Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2016 16:45 Kennarar í VMA segja að fjárhagsstaða skólans sé grafalvarleg og að skólinn sé nánast gjaldþrota. Vísir/Auðunn Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. Þar mótmæla þeir því að fjármálaráðuneytið hafi í byrjun þessa árs ákveðið að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Segja kennararnir að fjárhagsstaða skólans sé grafalvarleg og að skólinn sé nánast gjaldþrota. Þeir hvetja alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðun fjármálaráðuneytisins verði dregin til baka. Ályktun kennaranna má sjá í heild sinni hér að neðan:Á fjölmennum fundi kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri þann 18. maí 2016 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur búið við fjársvelti allt frá hruni. Fjárveitingum hefur að mestu verið varið í samningsbundnar greiðslur, s.s. laun, en kennslubúnaður og vinnuaðstæður nemenda og kennara setið á hakanum. Afleiðingin er sú að fjölmörg tæki sem notuð eru til verklegrar kennslu eru úrelt, tölvur skólans eru á síðasta snúningi og svo mætti lengi telja.Þó kastaði tólfunum í fjársveltistefnu yfirvalda í byrjun þessa árs þegar fjármálaráðuneytið ákvað að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Opinber skýring ráðuneytisins er hallarekstur ársins 2015 en halli þess árs byggði að stærstum hluta á vanáætlun ráðuneytisins sjálfs á kostnaði við kjarasaminga sem fjármálaráðherra gerði við kennara árið 2014. Í þeim sama samningi er undirrituð yfirlýsing ráðherra fjármála og menntamála um að þeir muni tryggja fjármuni vegna samningsins. Það gerðu þeir ekki og þess vegna voru fjölmargir framhaldsskólar reknir með halla á síðasta ári, þ.á.m. VMA. Staðan er nú grafalvarleg og skólinn nánast gjaldþrota.Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega stöðvun Fjármálaráðuneytis á greiðslu rekstrarfjár til skólans. Við hvetjum alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu meiri, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðunin verði þegar í stað dregin til baka.Við skorum á alþingismenn að kynna sér þetta mál og beita sér fyrir því að látið verði af þessari ósvinnu. Síðast en ekki síst skorum við á þá ráðherra sem mesta ábyrgð bera, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra, að veita þegar í stað fé til rekstrar skólans svo að ekki hljótist meiri skaði af en þegar er orðinn.Fyrir hönd kennarafélags VMA,Hermann J. Tómasson Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. Þar mótmæla þeir því að fjármálaráðuneytið hafi í byrjun þessa árs ákveðið að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Segja kennararnir að fjárhagsstaða skólans sé grafalvarleg og að skólinn sé nánast gjaldþrota. Þeir hvetja alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðun fjármálaráðuneytisins verði dregin til baka. Ályktun kennaranna má sjá í heild sinni hér að neðan:Á fjölmennum fundi kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri þann 18. maí 2016 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur búið við fjársvelti allt frá hruni. Fjárveitingum hefur að mestu verið varið í samningsbundnar greiðslur, s.s. laun, en kennslubúnaður og vinnuaðstæður nemenda og kennara setið á hakanum. Afleiðingin er sú að fjölmörg tæki sem notuð eru til verklegrar kennslu eru úrelt, tölvur skólans eru á síðasta snúningi og svo mætti lengi telja.Þó kastaði tólfunum í fjársveltistefnu yfirvalda í byrjun þessa árs þegar fjármálaráðuneytið ákvað að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Opinber skýring ráðuneytisins er hallarekstur ársins 2015 en halli þess árs byggði að stærstum hluta á vanáætlun ráðuneytisins sjálfs á kostnaði við kjarasaminga sem fjármálaráðherra gerði við kennara árið 2014. Í þeim sama samningi er undirrituð yfirlýsing ráðherra fjármála og menntamála um að þeir muni tryggja fjármuni vegna samningsins. Það gerðu þeir ekki og þess vegna voru fjölmargir framhaldsskólar reknir með halla á síðasta ári, þ.á.m. VMA. Staðan er nú grafalvarleg og skólinn nánast gjaldþrota.Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega stöðvun Fjármálaráðuneytis á greiðslu rekstrarfjár til skólans. Við hvetjum alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu meiri, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðunin verði þegar í stað dregin til baka.Við skorum á alþingismenn að kynna sér þetta mál og beita sér fyrir því að látið verði af þessari ósvinnu. Síðast en ekki síst skorum við á þá ráðherra sem mesta ábyrgð bera, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra, að veita þegar í stað fé til rekstrar skólans svo að ekki hljótist meiri skaði af en þegar er orðinn.Fyrir hönd kennarafélags VMA,Hermann J. Tómasson
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira