær bílgerðir fyrir Nissan þar sem þessar fölsuðu eyðslutölur áttu við og nú bíður Nissan eftir frekari upplýsingum frá Mitsubishi og ekki síst um það um hve marga bíla var um að ræða og hvernig eigi að bregðast við því í kjölfarið. Hlutabréf í bíladeild Mitsubishi féllu um helming í kjölfar fréttanna af þessum röngu eyðslutölum og minnkaði virði þeirra um 473 milljarða króna.Ekki fyrsti skandall Mitsubishi Þessi skandall Mitsubishi er sá versti síðan Mitsubishi varð uppvíst af því að framleiða bíla uppúr síðustu aldamótum með svo lélegum öxlum að dekk bíla þeirra áttu það til að einfaldlega falla af þeim. Þessar bilanir urðu Mitsubishi afar kostnaðarsamar. Mitsubishi hefur ekki enn gefið upp á hvern hátt eigendur þeirra bíla sem eru með rangar uppgefnar eyðslutölur verður bættur skaðinn, bæði eigin bíla og bílanna sem fyrirtækið framleiddi fyrir Nissan, en þeir voru ekki fáir, eða 650.000 talsins. Niðurstöður þess gætu orðið til þess að Mitsubishi gæti alfarið hætt að framleiða bíla þar sem bæturnar yrðu fyrirtækinu ofviða. Ranglega uppgefin eyðsla fleiri bílaframleiðenda gæti orðið þeim dýr og mörg þeirra eru nú til skoðunar. Á það ekki bara við bíla Volkswagen, heldur einnig PSA Peugeot Citroën, Mercedes Benz og fleiri framleiðenda. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent
Stutt er síðan að Mitsubishi viðurkenndi að hafa falsað eyðslutölur sínar síðan árið 1991 og rannsókn er hafin innanhúss á því hvernig þetta atvikaðist. Forstjóri bíladeildar Mitsubishi hefur látið hafa eftir sér að þessi skandall gæti riðið bílafyrirtækinu að fullu og að stórfyrirtækið Mitsubishi, sem framleiðir margt annað en bíla, gefist einfaldlega uppá framleiðslu þeirra. Mitsubishi framleiddi tvær bílgerðir fyrir Nissan þar sem þessar fölsuðu eyðslutölur áttu við og nú bíður Nissan eftir frekari upplýsingum frá Mitsubishi og ekki síst um það um hve marga bíla var um að ræða og hvernig eigi að bregðast við því í kjölfarið. Hlutabréf í bíladeild Mitsubishi féllu um helming í kjölfar fréttanna af þessum röngu eyðslutölum og minnkaði virði þeirra um 473 milljarða króna.Ekki fyrsti skandall Mitsubishi Þessi skandall Mitsubishi er sá versti síðan Mitsubishi varð uppvíst af því að framleiða bíla uppúr síðustu aldamótum með svo lélegum öxlum að dekk bíla þeirra áttu það til að einfaldlega falla af þeim. Þessar bilanir urðu Mitsubishi afar kostnaðarsamar. Mitsubishi hefur ekki enn gefið upp á hvern hátt eigendur þeirra bíla sem eru með rangar uppgefnar eyðslutölur verður bættur skaðinn, bæði eigin bíla og bílanna sem fyrirtækið framleiddi fyrir Nissan, en þeir voru ekki fáir, eða 650.000 talsins. Niðurstöður þess gætu orðið til þess að Mitsubishi gæti alfarið hætt að framleiða bíla þar sem bæturnar yrðu fyrirtækinu ofviða. Ranglega uppgefin eyðsla fleiri bílaframleiðenda gæti orðið þeim dýr og mörg þeirra eru nú til skoðunar. Á það ekki bara við bíla Volkswagen, heldur einnig PSA Peugeot Citroën, Mercedes Benz og fleiri framleiðenda.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent