McGregor var staddur á Íslandi til að æfa með Gunnari Nelson sem berst um helgina á bardagakvöldi í Rotterdam gegn Rússanum Albert Tumenov.
McGregor neitaði að taka þátt í blaðamannafundi fyrir UFC 200 í Las Vegas en á meðan að MMA-aðdáendur um allan heim veltu fyrir sér hvort að Conor væri alvara birti Mjölnir myndband af æfingu hans með Gunnari Nelson.
Myndbandið hefur verið spilað meira en 1,2 milljón sinnum á Facebook og hefur náð til tveggja milljóna notenda til viðbótar samkvæmt tilkynningu Mjölnis.
Ljóst er að vinsældir McGregor eru gríðarlegar en þrátt fyrir það fær hann ekki að keppa á UFC 200 þrátt fyrir að hafa hætt við að hætta og reynt að koma til móts við Dana White, forseta UFC.
Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan.