Lífið

Dúndrandi sumarpartý í Bláfjöllum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gera má ráð fyrir mikilli stemningu í Bláfjöllum á morgun.
Gera má ráð fyrir mikilli stemningu í Bláfjöllum á morgun. vísir
Á laugardaginn verður opið í Bláfjöllum en búið er að loka skíðasvæðunum formlega eftir góðan vetur.

Ástæða opnunarinnar er hið svokallaða Summerjam sem nú er haldið fimmta árið í röð. Það hefur alltaf verið haldið seinnipartinn í maí þegar prófatíðin er búin hjá flestum og hitastig hefur aðeins farið hækkandi.

Búið að endurhanna alla öxlina vinstra megin í fjallinu þar sem settar hafa verið upp allskonar pallar, box, handrið og fleira. Einnig verða þarna nýjungar einsog sundlaugin sem er búið að grafa fyrir og fylla upp með vatni og þeir sem þora og treysta sér, geta rennt sér yfir hana.

Lyftur opna kl 12 og verður opið til kl 17. Plötusnúður mun spila tónlist úr miðri brekku og léttar veitingar verða í boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×