Færeyingar græða á Rússaviðskiptum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. maí 2016 19:45 Færeyingar mokgræða á því að standa utan við viðskiptabann gagnvart Rússlandi og hafa Rússar á skömmum tíma vaxið upp í að verða stærsti kaupandi færeyskra afurða. Þegar Bandaríkin og Evrópusambandið ákváðu að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna Úkraínudeilunnar völdu Færeyingar að standa utan við refsiaðgerðirnar. Fyrir færeyskan efnahag virðist það hafa verið einkar hagfelld ákvörðun miðað við lýsingar danskra fjölmiðla, sem strax í fyrra fóru að segja fréttir af því að Færeyjar möluðu gull vegna viðskiptabannsins. Þetta kemur sér einkar vel fyrir laxeldið, en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyja, enda virðast færeyskir firðir og sundin milli eyjanna henta vel til fiskeldis. Á skömmum tíma hefur Rússlands vaxið upp á að verði stærsti kaupandi færeyskra sjávarafurða, og ekki bara á eldislaxi, heldur einng á þorski, síld og makríl. Takmarkað framboð fiskafurða á Rússlandsmarkaði vegna viðskiptabannsins veldur því jafnframt að Færeyingar fá hátt verð fyrir afurðir sínar þar. Útflutningur Færeyinga til Rússlands á síðasta ári er talinn hafa vaxið upp í 40 milljarða íslenskra króna en á sama tíma nam útflutningur þeirra til ríkja Evrópusambandsins um 30 milljörðum króna. Svo vel kunna Rússar að meta vini sína Færeyinga að þeir vilja nú læra af reynslu þeirra af fiskeldi og var sendinefnd frá Færeyjum á dögunum í Múrmansk til að ræða um samstarf um að byggja þar upp fiskeldi, samkvæmt frétt The Independent Barentsobserver. Tengdar fréttir Samherji greiddi 6 milljarða fyrir eigur Faroe Seafood Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að Samherji og dótturfélagið Framherji hafi greitt sem svarar tæpum 6 milljörðum króna fyrir eignir þrotabús Faroe Seafood í síðasta mánuði. 18. mars 2011 07:17 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. 7. mars 2013 18:51 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Færeyingar mokgræða á því að standa utan við viðskiptabann gagnvart Rússlandi og hafa Rússar á skömmum tíma vaxið upp í að verða stærsti kaupandi færeyskra afurða. Þegar Bandaríkin og Evrópusambandið ákváðu að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna Úkraínudeilunnar völdu Færeyingar að standa utan við refsiaðgerðirnar. Fyrir færeyskan efnahag virðist það hafa verið einkar hagfelld ákvörðun miðað við lýsingar danskra fjölmiðla, sem strax í fyrra fóru að segja fréttir af því að Færeyjar möluðu gull vegna viðskiptabannsins. Þetta kemur sér einkar vel fyrir laxeldið, en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyja, enda virðast færeyskir firðir og sundin milli eyjanna henta vel til fiskeldis. Á skömmum tíma hefur Rússlands vaxið upp á að verði stærsti kaupandi færeyskra sjávarafurða, og ekki bara á eldislaxi, heldur einng á þorski, síld og makríl. Takmarkað framboð fiskafurða á Rússlandsmarkaði vegna viðskiptabannsins veldur því jafnframt að Færeyingar fá hátt verð fyrir afurðir sínar þar. Útflutningur Færeyinga til Rússlands á síðasta ári er talinn hafa vaxið upp í 40 milljarða íslenskra króna en á sama tíma nam útflutningur þeirra til ríkja Evrópusambandsins um 30 milljörðum króna. Svo vel kunna Rússar að meta vini sína Færeyinga að þeir vilja nú læra af reynslu þeirra af fiskeldi og var sendinefnd frá Færeyjum á dögunum í Múrmansk til að ræða um samstarf um að byggja þar upp fiskeldi, samkvæmt frétt The Independent Barentsobserver.
Tengdar fréttir Samherji greiddi 6 milljarða fyrir eigur Faroe Seafood Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að Samherji og dótturfélagið Framherji hafi greitt sem svarar tæpum 6 milljörðum króna fyrir eignir þrotabús Faroe Seafood í síðasta mánuði. 18. mars 2011 07:17 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. 7. mars 2013 18:51 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Samherji greiddi 6 milljarða fyrir eigur Faroe Seafood Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að Samherji og dótturfélagið Framherji hafi greitt sem svarar tæpum 6 milljörðum króna fyrir eignir þrotabús Faroe Seafood í síðasta mánuði. 18. mars 2011 07:17
Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19
Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. 7. mars 2013 18:51
Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03
Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47