Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 10:01 Vík í Mýrdal vísir/heiða Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma. Vík í Mýrdal er í Mýrdalshreppi og þangað kemur fjöldi ferðamanna á hverju ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. „Við viljum búa hér í hefðbundnu samfélagi fólks sem að lifir hér og hrærist, býr hér og greiðir sína skatta og skyldur. Það vantar húsnæði hér og við erum því í miklum vandræðum,“ sagði Ásgeir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Íbúum hefur fjölgað mikið í Mýrdalshreppi á seinasta ári, eða um 12 prósent. Þá segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag að 1300 gistirými séu í Vík í Mýrdal en þar búa um 540 manns. Hvergi á landinu eru jafnmörg gistirými sé miðað við fjölda íbúa. Bannið snýr að því að sveitarstjórnin hyggst ekki verða oftar við beiðnum þess efnis að húsnæði á staðnum verði breytt í skammtímagististaði, en færst hefur í aukana síðustu ár að fólk leigi út húsnæði til ferðamanna í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Ásgeir segir að ferðaþjónustan sé vissulega á mikilli siglingu í Vík en því fylgi að það vanti fólk til starfa og það þurfi að búa einhvers staðar. Þessar aðgerðir nú eru liður í því að bregðast við húsnæðisvandanum. Ásgeir nefnir að í fyrra hafi verið byggðar 10 íbúðir í þorpinu sem seldust allar. „Þetta er spurningin um þessa útleigu til ferðamanna í 2, 3, 4 nætur. [...] Það var að aukast hér töluvert að fólk væri að kaupa upp eignir og setja beint í svona leigu, fólk sem býr sem sagt ekki hér. Þá var fólk jafnvel að sækja um lóðir til að byggja hús sem hægt væri að setja í svona leigu.“ Ásgeir segir að heimagisting verði ennþá leyfð, það er að fólk geti leigt út herbergi í íbúðum sínum. Svipar þetta nokkuð til banns sem tók gildi í Berlín nú í vikunni þar sem íbúar í borginni mega ekki leigja heilu íbúðirnar eða húsin til ferðamanna til skamms tíma heldur aðeins stök herbergi í íbúðum eða húsum. Þá áréttar Ásgeir að áhrif ferðaþjónustunnar í Vík í Mýrdal séu almennt jákvæð. „Við værum ekki með í 300 manna þorpi nóg af veitingastöðum og kaffihúsum til dæmis til að velja úr ef ekki væri fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ásgeir í Bítinu en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma. Vík í Mýrdal er í Mýrdalshreppi og þangað kemur fjöldi ferðamanna á hverju ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. „Við viljum búa hér í hefðbundnu samfélagi fólks sem að lifir hér og hrærist, býr hér og greiðir sína skatta og skyldur. Það vantar húsnæði hér og við erum því í miklum vandræðum,“ sagði Ásgeir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Íbúum hefur fjölgað mikið í Mýrdalshreppi á seinasta ári, eða um 12 prósent. Þá segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag að 1300 gistirými séu í Vík í Mýrdal en þar búa um 540 manns. Hvergi á landinu eru jafnmörg gistirými sé miðað við fjölda íbúa. Bannið snýr að því að sveitarstjórnin hyggst ekki verða oftar við beiðnum þess efnis að húsnæði á staðnum verði breytt í skammtímagististaði, en færst hefur í aukana síðustu ár að fólk leigi út húsnæði til ferðamanna í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Ásgeir segir að ferðaþjónustan sé vissulega á mikilli siglingu í Vík en því fylgi að það vanti fólk til starfa og það þurfi að búa einhvers staðar. Þessar aðgerðir nú eru liður í því að bregðast við húsnæðisvandanum. Ásgeir nefnir að í fyrra hafi verið byggðar 10 íbúðir í þorpinu sem seldust allar. „Þetta er spurningin um þessa útleigu til ferðamanna í 2, 3, 4 nætur. [...] Það var að aukast hér töluvert að fólk væri að kaupa upp eignir og setja beint í svona leigu, fólk sem býr sem sagt ekki hér. Þá var fólk jafnvel að sækja um lóðir til að byggja hús sem hægt væri að setja í svona leigu.“ Ásgeir segir að heimagisting verði ennþá leyfð, það er að fólk geti leigt út herbergi í íbúðum sínum. Svipar þetta nokkuð til banns sem tók gildi í Berlín nú í vikunni þar sem íbúar í borginni mega ekki leigja heilu íbúðirnar eða húsin til ferðamanna til skamms tíma heldur aðeins stök herbergi í íbúðum eða húsum. Þá áréttar Ásgeir að áhrif ferðaþjónustunnar í Vík í Mýrdal séu almennt jákvæð. „Við værum ekki með í 300 manna þorpi nóg af veitingastöðum og kaffihúsum til dæmis til að velja úr ef ekki væri fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ásgeir í Bítinu en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira