Hættir Volkswagen við Golf R400 vegna dísilvélasvindlsins? Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 09:34 Volkswagen Golf R400. Bílablaðið Automotive News sgist hafa heimildir fyrir því að fyrirhugaði Golf R400 kraftaköggullinn sem afar langt var kominn í þróun hjá Volkswagen verði ekki smíðaður. Ástæða þess væri að öll smíði nýrra bíla sem ekki væri bráðnauðsynleg fyrirtækinu yrði skorin niður og félli smíði þess öfluga bíls undir það. Þróunarkostnaður hefur verið grimmilega skorinn niður hjá Volkswagen frá uppgötvun dísilvélasvindlsins og sölulágar bílgerðir skornar niður. Volkswagen Golf R400 er 400 hestöfl sem fást úr aðeins 2,0 lítra vél og slíkur sýningarbíll var á bílasýningunni í Peking fyrir réttum tveimur árum. Þá var sagt að bíllinn færi í framleiðslu en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og þeir Volkswagen menn sáu ekki fyrir þau vandræði sem fyrirtækið átti eftir að koma sér í með uppgötvun dísilvélasvindlsins síðasta haust.Vélin notuð í Audi bílSá þróunarkostnaður sem nú þegar hefur verið settur í vélina í Golf R400 fer þó ekki til einskis þar sem fyrirhugað er að setja hana í Audi bíl eða bíla. Volkswagen ætlar hinsvegar að huga að smíði næstu kynslóðar Golf R sem er nú 300 hestafla kraftagerð þessa vinsæla bíls. Næsta kynslóð hans á að verða 136 kílóum léttari en núverandi gerð hans og fer hann þá úr um 1.500 kílóum og í aðeins 1.350 kíó og verður þess sprækari. Ekki skal hér lagt mat á það hvort heimildir Automotive news eru réttar og vonandi eru þær það ekki. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent
Bílablaðið Automotive News sgist hafa heimildir fyrir því að fyrirhugaði Golf R400 kraftaköggullinn sem afar langt var kominn í þróun hjá Volkswagen verði ekki smíðaður. Ástæða þess væri að öll smíði nýrra bíla sem ekki væri bráðnauðsynleg fyrirtækinu yrði skorin niður og félli smíði þess öfluga bíls undir það. Þróunarkostnaður hefur verið grimmilega skorinn niður hjá Volkswagen frá uppgötvun dísilvélasvindlsins og sölulágar bílgerðir skornar niður. Volkswagen Golf R400 er 400 hestöfl sem fást úr aðeins 2,0 lítra vél og slíkur sýningarbíll var á bílasýningunni í Peking fyrir réttum tveimur árum. Þá var sagt að bíllinn færi í framleiðslu en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og þeir Volkswagen menn sáu ekki fyrir þau vandræði sem fyrirtækið átti eftir að koma sér í með uppgötvun dísilvélasvindlsins síðasta haust.Vélin notuð í Audi bílSá þróunarkostnaður sem nú þegar hefur verið settur í vélina í Golf R400 fer þó ekki til einskis þar sem fyrirhugað er að setja hana í Audi bíl eða bíla. Volkswagen ætlar hinsvegar að huga að smíði næstu kynslóðar Golf R sem er nú 300 hestafla kraftagerð þessa vinsæla bíls. Næsta kynslóð hans á að verða 136 kílóum léttari en núverandi gerð hans og fer hann þá úr um 1.500 kílóum og í aðeins 1.350 kíó og verður þess sprækari. Ekki skal hér lagt mat á það hvort heimildir Automotive news eru réttar og vonandi eru þær það ekki.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent