Bíó og sjónvarp

Framhald Space Jam komið með leikstjóra

Birgir Olgeirsson skrifar
Líkur á að Space Jam 2 líti dagsins ljós hafa stóraukist eftir að fréttist að leikstjórinn Justin Lin sé byrjaður að vinna að handriti myndarinnar ásamt Andrew Dodge og Alfredo Botello.

Lin á að baki myndirnar Fast & Furious 6 og Star Trek Beyond, sem er væntanleg í kvikmyndahús, en hann mun verða leikstjóri myndarinnar ásamt því að framleiða hana í gegnum fyrirtækið sitt Perfect Storm Entertainment.

Space Jam kom út árið 1996 og skartaði Michael Jordan í aðalhlutverki. Þar þurfti hann að hjálpa nokkrum af teiknimyndapersónum úr Looney Toons að vinna illkvittnar geimverur í körfubolta.

Það var kvikmyndarisinn Warner Bros sem framleiddi þá mynd en fyrirtækið skrifaði undir samning við Lebron James, leikmann Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í Bandaríkjunum, í júlí í fyrra. Eru miklar líkur taldar á að hann muni leika aðalhlutverkið í þessari framhaldsmynd. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.