Bam Margera mættur til að gefa skýrslu vegna árásarinnar á Secret Solstice Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2016 17:14 "Maður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina en málsatvikin eru eins augljós og hugsast getur,“ segir Sveinn Andri verjandi Margera. Vísir Bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Marger mætti til landsins í dag til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna árásar sem hann varð fyrir á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í fyrra. Greint var fyrst frá komu Margera til landsins á DV.is. Málið vakti gífurlega athygli en myndband náðist af því þegar rappararnir Gísli Pálmi og Tiny, Gísli Pálmi Sigurðsson og Egill Ólafur Thorarensen, veittust að Margera laugardaginn 20. júní í fyrra þegar tónlistarhátíðin Secret Solstice stóð sem hæst í Laugardalnum. Átti árásin sér stað í framleiðsluherbergi sem sett hafði verið upp í Þróttaraheimilinu.Forsvarsmenn Secret Solstice sögðu Bam Margera hafa áreitt tvær konur sem sinntu öryggisgæslu á svæðinu og að þeir sem réðust á hann hefðu verið að koma þeim til bjargar. Margera neitaði því, sagðist hafa verið ákveðinn við konurnar en ekki áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, sem Margera vildi meina að skuldaði sér og hljómsveit sinni The Earth Rocker pening.Sjá einnig: Þverneitar fyrir að hafa áreitt starfsfólk Lögmaður Margera er Sveinn Andri Sveinsson en hann segir lögregla hafa átt eftir að taka formlega skýrslu af honum. Hann sagðist hafa mál Margera að sér fljótlega eftir atvikið kom upp. Margera fór eftirminnilega af landi brott í fyrra án þess að gefa skýrslu því honum leiddist biðin eftir lögreglu. Sveinn Andri segir Margera hafa hitt sérfræðinga í Bandaríkjunum vegna áverka sem hann hlaut eftir árásina. Sveinn segir að ákveðið hafi verið að láta íslenska sérfræðinga skoða Margera og munu þeir skila læknisvottorði til lögreglu. Sveinn Andri segir að kvarnast hafi upp úr kinnbeini Margera, rétt undir auganu. Þá hlaut hann þungt högg á vinstra augað og er jafnvel hætta á að hann hafi hlotið varanlegan skaða á auga. „Maður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina en málsatvikin eru eins augljós og hugsast getur. Þarna er hópur manna sem veitir honum áverka með þremur höggum,“ segir Sveinn Andri. Hann segir Margera hafa kært árásina til lögreglu en það sé undir henni komið hverjir séu sakborningar málsins. Hann segir lögregluna með allar upptökur undir höndum frá þessu atviki og það hafi í raun legið ljóst fyrir frá byrjun hverjir væru sakborningar í málinu. Samkvæmt kærunni sakar Margera þá Gísla Pálma og Tiny um árásina ásamt þriðja manni. Sveinn Andri segir formlega bótakröfu verða lagða fram þegar öll læknisvottorð eru komin fram en segir óljóst á þessari stundu hvort gerð verði bótakrafa á Secret Solstice-hátíðina þar sem ekki sé enn komið á hreint hvort þeir sem grunaðir eru um árásina hafi verið starfsmenn hennar. Hann segir Bam Margera líkast til fara af landi brott á morgun. Tengdar fréttir Bam Margera birtir mynd af Gísla Pálma á Instagram Jackass stjarnan hefur ekki náð sér eftir átökin í Laugardalnum. 1. ágúst 2015 11:48 Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Margera hótar hefndaraðgerðum í nýju myndbandi teknu á Frakkastíg Bam Margera upplýsir aðdáendur sína um stöðu mála í lífi hans og hótar hefndaraðgerðum í kjölfar barsmíða. 26. júní 2015 15:49 Leon Hill opnar sig um Margera: Biður fólk um að hætta að bögga Gísla Pálma og Tiny "Ofbeldi er aldrei svarið. En staðreynd málsins er sú að Margera bað um þetta,“ segir Leon Hill um frægustu slagsmál ársins á Íslandi það sem af er ári að minnsta kosti. 1. júlí 2015 12:30 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Marger mætti til landsins í dag til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna árásar sem hann varð fyrir á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í fyrra. Greint var fyrst frá komu Margera til landsins á DV.is. Málið vakti gífurlega athygli en myndband náðist af því þegar rappararnir Gísli Pálmi og Tiny, Gísli Pálmi Sigurðsson og Egill Ólafur Thorarensen, veittust að Margera laugardaginn 20. júní í fyrra þegar tónlistarhátíðin Secret Solstice stóð sem hæst í Laugardalnum. Átti árásin sér stað í framleiðsluherbergi sem sett hafði verið upp í Þróttaraheimilinu.Forsvarsmenn Secret Solstice sögðu Bam Margera hafa áreitt tvær konur sem sinntu öryggisgæslu á svæðinu og að þeir sem réðust á hann hefðu verið að koma þeim til bjargar. Margera neitaði því, sagðist hafa verið ákveðinn við konurnar en ekki áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, sem Margera vildi meina að skuldaði sér og hljómsveit sinni The Earth Rocker pening.Sjá einnig: Þverneitar fyrir að hafa áreitt starfsfólk Lögmaður Margera er Sveinn Andri Sveinsson en hann segir lögregla hafa átt eftir að taka formlega skýrslu af honum. Hann sagðist hafa mál Margera að sér fljótlega eftir atvikið kom upp. Margera fór eftirminnilega af landi brott í fyrra án þess að gefa skýrslu því honum leiddist biðin eftir lögreglu. Sveinn Andri segir Margera hafa hitt sérfræðinga í Bandaríkjunum vegna áverka sem hann hlaut eftir árásina. Sveinn segir að ákveðið hafi verið að láta íslenska sérfræðinga skoða Margera og munu þeir skila læknisvottorði til lögreglu. Sveinn Andri segir að kvarnast hafi upp úr kinnbeini Margera, rétt undir auganu. Þá hlaut hann þungt högg á vinstra augað og er jafnvel hætta á að hann hafi hlotið varanlegan skaða á auga. „Maður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina en málsatvikin eru eins augljós og hugsast getur. Þarna er hópur manna sem veitir honum áverka með þremur höggum,“ segir Sveinn Andri. Hann segir Margera hafa kært árásina til lögreglu en það sé undir henni komið hverjir séu sakborningar málsins. Hann segir lögregluna með allar upptökur undir höndum frá þessu atviki og það hafi í raun legið ljóst fyrir frá byrjun hverjir væru sakborningar í málinu. Samkvæmt kærunni sakar Margera þá Gísla Pálma og Tiny um árásina ásamt þriðja manni. Sveinn Andri segir formlega bótakröfu verða lagða fram þegar öll læknisvottorð eru komin fram en segir óljóst á þessari stundu hvort gerð verði bótakrafa á Secret Solstice-hátíðina þar sem ekki sé enn komið á hreint hvort þeir sem grunaðir eru um árásina hafi verið starfsmenn hennar. Hann segir Bam Margera líkast til fara af landi brott á morgun.
Tengdar fréttir Bam Margera birtir mynd af Gísla Pálma á Instagram Jackass stjarnan hefur ekki náð sér eftir átökin í Laugardalnum. 1. ágúst 2015 11:48 Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Margera hótar hefndaraðgerðum í nýju myndbandi teknu á Frakkastíg Bam Margera upplýsir aðdáendur sína um stöðu mála í lífi hans og hótar hefndaraðgerðum í kjölfar barsmíða. 26. júní 2015 15:49 Leon Hill opnar sig um Margera: Biður fólk um að hætta að bögga Gísla Pálma og Tiny "Ofbeldi er aldrei svarið. En staðreynd málsins er sú að Margera bað um þetta,“ segir Leon Hill um frægustu slagsmál ársins á Íslandi það sem af er ári að minnsta kosti. 1. júlí 2015 12:30 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Sjá meira
Bam Margera birtir mynd af Gísla Pálma á Instagram Jackass stjarnan hefur ekki náð sér eftir átökin í Laugardalnum. 1. ágúst 2015 11:48
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Margera hótar hefndaraðgerðum í nýju myndbandi teknu á Frakkastíg Bam Margera upplýsir aðdáendur sína um stöðu mála í lífi hans og hótar hefndaraðgerðum í kjölfar barsmíða. 26. júní 2015 15:49
Leon Hill opnar sig um Margera: Biður fólk um að hætta að bögga Gísla Pálma og Tiny "Ofbeldi er aldrei svarið. En staðreynd málsins er sú að Margera bað um þetta,“ segir Leon Hill um frægustu slagsmál ársins á Íslandi það sem af er ári að minnsta kosti. 1. júlí 2015 12:30
Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47