Erlent

Morley Safer látinn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Morley Safer var einn þekktasti sjónvarpsmaður heims.
Morley Safer var einn þekktasti sjónvarpsmaður heims. vísir/epa
Kanadíski fréttamaðurinn Morley Safer er látinn, 84 ára að aldri. Safer var einn þekktasti sjónvarps- og fréttamaður heims og á að baki 46 ára starfsferil í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum.

Safer lét nýlega af störfum vegna hrakandi heilsu. Sjónvarpsstöðin CBS, sem framleiðir 60 mínútur, tilkynnti um starfslok Safer í síðustu viku og birti í kjölfarið klukkutíma langan þátt um feril hans honum til heiðurs.

Síðasta innslag Safer var sýnt í mars síðastliðnum en alls hefur hann gert 919 umfjallanir frá árinu 1970. Hann starfaði við gerð þáttanna lengur en nokkur annar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×