Lífið

Hvert er strákurinn eiginlega að horfa?

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sjónhverfingar hafa frá ómunatíð bæði hrætt og heillað mannfólkið og með tilkomu internetsins er hægt að deila myndum sem geyma sjónhverfingar með hraðari hætti en áður.

Til dæmis hefur varla farið framhjá neinum myndin af veggnum sem við fyrstu sýn virtist geyma eitthvert órætt kvikindi en þegar betur var að gáð kom í ljós stærðarinnar vindill.

Það nýjasta í þessum efnum er stráksandlitið sem er ekki hægt að átta sig á hvert er að horfa. Geta lesendur Vísis séð í hvaða átt drengurinn horfir? 

Það gæti virst sem svo að hann horfi beint í augun á þeim sem horfir á myndina en þegar litið er aftur á myndina sést að hann horfir einnig eitthvert annað, út fyrir tölvuskjáinn. 

Myndin getur verið ansi ruglandi því raunin er að strákurinn horfir í báðar áttirnar en það getur tekið smá tíma að gera sér grein fyrir því. Það er magnað hvernig ein mynd getur haft svo margar ólíkar víddir. Hvað tók það þig, lesandi kær, langan tíma að sjá báðar víddirnar? Suma tekur það undir tíu sekúndur, aðrir þurfa upp undir mínútu og enn aðrir sjá aldrei báðar útgáfur.

Þýski ljósmyndarinn og listamaðurinn Tim Wehrle deildi myndinni á Instagramsíðu sinni en hún var sköpuð með forritinu Photoshop.


Tengdar fréttir

Þetta er það sem er í veggnum

Dularfulla myndin sem fór eins og eldur í sinu um netheima í gær hefur vakið mikla athygli hér á landi og reyndist erfitt fyrir fólk að átta sig í fyrstu hvað leyndist á myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×