Viðskiptaráð fagnar breytingu á byggingareglugerð Sæunn Gísladóttir skrifar 4. maí 2016 09:14 Með breytingunni telur ráðið að stór skref séu stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs. Vísir/GVA Viðskiptaráð Íslands fagnar breytingu umhverfis- og auðlindaráðherra á byggingareglugerð sem undirrituð var í gær. Með breytingunni telur ráðið að stór skref séu stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs – sér í lagi þegar kemur að smærri íbúðum. Stjórnvöld hafa með þessu greitt fyrir því að fleiri einstaklingar geti eignast húsnæði á komandi árum, segir í tilkynningu.Stærsta tækifæri stjórnvalda til lækkunar fasteignaverðs Í nýlegu erindi hagfræðings Viðskiptaráðs kom fram að stærsta tækifæri stjórnvalda til að lækka íbúðaverð fælist í að stuðla að auknu framboði nýrra íbúða. Veigamikill þáttur í því er að einfalda byggingareglugerð og draga úr öðrum regluverkshindrunum sem auka kostnað byggingaraðila. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að smærri íbúðum, en kostnaður við byggingu þeirra hefur verið aukinn umtalsvert með íþyngjandi reglum á undanförnum árum. Með einföldun byggingareglugerðar hafi stjórnvöld brugðist rétt við umræðunni um að gera þurfi fleirum kleift að eignast húsnæði. Reglugerðin gerði byggingu smærri íbúða afar óhagkvæma, til dæmis með nákvæmum formkröfum um lágmarksstærðir rýma. Eftir breytinguna eru þess í stað sett inn markmið sem veita byggingaraðilanum frelsi við útfærslu hönnunar svo lengi sem þau eru uppfyllt.Fjölmörg tækifæri til umbótaViðskiptaráð og Samtök iðnaðarins réðust í kortlagningu byggingarferlisins hérlendis í árslok 2015. Þar kom fram að flókið regluverk yki bæði tíma og kostnað sem fer í byggingu húsnæðis. Þetta flækjustig leiðir á endanum til hærra húsnæðisverðs. Samtökin hafa ítrekað kalað eftir einfaldara regluverki og breyttri stofnanaumgjörð. Meðal annars ætti að veita Mannvirkjastofnun skýrt íhlutunarvald gagnvart byggingarfulltrúaembættum, samræma reglur um lóðaúthlutanir á landsvísu, fækka atriðum sem farið er yfir við afgreiðslu byggingarleyfis, heimila húsbyggjanda að sinna jafnframt hlutverki byggingarstjóra í sérbýli, þrepaskipta kvöðum um skil hönnunargagna, draga úr umframkröfum í byggingareglugerð, auka notagildi áfrýjunarréttar, einfalda gjaldheimtu sveitarfélaga og fækka sjálfstæðum úttektum. Viðskiptaráð fagnar því sérstaklega sem fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins um að undirbúningur sé hafinn að lagabreytingum til að einfalda stjórnsýslu byggingarmála. Slík einföldun myndi lækka byggingarkostnað enn frekar og styðja við markmið um að auðvelda einstaklingum hérlendis að koma þaki yfir höfuðið. Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands fagnar breytingu umhverfis- og auðlindaráðherra á byggingareglugerð sem undirrituð var í gær. Með breytingunni telur ráðið að stór skref séu stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs – sér í lagi þegar kemur að smærri íbúðum. Stjórnvöld hafa með þessu greitt fyrir því að fleiri einstaklingar geti eignast húsnæði á komandi árum, segir í tilkynningu.Stærsta tækifæri stjórnvalda til lækkunar fasteignaverðs Í nýlegu erindi hagfræðings Viðskiptaráðs kom fram að stærsta tækifæri stjórnvalda til að lækka íbúðaverð fælist í að stuðla að auknu framboði nýrra íbúða. Veigamikill þáttur í því er að einfalda byggingareglugerð og draga úr öðrum regluverkshindrunum sem auka kostnað byggingaraðila. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að smærri íbúðum, en kostnaður við byggingu þeirra hefur verið aukinn umtalsvert með íþyngjandi reglum á undanförnum árum. Með einföldun byggingareglugerðar hafi stjórnvöld brugðist rétt við umræðunni um að gera þurfi fleirum kleift að eignast húsnæði. Reglugerðin gerði byggingu smærri íbúða afar óhagkvæma, til dæmis með nákvæmum formkröfum um lágmarksstærðir rýma. Eftir breytinguna eru þess í stað sett inn markmið sem veita byggingaraðilanum frelsi við útfærslu hönnunar svo lengi sem þau eru uppfyllt.Fjölmörg tækifæri til umbótaViðskiptaráð og Samtök iðnaðarins réðust í kortlagningu byggingarferlisins hérlendis í árslok 2015. Þar kom fram að flókið regluverk yki bæði tíma og kostnað sem fer í byggingu húsnæðis. Þetta flækjustig leiðir á endanum til hærra húsnæðisverðs. Samtökin hafa ítrekað kalað eftir einfaldara regluverki og breyttri stofnanaumgjörð. Meðal annars ætti að veita Mannvirkjastofnun skýrt íhlutunarvald gagnvart byggingarfulltrúaembættum, samræma reglur um lóðaúthlutanir á landsvísu, fækka atriðum sem farið er yfir við afgreiðslu byggingarleyfis, heimila húsbyggjanda að sinna jafnframt hlutverki byggingarstjóra í sérbýli, þrepaskipta kvöðum um skil hönnunargagna, draga úr umframkröfum í byggingareglugerð, auka notagildi áfrýjunarréttar, einfalda gjaldheimtu sveitarfélaga og fækka sjálfstæðum úttektum. Viðskiptaráð fagnar því sérstaklega sem fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins um að undirbúningur sé hafinn að lagabreytingum til að einfalda stjórnsýslu byggingarmála. Slík einföldun myndi lækka byggingarkostnað enn frekar og styðja við markmið um að auðvelda einstaklingum hérlendis að koma þaki yfir höfuðið.
Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira