„Þetta félag mun aldrei deyja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 20:16 Rúben Amorim, þjálfari Man United. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. Eftir dapran fyrri hálfleik komust Rauðu djöflarnir yfir gegn gangi leiksins þegar Bruno Fernandes skoraði með góðu skoti úr aukaspyrnu. Markið kom í blálok fyrri hálfleiks og virtist gefa lærisveinum Amorim trú, nokkuð sem hefur skort undanfarið. Þó leikurinn hafi endað 1-1 þá fengu heimamenn betri færi en oft áður og gátu verið svekktir með aðeins eitt stig. „Mér fannst við spila vel. Auðvitað viljum við ekki þurfa að verjast svona mikið og láta andstæðinga okkar hafa boltann,“ sagði Amorim eftir leik en sagði þó að leikskipulagið hefði litast af þeim leikmönnum sem voru leikfærir. „Victor Lindelöf hefur til að mynda ekki spilað mikið og Casemiro líður betur í svona leikjum.“ Casemiro fann sig ágætlega á miðjunni.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Þetta snýst líka um andstæðinginn. Síðast pressuðu þeir maður á mann út um allan völl geng PSV í Meistaradeild Evrópu. Það er erfitt að spila gegn því. Við eigum leikmenn sem njóta sín vel í skyndisóknum, Alejandro Garnacho átti virkilega góðan leik.“ „Þegar maður fær á sig mark þá þreytast leikmenn. Við reyndum að velja réttu augnablikin til að pressa hátt.“ Altay Bayindir Tom Heaton Amad Diallo Jonny Evans Harry Maguire Kobbie Mainoo Lisandro Martínez Mason Mount Luke Shaw Manuel Ugarte Patrick Dorgu (Tók út leikbann í dag) „Sem þjálfari Manchester United getur maður ekki spilað of mikið á þennan hátt. Maður verður að reyna vinna leiki. Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsfólkið og maður verður að takast á við það að taka ákvarðanir sem eru ekki alltaf vinsælar.“ Nokkur þúsund mótmæltu eignarhaldi Man United fyrir leik. Amorim var spurður út í það. „Þetta félag mun aldrei deyja, það er nokkuð ljóst. Maður finnur það út á götu. Þetta er stórfyrirtæki og mögulega finnst öllu stuðningsfólki deildarinnar erfiðara að komast á leiki og að það sé að borga meira fyrir miða á völlinn.“ „Við viljum gefa þeim allt sem við eigum. Í framtíðinni munum við ekki spila eins og í dag. Við vorum svo nálægt því að skora annað mark í síðari hálfleik. Við sýndum mikinn baráttuanda og ég tel það mikilvægt. Við þrýstum liðinu fram á við en ekki til baka. Við komumst í aðstæður til að vinna leikinn.“ Að endingu var Amorim spurður út í 18 ára miðvörðinn Ayden Heaven sem var að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið. „Hann spilaði virkilega vel að mínu mati. Honum líður vel á boltanum, er rólegur en samt sem áður aggressífur þegar kemur að því að vinna boltann. Ég tel okkur vera með virkilega góðan leikmann í höndunum.“ Ayden Heaven kom inn í hálfleik vegna meiðsla Leny Yoro.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Eftir dapran fyrri hálfleik komust Rauðu djöflarnir yfir gegn gangi leiksins þegar Bruno Fernandes skoraði með góðu skoti úr aukaspyrnu. Markið kom í blálok fyrri hálfleiks og virtist gefa lærisveinum Amorim trú, nokkuð sem hefur skort undanfarið. Þó leikurinn hafi endað 1-1 þá fengu heimamenn betri færi en oft áður og gátu verið svekktir með aðeins eitt stig. „Mér fannst við spila vel. Auðvitað viljum við ekki þurfa að verjast svona mikið og láta andstæðinga okkar hafa boltann,“ sagði Amorim eftir leik en sagði þó að leikskipulagið hefði litast af þeim leikmönnum sem voru leikfærir. „Victor Lindelöf hefur til að mynda ekki spilað mikið og Casemiro líður betur í svona leikjum.“ Casemiro fann sig ágætlega á miðjunni.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Þetta snýst líka um andstæðinginn. Síðast pressuðu þeir maður á mann út um allan völl geng PSV í Meistaradeild Evrópu. Það er erfitt að spila gegn því. Við eigum leikmenn sem njóta sín vel í skyndisóknum, Alejandro Garnacho átti virkilega góðan leik.“ „Þegar maður fær á sig mark þá þreytast leikmenn. Við reyndum að velja réttu augnablikin til að pressa hátt.“ Altay Bayindir Tom Heaton Amad Diallo Jonny Evans Harry Maguire Kobbie Mainoo Lisandro Martínez Mason Mount Luke Shaw Manuel Ugarte Patrick Dorgu (Tók út leikbann í dag) „Sem þjálfari Manchester United getur maður ekki spilað of mikið á þennan hátt. Maður verður að reyna vinna leiki. Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsfólkið og maður verður að takast á við það að taka ákvarðanir sem eru ekki alltaf vinsælar.“ Nokkur þúsund mótmæltu eignarhaldi Man United fyrir leik. Amorim var spurður út í það. „Þetta félag mun aldrei deyja, það er nokkuð ljóst. Maður finnur það út á götu. Þetta er stórfyrirtæki og mögulega finnst öllu stuðningsfólki deildarinnar erfiðara að komast á leiki og að það sé að borga meira fyrir miða á völlinn.“ „Við viljum gefa þeim allt sem við eigum. Í framtíðinni munum við ekki spila eins og í dag. Við vorum svo nálægt því að skora annað mark í síðari hálfleik. Við sýndum mikinn baráttuanda og ég tel það mikilvægt. Við þrýstum liðinu fram á við en ekki til baka. Við komumst í aðstæður til að vinna leikinn.“ Að endingu var Amorim spurður út í 18 ára miðvörðinn Ayden Heaven sem var að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið. „Hann spilaði virkilega vel að mínu mati. Honum líður vel á boltanum, er rólegur en samt sem áður aggressífur þegar kemur að því að vinna boltann. Ég tel okkur vera með virkilega góðan leikmann í höndunum.“ Ayden Heaven kom inn í hálfleik vegna meiðsla Leny Yoro.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN
Altay Bayindir Tom Heaton Amad Diallo Jonny Evans Harry Maguire Kobbie Mainoo Lisandro Martínez Mason Mount Luke Shaw Manuel Ugarte Patrick Dorgu (Tók út leikbann í dag)
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32