Innlent

Sækja slasaðan göngumann

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn var staddur fyrir ofan gönguleiðina í Naustahvilft ofan við flugvöllinn á Ísafirði í um 350 m hæð.
Maðurinn var staddur fyrir ofan gönguleiðina í Naustahvilft ofan við flugvöllinn á Ísafirði í um 350 m hæð. vísir/pjetur
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til þess að aðstoða björgunarsveitir frá Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík við að koma slösuðum göngumanni niður af klettum í Naustahvilft ofan við flugvöllinn á Ísafirði í um 350 metra hæð. Talið er að maðurinn sé fótbrotinn.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þörf sé á fjallabjörgun með flókinni línuvinnu til þess að ná manninum niður. Hins vegar sé ekki vitað hvort þyrlan geti náð manninum þar sem hann sé staddur eða hvort björgunarsveitir þurfi að koma honum neðar í fjallið fyrst.

Maðurinn, sem er einn á ferð, óskaði sjálfur eftir aðstoð en þá var hann staddur fyrir ofan gönguleiðina í Naustahvilft.

Um þrjátíu björgunarsveitarmenn taka þátt í aðgerðinni auk sjúkraflutningamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×