Erlent

Hitti Nígeríuforseta

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Amina Ali Nkeki ásamt Buhari.
Amina Ali Nkeki ásamt Buhari. vísir/epa
Nítján ára nígerísk skólastúlka, sem fannst á þriðjudag eftir að hafa verið í haldi vígamanna hryðjuverkasamtakanna Boko Haram frá árinu 2014, fór í dag á fund Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, á heimili hans í borginni Abuja.

Stúlkan, Amina Ali Nkeki, var ein af 219 stúlkum sem vígamennirnir rændu í bænum Chibok í Nígeríu í apríl 2014. Nkeki er sú eina sem hefur fundist.

Buhari sagðist ánægður með að stúlkan sé komin í leitirnar en að á sama tíma sé hann sorgmæddur yfir því þeim hryllingi sem hún hafi þurft að upplifa. Stjórnvöld muni tryggja stúlkunni bjarta framtíð.

Þá sagðist hann vonast til þess að Nkeki haldi áfram að feta menntaveginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×