Haft augastað á náminu í þrjú ár Guðrún Ansnes skrifar 22. apríl 2016 10:00 Vísir/Pjetur Ég þori varla að kaupa mér flugmiðann, enda trúi ég varla að þetta sé að gerast. Þetta er rosalega stór áfangi og ég er ótrúlega spennt,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, markaðsstjóri Tjarnarbíós og framleiðandi, sem nýverið fékk þær fregnir að hún væri á leið í draumanámið sitt við Columbia-háskóla í New York. Þess ber að geta að skólinn er elsti háskólinn í New York, stofnaður 1754. Sameinar ólík áhugasvið Til að toppa það enn frekar hlaut hún hæsta styrk sem hefur verið veittur nemanda við inngöngu í þetta ákveðna nám, sem er við leiklistardeild skólans. „Ég er á leið í meistaranám í stjórnun og framleiðslu sviðslista og var valin inn í bekk sem telur átta til tíu manns,“ segir Hallfríður sem fékk inngöngu í námið eftir umsóknarferli. „Ég skilaði inn ritgerðum og ferilmöppu sem var á við bók um sjálfa mig ásamt ferilskrá með áherslu á störf í leikhúsi, framleiðslu og stjórnun menningar. Ég fór svo í viðtal við valnefnd, fékk að kynnast skólanum og nemendum,“ segir Hallfríður. Námið miðar að því að útskrifa listræna framleiðendur og stjórnendur á sviði leikhúss. „Námið er líkt og sniðið fyrir mig en þar hlýt ég metnaðarfulla kennslu í sköpun og stjórnun leiksýninga og þekkingu á viðskipta- og lögfræðihlið leikhússins. Þarna næ ég að sameina ólík áhugasvið mín,“ segir Hallfríður sem bætir við að námið sé afar einstaklingsmiðað og að hver og einn velji sínar áherslur. Sló til og sótti um Hún segist hlakka til að fá að demba sér beint í skapandi verkefni í stóru borginni. „Samhliða náminu mun ég fara í starfsnám og hafa nemendur fengið tækifæri hjá stórum leikhúsum, framleiðendum og leikstjórum. Ég vil fá praktíkina sem er fólgin í að læra með að gera og þarna fæ ég gullið tækifæri samhliða námi,“ segir hún. „Ég hef haft augastað á þessu námi í þrjú ár og alltaf haft á bakvið eyrað að þetta sé draumurinn. Þó fannst mér alltaf óraunverulegt að þetta yrði að veruleika en ég ákvað að slá til og sækja um. Þetta er síður en svo sjálfgefið,“ útskýrir Hallfríður. Iðar í skinninu Hún segist iða í skinninu eftir að fá að njóta sín í þessum suðupotti ólíkrar menningar og listsköpunar sem New York er. „Nemendur hafa verið að setja upp sýningar víðsvegar um borgina og ég mun örugglega stökkva á þann vagn,“ segir Hallfríður. Spurð um hvort hún ætli sér að leggja bandarískan leikhúsiðnað að fótum sér svarar hún; „Það verður bara að koma í ljós. Mig langar að vinna í alþjóðlegu starfi. Þetta nám heillar því ég vil kynnast leikhúsheimi New York-borgar og öðlast alþjóðlega þekkingu og reynslu en ég hef gríðarmikinn metnað fyrir framtíð leikhúss, lista og kvikmynda hér á landi.“ Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Ég þori varla að kaupa mér flugmiðann, enda trúi ég varla að þetta sé að gerast. Þetta er rosalega stór áfangi og ég er ótrúlega spennt,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, markaðsstjóri Tjarnarbíós og framleiðandi, sem nýverið fékk þær fregnir að hún væri á leið í draumanámið sitt við Columbia-háskóla í New York. Þess ber að geta að skólinn er elsti háskólinn í New York, stofnaður 1754. Sameinar ólík áhugasvið Til að toppa það enn frekar hlaut hún hæsta styrk sem hefur verið veittur nemanda við inngöngu í þetta ákveðna nám, sem er við leiklistardeild skólans. „Ég er á leið í meistaranám í stjórnun og framleiðslu sviðslista og var valin inn í bekk sem telur átta til tíu manns,“ segir Hallfríður sem fékk inngöngu í námið eftir umsóknarferli. „Ég skilaði inn ritgerðum og ferilmöppu sem var á við bók um sjálfa mig ásamt ferilskrá með áherslu á störf í leikhúsi, framleiðslu og stjórnun menningar. Ég fór svo í viðtal við valnefnd, fékk að kynnast skólanum og nemendum,“ segir Hallfríður. Námið miðar að því að útskrifa listræna framleiðendur og stjórnendur á sviði leikhúss. „Námið er líkt og sniðið fyrir mig en þar hlýt ég metnaðarfulla kennslu í sköpun og stjórnun leiksýninga og þekkingu á viðskipta- og lögfræðihlið leikhússins. Þarna næ ég að sameina ólík áhugasvið mín,“ segir Hallfríður sem bætir við að námið sé afar einstaklingsmiðað og að hver og einn velji sínar áherslur. Sló til og sótti um Hún segist hlakka til að fá að demba sér beint í skapandi verkefni í stóru borginni. „Samhliða náminu mun ég fara í starfsnám og hafa nemendur fengið tækifæri hjá stórum leikhúsum, framleiðendum og leikstjórum. Ég vil fá praktíkina sem er fólgin í að læra með að gera og þarna fæ ég gullið tækifæri samhliða námi,“ segir hún. „Ég hef haft augastað á þessu námi í þrjú ár og alltaf haft á bakvið eyrað að þetta sé draumurinn. Þó fannst mér alltaf óraunverulegt að þetta yrði að veruleika en ég ákvað að slá til og sækja um. Þetta er síður en svo sjálfgefið,“ útskýrir Hallfríður. Iðar í skinninu Hún segist iða í skinninu eftir að fá að njóta sín í þessum suðupotti ólíkrar menningar og listsköpunar sem New York er. „Nemendur hafa verið að setja upp sýningar víðsvegar um borgina og ég mun örugglega stökkva á þann vagn,“ segir Hallfríður. Spurð um hvort hún ætli sér að leggja bandarískan leikhúsiðnað að fótum sér svarar hún; „Það verður bara að koma í ljós. Mig langar að vinna í alþjóðlegu starfi. Þetta nám heillar því ég vil kynnast leikhúsheimi New York-borgar og öðlast alþjóðlega þekkingu og reynslu en ég hef gríðarmikinn metnað fyrir framtíð leikhúss, lista og kvikmynda hér á landi.“
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira