Valdimar á fullu í ræktinni: „Fann fyrir því að ég var hræddur við dauðann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2016 10:30 Söngvarinn Valdimar Guðmundsson er maraþonmaður Íslandsbanka þetta árið og ætlar hann sér að fara tíu kílómetra í hlaupinu. Valdimar hefur lengi glímt við ofþyngd en hefur undanfarið tjáð sig um málefnið og ætlar sér að snúa við blaðinu. Í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi fór Andri Ólafsson, dagskrágerðamaður, í ræktina með Valdimari og fékk að sjá hvernig honum gengi í átakinu. „Fólk hélt að ég væri dáinn og það var nokkuð spes að finna fyrir viðbrögðunum og fólk var að velta þessu fyrir sér á Bjútí Tips,“ segir Valdimar um auglýsingu sem birtist í sjónvarpinu í síðustu viku. Þar voru minningartónleikar hans kynntir til sögunnar en auglýsingin var partur af herferð Íslandsbanka í tengslum við maraþonhlaupið sem fram fer árlega í ágúst. Sjá einnig: Auglýsing um andlát Valdimars var stórlega ýkt„Ég ákvað að taka þátt í hlaupinu eftir þessa eftirminnilegu nótt þar sem ég gat varla andað og dreymdi að ég væri að kafna. Sú nótt opnaði augun mín fyrir þeim vanda sem ég stóð frammi fyrir og ég fann fyrir því að ég var hræddur við dauðann.“Auglýsingin vakti athygli.vísirÍ dag er Valdimar kominn með einkaþjálfara og mætir reglulega í ræktina út á Seltjarnarnesi. „Þetta hefur gengið ágætlega og ég er kominn í töluvert betra form en ég var í. Takmarkið er að fara þessa tíu kílómetra, en stóra markmiðið er ekkert endilega hlaupið, heldur að verða heilbrigður og lifa heilsusamlegu lífi. Þessa nótt fann ég ákveðinn botn, mér fannst ég vera dauður. Þegar maður er matarfíkill eins og ég, þá þarf maður að finna botninn til að geta spyrnt sér upp aftur.“ Margir í sömu stöðu og Valdimar telja að verkefnið sé einfaldlega of stórt og jafnvel ómögulegt að sigrast á því.Valdimar tekur vel á því í ræktinni.vísir„Þetta er stórt verkefni og á eftir að vera erfitt og taka langan tíma. Maður má bara ekki gefast upp og maður verður að halda áfram. Þetta er bara upp á líf og dauða.“ Sjá einnig: „Nú verður slagurinn tekinn“ Valdimar segist vera matarfíkill og sú barátta sé mjög erfið. „Þetta er dálítið öðruvísi fíkn. Ef þú ert alkóhólisti eða dópisti, þá getur þú bara hætt því. Þú getur hætt því að fá þér þennan hlut, en maður getur ekki hætt að borða. Ég er ekki með níu til fimm vinnu og vinn voðalega mikið bara um helgar og það er rosalega mikil drykkja sem fylgir oft vinnunni minni. Það er mikið sukklíferni sem fylgir þessu og oft gott að grípa í einhvern skyndibita.“Söngvarinn hefur fullt af fólki í kringum sig.vísirValdimar ætlar að byrja hlaupið hlaupandi og reyna að enda það á skokkinu. „Það eru flestir að fylgjast vel með þá og mig langar að líta vel út,“ segir hann léttur. Valdimar segist vera orðinn vanur því að tala um hans stöðu. „Ég er eiginlega hættur að vera feiminn yfir þessu. Ég talaði fyrst um þetta opinberlega við Bubba Morthens og það er einhvern veginn erfitt að vera feiminn við Bubba. Maður verður bara að segja hvað maður er að hugsa við hann. Það er erfitt að standa í þessu einn og þess vegna er ég með fullt af fólki í kringum mig. Ég er með einkaþjálfa, ég er með sálfræðing sem ég hitti og með allskonar fólk sem er að koma með mér í ræktina og með lækni sem hjálpar mér,“ segir hann en Tómas Guðbjartsson, stjörnulæknir, er að aðstoða Valdimar. Valdimar var einmitt mættur með Tómasi í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við þá hér að neðan. Efst í fréttinni má sjá innslag Íslands í dag. Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Söngvarinn Valdimar Guðmundsson er maraþonmaður Íslandsbanka þetta árið og ætlar hann sér að fara tíu kílómetra í hlaupinu. Valdimar hefur lengi glímt við ofþyngd en hefur undanfarið tjáð sig um málefnið og ætlar sér að snúa við blaðinu. Í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi fór Andri Ólafsson, dagskrágerðamaður, í ræktina með Valdimari og fékk að sjá hvernig honum gengi í átakinu. „Fólk hélt að ég væri dáinn og það var nokkuð spes að finna fyrir viðbrögðunum og fólk var að velta þessu fyrir sér á Bjútí Tips,“ segir Valdimar um auglýsingu sem birtist í sjónvarpinu í síðustu viku. Þar voru minningartónleikar hans kynntir til sögunnar en auglýsingin var partur af herferð Íslandsbanka í tengslum við maraþonhlaupið sem fram fer árlega í ágúst. Sjá einnig: Auglýsing um andlát Valdimars var stórlega ýkt„Ég ákvað að taka þátt í hlaupinu eftir þessa eftirminnilegu nótt þar sem ég gat varla andað og dreymdi að ég væri að kafna. Sú nótt opnaði augun mín fyrir þeim vanda sem ég stóð frammi fyrir og ég fann fyrir því að ég var hræddur við dauðann.“Auglýsingin vakti athygli.vísirÍ dag er Valdimar kominn með einkaþjálfara og mætir reglulega í ræktina út á Seltjarnarnesi. „Þetta hefur gengið ágætlega og ég er kominn í töluvert betra form en ég var í. Takmarkið er að fara þessa tíu kílómetra, en stóra markmiðið er ekkert endilega hlaupið, heldur að verða heilbrigður og lifa heilsusamlegu lífi. Þessa nótt fann ég ákveðinn botn, mér fannst ég vera dauður. Þegar maður er matarfíkill eins og ég, þá þarf maður að finna botninn til að geta spyrnt sér upp aftur.“ Margir í sömu stöðu og Valdimar telja að verkefnið sé einfaldlega of stórt og jafnvel ómögulegt að sigrast á því.Valdimar tekur vel á því í ræktinni.vísir„Þetta er stórt verkefni og á eftir að vera erfitt og taka langan tíma. Maður má bara ekki gefast upp og maður verður að halda áfram. Þetta er bara upp á líf og dauða.“ Sjá einnig: „Nú verður slagurinn tekinn“ Valdimar segist vera matarfíkill og sú barátta sé mjög erfið. „Þetta er dálítið öðruvísi fíkn. Ef þú ert alkóhólisti eða dópisti, þá getur þú bara hætt því. Þú getur hætt því að fá þér þennan hlut, en maður getur ekki hætt að borða. Ég er ekki með níu til fimm vinnu og vinn voðalega mikið bara um helgar og það er rosalega mikil drykkja sem fylgir oft vinnunni minni. Það er mikið sukklíferni sem fylgir þessu og oft gott að grípa í einhvern skyndibita.“Söngvarinn hefur fullt af fólki í kringum sig.vísirValdimar ætlar að byrja hlaupið hlaupandi og reyna að enda það á skokkinu. „Það eru flestir að fylgjast vel með þá og mig langar að líta vel út,“ segir hann léttur. Valdimar segist vera orðinn vanur því að tala um hans stöðu. „Ég er eiginlega hættur að vera feiminn yfir þessu. Ég talaði fyrst um þetta opinberlega við Bubba Morthens og það er einhvern veginn erfitt að vera feiminn við Bubba. Maður verður bara að segja hvað maður er að hugsa við hann. Það er erfitt að standa í þessu einn og þess vegna er ég með fullt af fólki í kringum mig. Ég er með einkaþjálfa, ég er með sálfræðing sem ég hitti og með allskonar fólk sem er að koma með mér í ræktina og með lækni sem hjálpar mér,“ segir hann en Tómas Guðbjartsson, stjörnulæknir, er að aðstoða Valdimar. Valdimar var einmitt mættur með Tómasi í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við þá hér að neðan. Efst í fréttinni má sjá innslag Íslands í dag.
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira