Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2016 16:45 Kennarar í VMA segja að fjárhagsstaða skólans sé grafalvarleg og að skólinn sé nánast gjaldþrota. Vísir/Auðunn Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. Þar mótmæla þeir því að fjármálaráðuneytið hafi í byrjun þessa árs ákveðið að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Segja kennararnir að fjárhagsstaða skólans sé grafalvarleg og að skólinn sé nánast gjaldþrota. Þeir hvetja alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðun fjármálaráðuneytisins verði dregin til baka. Ályktun kennaranna má sjá í heild sinni hér að neðan:Á fjölmennum fundi kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri þann 18. maí 2016 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur búið við fjársvelti allt frá hruni. Fjárveitingum hefur að mestu verið varið í samningsbundnar greiðslur, s.s. laun, en kennslubúnaður og vinnuaðstæður nemenda og kennara setið á hakanum. Afleiðingin er sú að fjölmörg tæki sem notuð eru til verklegrar kennslu eru úrelt, tölvur skólans eru á síðasta snúningi og svo mætti lengi telja.Þó kastaði tólfunum í fjársveltistefnu yfirvalda í byrjun þessa árs þegar fjármálaráðuneytið ákvað að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Opinber skýring ráðuneytisins er hallarekstur ársins 2015 en halli þess árs byggði að stærstum hluta á vanáætlun ráðuneytisins sjálfs á kostnaði við kjarasaminga sem fjármálaráðherra gerði við kennara árið 2014. Í þeim sama samningi er undirrituð yfirlýsing ráðherra fjármála og menntamála um að þeir muni tryggja fjármuni vegna samningsins. Það gerðu þeir ekki og þess vegna voru fjölmargir framhaldsskólar reknir með halla á síðasta ári, þ.á.m. VMA. Staðan er nú grafalvarleg og skólinn nánast gjaldþrota.Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega stöðvun Fjármálaráðuneytis á greiðslu rekstrarfjár til skólans. Við hvetjum alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu meiri, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðunin verði þegar í stað dregin til baka.Við skorum á alþingismenn að kynna sér þetta mál og beita sér fyrir því að látið verði af þessari ósvinnu. Síðast en ekki síst skorum við á þá ráðherra sem mesta ábyrgð bera, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra, að veita þegar í stað fé til rekstrar skólans svo að ekki hljótist meiri skaði af en þegar er orðinn.Fyrir hönd kennarafélags VMA,Hermann J. Tómasson Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. Þar mótmæla þeir því að fjármálaráðuneytið hafi í byrjun þessa árs ákveðið að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Segja kennararnir að fjárhagsstaða skólans sé grafalvarleg og að skólinn sé nánast gjaldþrota. Þeir hvetja alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðun fjármálaráðuneytisins verði dregin til baka. Ályktun kennaranna má sjá í heild sinni hér að neðan:Á fjölmennum fundi kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri þann 18. maí 2016 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur búið við fjársvelti allt frá hruni. Fjárveitingum hefur að mestu verið varið í samningsbundnar greiðslur, s.s. laun, en kennslubúnaður og vinnuaðstæður nemenda og kennara setið á hakanum. Afleiðingin er sú að fjölmörg tæki sem notuð eru til verklegrar kennslu eru úrelt, tölvur skólans eru á síðasta snúningi og svo mætti lengi telja.Þó kastaði tólfunum í fjársveltistefnu yfirvalda í byrjun þessa árs þegar fjármálaráðuneytið ákvað að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Opinber skýring ráðuneytisins er hallarekstur ársins 2015 en halli þess árs byggði að stærstum hluta á vanáætlun ráðuneytisins sjálfs á kostnaði við kjarasaminga sem fjármálaráðherra gerði við kennara árið 2014. Í þeim sama samningi er undirrituð yfirlýsing ráðherra fjármála og menntamála um að þeir muni tryggja fjármuni vegna samningsins. Það gerðu þeir ekki og þess vegna voru fjölmargir framhaldsskólar reknir með halla á síðasta ári, þ.á.m. VMA. Staðan er nú grafalvarleg og skólinn nánast gjaldþrota.Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega stöðvun Fjármálaráðuneytis á greiðslu rekstrarfjár til skólans. Við hvetjum alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu meiri, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðunin verði þegar í stað dregin til baka.Við skorum á alþingismenn að kynna sér þetta mál og beita sér fyrir því að látið verði af þessari ósvinnu. Síðast en ekki síst skorum við á þá ráðherra sem mesta ábyrgð bera, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra, að veita þegar í stað fé til rekstrar skólans svo að ekki hljótist meiri skaði af en þegar er orðinn.Fyrir hönd kennarafélags VMA,Hermann J. Tómasson
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira